23.2.2013 | 01:39
Kalt og hvasst á Grænlandi
Fyrirsögnin lýsir ekki neinum nýjum fréttum - oft gustar um Grænland og miklu verra og meira heldur en í dag. Að þessu sinni sækir kalt loft að jöklinum mikla úr tveimur áttum, vestri og austri. Sá er reyndar munurinn að aðsóknin úr austri er mjög grunn - rétt slefar í 1000 metra, en sú úr vestri er dýpri. Lítum á sjávarmálsþrýstinginn á korti evrópureiknimiðstöðvarinnar kl. 18 í dag (föstudag).
Ísland er hægra megin á myndinni. Jafnþrýstilínur eru svartar og heildregnar, úrkoma er sýnd með litaflötum. Hún er mest í bláa litnum hann byrjar þar sem úrkoma er 10 mm eða meiri á 6 klukkustundum. Strikalínur sýna hita í 850 hPa. Rauðu baugarnir sýna vindstrengina tvo. Þeir eru báðir afleiðing af þrengslum sem hálendið veldur.
Eystri stíflan er mjög greinileg, við sjáum töluna -20 rétt utan við rauða bauginn en talan -5 er ekki langt undan. Jafnhitalínur eru sérlega þéttar. Kalda loftið húkir rétt upp við ströndina og eitthvað af því tekst að brjótast til suðvesturs fyrir hornið við Brewsterhöfða. Síðastliðna nótt (aðfaranótt föstudags) var vindur við Scoresbysung rúmlega 20 m/s og frostið -20 stig - ekki efnilegt það. Scoresbysund heitir sem kunnugt er Ittoqqortormiit á grænlensku (Eyjafjallajökull hvað?).
Í stíflunni við Ittoqqortormiit blæs vindur af norðaustri. Svigkraftur jarðar leitast við að taka þann vind til hægri þannig að hann verði samsíða jafnþrýstilínunum - en getur það ekki. Vindur blæs ekki í gegnum fjöll. Hann blæs frekar þvert á þrýstilínur - og það gerir hann. Við hornið og meðfram ströndinni er því örmjór og í þessu tilviki grunnur strengur.
Stíflan vestan Grænlands er öðru vísi og sést ekki eins vel. Kalda loftið leggst til þess að gera rólega upp að ströndinni norðan við Diskóflóa - þar eru ekki margar jafnþrýstilínur. En eitthvað lætur samt undan og loftið fer að leka suður með. Á Austur-Grænlandi leitaðist svigkrafturinn við að keyra vindinn upp á móti fjallgarðinum en hér reynir hann að snúa honum burt frá ströndinni. Þar er hins vegar ekki "nægt loft". Það má reyndar ekki orða þetta svona - en samt verður til niðurstreymi þegar vindurinn dregur loft út til hliðar úr neðsta laginu. Tæknilega heitir þetta ástand úrstreymi(divergence á alþjóðatungum).
Niðurstreymi sést best á rakakortum og ástandið við Vestur-Grænland sést mjög vel á kortinu hér að neðan. Lituðu fletirnir sýna rakastig í 850 hPa-fletinum, á gráu svæðunum er það meira en 70% en á þeim gulbrúnu er það minna en 15%.
Kortið nær yfir um það bil sama svæði og efra kortið. Hér sést að vindur við Vestur-Grænland er um 25m/s í 850 hPa og á brúna litnum sjáum við að rakastig er minna en 5% á allstóru svæði. Það er einfaldlega þannig að rakastig fer aldrei niður í 5% í 850 hPa nema í miklu niðurstreymi.
Það var ansi kalt í Nuuk í dag, Lengst af var vindurinn á bilinu 15-21 m/s og vindhviður upp í 27 til 29 m/s í fjórtán stiga frosti.
Kalt og hvasst á Grænlandi í dag.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 897
- Sl. sólarhring: 1113
- Sl. viku: 3287
- Frá upphafi: 2426319
Annað
- Innlit í dag: 797
- Innlit sl. viku: 2953
- Gestir í dag: 780
- IP-tölur í dag: 718
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.