Mikill háloftahryggur rís yfir Grænlandi

Nú rís mikill háloftahryggur sunnan úr höfum og allt til Norður-Grænlands. Við verðum í austurjaðri hans næstu daga. Norðanátt er auðvitað í háloftunum austan við hæðarhryggi. Staðan á morgun (föstudag) sést vel á kortinu hér að neðan. Það sýnir hæð 300 hPa-flatarins og vinda í honum.

w-blogg150313b

Jafnhæðarlínur eru heildregnar og eru merktar í dekametrum (1 dam = 10 metrar). Yfir Íslandi er flöturinn í um 8700 metra hæð. Vindur er sýndur með hefðbundnum vindörvum en lituðu svæðin sýna hvar vindurinn er mestur. Kvarðinn er í hnútum að þessu sinni. Með því að deila í þá tölu með tveimur má fá vindhraðann í m/s (nærri því). Græni liturinn byrjar við 80 hnúta - eða um 40 m/s.

Mjór en öflugur norðanstrengur nálgast Ísland úr vestri og verður yfir landinu á laugardag og sunnudag. Nýjustu spár segja hann bakka aftur til vesturs á mánudag - hvort af því verður er óljóst.

Þegar veðrið er í vondu skapi hvessir illa undir vindstrengjum af þessu tagi - en við virðumst eiga að sleppa nærri því alveg að þessu sinni. Jafnþykktar- og jafnhæðarlínur hallast á sama veg og eru jafnþéttar - þá verður enginn vindur við jörð. Að vindur verði enginn á landinu á laugardag og sunnudag er auðvitað fullmikið sagt. Mikill bratti í þykktar- og hæðarsviðum fellur sjaldan svo vel saman að ekki hreyfi vind við jörð. Auk þess ræður misgengi sviðanna ekki öllum vindi - fleira kemur við sögu.

Hvort veðrið verður í vondu eða góðu skapi um helgina vita hungurdiskar ekki. Þeir sem þurfa að treysta á veður taka hóflega mark á rausinu á þeim bæ og leita frekar til Veðurstofunnar eða annarra til þess bærra „aðila“.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Nú byrjar harðinda og hafísavorið mikla 2013.

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.3.2013 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Slide16
  • Slide15
  • Slide14
  • Slide13
  • Slide12

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 244
  • Sl. viku: 1203
  • Frá upphafi: 2452934

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1099
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband