Af fimmtánhundruð útsynningsandhverfum (eða þannig)

Enn ein nördafærslan - og það rétt fyrir páska (æ). Fyrir nokkrum dögum var á þessum vettvangi fjallað um tíðni ákveðinnar gerðar útsynningsdaga. Er við hæfi að líta á andhverfu þeirra. Í venjulegu máli er það landnyrðingurinn sem er gegnir því hlutverki. Þá blæs frísklega af norðaustri á landinu. Þurrviðrasamt er þá vestan- og sunnanlands en úrkoma um landið norðaustanvert.

Ritstjórinn vill ekki að svo stöddu ekki flokka það dagaval sem hér er undir venjubundinn landnyrðing, til þess er veðrið oftast of hægviðrasamt. Að sumarlagi er gjarnan hafgola síðdegis og við viljum ekki taka marga slíka daga með í landnyrðingstalningu.

Flokkunin er gerð með svonefndri þriðjungagreiningu, en hún er algeng í tölfræðiúrvinnslu - enn algengari er þó systir hennar, fimmtungagreiningin. Notast er við amerísku veðurendurgreininguna og tímabilið 1951 til 2012. Svæðið á milli 60° og 70°N og 10° og 30°V er lagt undir. Tillit er tekið til árstíðasveiflunnar. Aðeins er litið á vindáttir í háloftunum við flokkunina.

Heljarmikil vestan- og sunnanátt og lágur 500 hPa-flötur var aðalsmerki útsynningsins í pistlinum á dögunum. Hæsti þriðjungur vestanáttarinnar, hæsti þriðjungur sunnanáttarinnar og lægsti þriðjungur 500 hPa-flatarins. Nú lítum við á þá daga þar sem vestanáttin er í veikasta þriðjungi, sunnanátt einnig í veikasta þriðjungi og 500 hPa-flöturinn er í hæsta þriðjungi.

Sé 500 hPa-flöturinn mjög hár er fyrirstöðuhæð í námunda við landið, norðaustanáttin setur hana niður undan landinu norðvestanverðu eða yfir Grænlandi. Loft er þá mjög stöðugt og úrkoma lítil, líka á Norðausturlandi. Frá 1951 að telja hafa þessir dagar verið að meðaltali 10 á ári - mjög mismargir þó.

w-blogg270313

Við sjáum á myndinni að árið 2010 er með flesta daga í þessum flokki, 32 talsins. Þá var útsynningstalan í fyrra pistli núll. Árið 2010 er eitt hið óvenjulegasta sem um getur á öllu tímabilinu. Veður gekk þá úr lagi á mjög stóru svæði við allt norðanvert Atlantshaf. Hlýrra varð á Grænlandi heldur en nokkur taldi mögulegt. Sumarið 2012 var einnig mjög óvenjulegt og skilaði 20 dögum í þessum ákveðna flokki - þeir hafa aldrei orðið jafnmargir eða fleiri á einu sumri.

Á myndinni eru síðustu áratugir 19. aldar með mikinn fjölda daga af þessu tagi, en það er trúlega ofmat endurgreiningarinnar. Ekki hefur komið ár án svona dags í flokknum á öllu tímabilinu, en fjórum sinnum voru dagarnir stakir, 1871, 1902, 1913 og 1921.

Í viðhenginu er listi yfir dagana 1491 sem myndin sýnir. Þeir sem leggjast yfir listann teljast mjög langt gengnir í nördi - sennilega þriggja til fjögurra staðalvika.

Við höfum nú litið á tvö af átta hornum þriðjungateningsins (hann lítur alveg eins út og rubik-teningur) - og tvo af 27 litlum kubbum hans - ætli það sé ekki nóg. Þetta er of langt úti á jaðri þess hluta veðurlandsins sem hungurdiskar hafa reikað um til þessa.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg020125a
  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 1101
  • Sl. sólarhring: 1109
  • Sl. viku: 3491
  • Frá upphafi: 2426523

Annað

  • Innlit í dag: 986
  • Innlit sl. viku: 3142
  • Gestir í dag: 953
  • IP-tölur í dag: 882

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband