Munur á snjóhulu norðanlands og sunnan

Talverður munur er á snjóhulu norðanlands og sunnan. Á tímabilinu 1961 til 1990 var meðalfjöldi alhvítra daga á Akureyri 117, en 55 í Reykjavík, munar 62 dögum.

Með því að reikna meðalsnjóhulu allra veðurstöðva á Norðurlandi annars vegar en hins vegar á Suðurlandi má slá á þennan mun. Það hefur verið gert á myndinni hér fyrir neðan.

w-blogg170213

Gögnin ná aftur til 1924. Lárétti ásinn sýnir árin en sá lóðrétti fjölda daga. Meðaltalið er um 60 dagar - svipað og áðurnefndur munur á Reykjavík og Akureyri. Virðist heldur hafa farið minnkandi. Á nýhlýindaskeiðinu sýnir myndin minni mun heldur en gerðist á hlýskeiðinu stóra eftir 1930.

Mestur var munurinn árið 1977 107 dagar. Þá var nauðaþurrt allan veturinn sunnanlands en nyrðra var snjór með eðlilegum hætti. Minnstur var munurinn 1984, 26 dagar. Þá var sérlega snjóþungt syðra og hittist þannig á að snjór var þar óvenjumikill bæði fyrstu mánuði ársins sem og í desember. Næstminnstur var munurinn 1964 - þá var sérlega snjólétt bæði sunnanlands og fyrir norðan - allt aðrar aðstæður heldur en 20 árum síðar.

Það er 2010 sem stingur sér upp úr hneppi síðustu ára. Þá voru aðstæður ekki ósvipaðar og 1977, sérlega snjólétt syðra en snjór nær meðallaginu nyrðra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (21.5.): 357
 • Sl. sólarhring: 362
 • Sl. viku: 1903
 • Frá upphafi: 2355750

Annað

 • Innlit í dag: 333
 • Innlit sl. viku: 1757
 • Gestir í dag: 313
 • IP-tölur í dag: 312

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband