Kalt á meginlöndunum

Enn er kalt á meginlöndunum. Það má glögglega sjá á kortinu hér að neðan. Svartar heildregnar línur sýna þrýsting við sjávarmál en litafletir hita í 850 hPa-fletinum.

w-blogg260313a

Norðurskautið er ofarlega á kortinu, Ísland nærri miðju korts. Lengst til hægri má sjá Miðjarðarhafsbotna, allt Miðjarðarhafið er í brúnum og gulum litum. Guli liturinn byrjar við -2 stiga frost. Munum að 850 hPa-flöturinn er í 1300 til 1500 metra hæð víðast hvar. Öll Norður-Evrópa er undir bláa litnum og sömuleiðis Norður-Ameríka suður undir Mexíkóflóa - lengst til vinstri á kortinu. Hlýtt er þó yfir Bandaríkjunum suðvestanverðum. Það má líka taka eftir því að aðeins einn örsmár fjólublár blettur er á kortinu en þar er frostið í 850 hPa -25 stig eða meira. Í þessu fellst ákveðinn vorboði þótt liturinn eigi trúlega eftir að sýna meiri fyrirferð en þetta á næstunni.

Eins og að undanförnu er gríðarleg hæð yfir mestöllum norðurslóðum, hún er þó ekki eins öflug og hún var í fyrri viku. Mjög vaxandi lægð er suður af Nýfundnalandi. Hún á að komast niður undir 950 hPa á miðvikudag - það er óvenjulegt svona sunnarlega eftir jafndægur. Tiltölulega hlýtt er við Suðvestur-Grænland og við megum sæmilega við una.

Við Ísland suðvestanvert er dálítið lægðardrag - ritstjórinn sér ættarmót með því og páska- eða vorhretagjöfum ýmsum - rétt eins og svipmót er með litlum kettlingi og fullvöxnu tígrisdýri. Varla þó tilefni til ruglings og ekki gefa reiknimiðstöðvar kettlingnum mikla vaxtarmöguleika.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2021
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • w-blogg110521a
 • w-blogg110521a
 • w-blogg080521a
 • w-blogg030521b
 • w-blogg030521a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (11.5.): 450
 • Sl. sólarhring: 466
 • Sl. viku: 2696
 • Frá upphafi: 2032940

Annað

 • Innlit í dag: 404
 • Innlit sl. viku: 2390
 • Gestir í dag: 375
 • IP-tölur í dag: 355

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband