Enn og sama

Eins og föstum lesendum er vel kunnugt hefur veðurlag í vetur einkennst af fyrirstöðuhæðum sem æ ofan í æ hafa sest að í námunda við landið - aðallega fyrir austan og norðaustan það. Þessar háloftahæðir hafa ekki verið sérlega miklar lengst af - en nægilega sterkar þó til að halda hefðbundnum lægðagangi fjarri. Veturinn hefur svosem ekki verið illviðralaus en verstu veðrin hafa verðið úr áttunum milli norðurs og austurs - í allt haust og allan vetur.

Og þessa dagana er enn uppi sama staða. Hæðin í sínu sæti og meðan hún er þar gerist ekki margt á okkar slóðum. En við lítum samt á hefðbundið norðurhvelskort. Það er eins og oftast úr faðmi evrópureiknimiðstöðvarinnar og gildir um hádegi á sunnudag (24. mars).

w-blogg230313

Hér má sjá hæð 500 hPa-flatarins (heildregnar línur) og þykktina (litafletir). Ísland er rétt neðan við miðja mynd (hún batnar mjög við stækkun). Því þéttari sem jafnhæðarlínurnar eru því meiri er vindurinn. Hér við land er langt á milli lína og vindur mjög hægur. Heimskautaröstin er langt suður í höfum og er þessi staða hennar veldur kuldum bæði vestanhafs og austan. Miðjarðarhaf er í sífelldum lægðagangi.

Heimskautakuldapollarnir eru aðeins að byrja að láta á sjá - sól að koma upp í Íshafinu. Drjúgmikill vindstrengur liggur sunnan við þá, yfir Kanadísku heimskautaeyjunum og í námunda við Svalbarða.

Lítið gerist í veðri hér á landi fyrr en háloftahæðin gefur eftir. Þá eiga hlýrra loft úr suðri og kalt úr norðri möguleika á að mætast. Við sjáum á kortinu að ekki er bara langt á milli jafnhæðarlína heldur er þykktarsviðið yfir landinu líka fremur flatt. Til að hvassviðri geri þurfa jafnhæðar- og/eða jafnþykktarlínur að vera þéttar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 107
  • Sl. viku: 1492
  • Frá upphafi: 2348737

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1299
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband