Af fimmtánhundruđ útsynningsandhverfum (eđa ţannig)

Enn ein nördafćrslan - og ţađ rétt fyrir páska (ć). Fyrir nokkrum dögum var á ţessum vettvangi fjallađ um tíđni ákveđinnar gerđar útsynningsdaga. Er viđ hćfi ađ líta á andhverfu ţeirra. Í venjulegu máli er ţađ landnyrđingurinn sem er gegnir ţví hlutverki. Ţá blćs frísklega af norđaustri á landinu. Ţurrviđrasamt er ţá vestan- og sunnanlands en úrkoma um landiđ norđaustanvert.

Ritstjórinn vill ekki ađ svo stöddu ekki flokka ţađ dagaval sem hér er undir venjubundinn landnyrđing, til ţess er veđriđ oftast of hćgviđrasamt. Ađ sumarlagi er gjarnan hafgola síđdegis og viđ viljum ekki taka marga slíka daga međ í landnyrđingstalningu.

Flokkunin er gerđ međ svonefndri ţriđjungagreiningu, en hún er algeng í tölfrćđiúrvinnslu - enn algengari er ţó systir hennar, fimmtungagreiningin. Notast er viđ amerísku veđurendurgreininguna og tímabiliđ 1951 til 2012. Svćđiđ á milli 60° og 70°N og 10° og 30°V er lagt undir. Tillit er tekiđ til árstíđasveiflunnar. Ađeins er litiđ á vindáttir í háloftunum viđ flokkunina.

Heljarmikil vestan- og sunnanátt og lágur 500 hPa-flötur var ađalsmerki útsynningsins í pistlinum á dögunum. Hćsti ţriđjungur vestanáttarinnar, hćsti ţriđjungur sunnanáttarinnar og lćgsti ţriđjungur 500 hPa-flatarins. Nú lítum viđ á ţá daga ţar sem vestanáttin er í veikasta ţriđjungi, sunnanátt einnig í veikasta ţriđjungi og 500 hPa-flöturinn er í hćsta ţriđjungi.

Sé 500 hPa-flöturinn mjög hár er fyrirstöđuhćđ í námunda viđ landiđ, norđaustanáttin setur hana niđur undan landinu norđvestanverđu eđa yfir Grćnlandi. Loft er ţá mjög stöđugt og úrkoma lítil, líka á Norđausturlandi. Frá 1951 ađ telja hafa ţessir dagar veriđ ađ međaltali 10 á ári - mjög mismargir ţó.

w-blogg270313

Viđ sjáum á myndinni ađ áriđ 2010 er međ flesta daga í ţessum flokki, 32 talsins. Ţá var útsynningstalan í fyrra pistli núll. Áriđ 2010 er eitt hiđ óvenjulegasta sem um getur á öllu tímabilinu. Veđur gekk ţá úr lagi á mjög stóru svćđi viđ allt norđanvert Atlantshaf. Hlýrra varđ á Grćnlandi heldur en nokkur taldi mögulegt. Sumariđ 2012 var einnig mjög óvenjulegt og skilađi 20 dögum í ţessum ákveđna flokki - ţeir hafa aldrei orđiđ jafnmargir eđa fleiri á einu sumri.

Á myndinni eru síđustu áratugir 19. aldar međ mikinn fjölda daga af ţessu tagi, en ţađ er trúlega ofmat endurgreiningarinnar. Ekki hefur komiđ ár án svona dags í flokknum á öllu tímabilinu, en fjórum sinnum voru dagarnir stakir, 1871, 1902, 1913 og 1921.

Í viđhenginu er listi yfir dagana 1491 sem myndin sýnir. Ţeir sem leggjast yfir listann teljast mjög langt gengnir í nördi - sennilega ţriggja til fjögurra stađalvika.

Viđ höfum nú litiđ á tvö af átta hornum ţriđjungateningsins (hann lítur alveg eins út og rubik-teningur) - og tvo af 27 litlum kubbum hans - ćtli ţađ sé ekki nóg. Ţetta er of langt úti á jađri ţess hluta veđurlandsins sem hungurdiskar hafa reikađ um til ţessa.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg160424b
 • w-blogg160424a
 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (17.4.): 430
 • Sl. sólarhring: 615
 • Sl. viku: 2523
 • Frá upphafi: 2348390

Annađ

 • Innlit í dag: 383
 • Innlit sl. viku: 2216
 • Gestir í dag: 369
 • IP-tölur í dag: 352

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband