Kalt á meginlöndunum

Enn er kalt á meginlöndunum. Ţađ má glögglega sjá á kortinu hér ađ neđan. Svartar heildregnar línur sýna ţrýsting viđ sjávarmál en litafletir hita í 850 hPa-fletinum.

w-blogg260313a

Norđurskautiđ er ofarlega á kortinu, Ísland nćrri miđju korts. Lengst til hćgri má sjá Miđjarđarhafsbotna, allt Miđjarđarhafiđ er í brúnum og gulum litum. Guli liturinn byrjar viđ -2 stiga frost. Munum ađ 850 hPa-flöturinn er í 1300 til 1500 metra hćđ víđast hvar. Öll Norđur-Evrópa er undir bláa litnum og sömuleiđis Norđur-Ameríka suđur undir Mexíkóflóa - lengst til vinstri á kortinu. Hlýtt er ţó yfir Bandaríkjunum suđvestanverđum. Ţađ má líka taka eftir ţví ađ ađeins einn örsmár fjólublár blettur er á kortinu en ţar er frostiđ í 850 hPa -25 stig eđa meira. Í ţessu fellst ákveđinn vorbođi ţótt liturinn eigi trúlega eftir ađ sýna meiri fyrirferđ en ţetta á nćstunni.

Eins og ađ undanförnu er gríđarleg hćđ yfir mestöllum norđurslóđum, hún er ţó ekki eins öflug og hún var í fyrri viku. Mjög vaxandi lćgđ er suđur af Nýfundnalandi. Hún á ađ komast niđur undir 950 hPa á miđvikudag - ţađ er óvenjulegt svona sunnarlega eftir jafndćgur. Tiltölulega hlýtt er viđ Suđvestur-Grćnland og viđ megum sćmilega viđ una.

Viđ Ísland suđvestanvert er dálítiđ lćgđardrag - ritstjórinn sér ćttarmót međ ţví og páska- eđa vorhretagjöfum ýmsum - rétt eins og svipmót er međ litlum kettlingi og fullvöxnu tígrisdýri. Varla ţó tilefni til ruglings og ekki gefa reiknimiđstöđvar kettlingnum mikla vaxtarmöguleika.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

 • w-blogg151119g
 • w-blogg151119g
 • w-blogg151119g
 • w-blogg151119f
 • w-blogg151119e

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (17.11.): 164
 • Sl. sólarhring: 167
 • Sl. viku: 2291
 • Frá upphafi: 1851366

Annađ

 • Innlit í dag: 139
 • Innlit sl. viku: 1960
 • Gestir í dag: 127
 • IP-tölur í dag: 122

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband