Dugar samt

Þó nýja árið hafi ekki verið illviðralaust hér á landi hefur tíðarfarið verið gott þegar á heildina er litið - og hér suðvestanlands hefur veður suma daga minnt frekar á snemmvor heldur en janúar. Lega háloftavinda hefur reynst okkur hagstæð. Myndin hér að neðan er til vitnis um það. Hún er fengin af setri bandarísku veðurstofunnar og sýnir hæðarvik í 500 hPa-fletinum yfir norðanverðu Atlantshafi á tímabilinu 1. janúar til 4. febrúar 2013.

w-blogg070213

Miðað er við tímabilið 1981 til 2010. Skammt fyrir norðaustan land er vikhámark. Það er ekki sérlega mikið  en dugar samt. Svartar heildregnar línur sýna vik í metrum. Það er 40 metra viklínan sem liggur yfir landið úr suðaustri til norðvesturs. Vikið er mest rétt rúmir 100 metrar (= 10 dekametrar). Á 500 hPa kortunum sem við lítum oftast á eru línur dregnar á 6 dekametra (60 m) bili.

Neikvæð vik eru suður af Grænlandi og yfir Evrópu. Vikamynstrið sýnir að hér á Íslandi hafa suðaustlægar áttir verið algengari heldur en að meðallagi. „Skýrir“ það hlýindin í janúar. Myndin sýnir þar að auki að landið hefur ekki verið í lægðabraut - flestar lægðir hörfað undan.

Frekar kalt hefur verið í Evrópu - í meðallagi þó í Noregi. Austanvindar hafa samkvæmt þessu korti verið algengari en í meðalári. Þó kalt hafi verið hefur meginlandið samt sloppið við ógnarkulda úr austri - kuldapollurinn Síberíu-Blesi hefur varla komist vestur fyrir Úralfjöll.

Þótt vindi og úrkomu sé spáð hér á landi næstu vikuna virðist svo vera að staðan haldi sér í aðalatriðum. Veik fyrirstaða verður viðloðandi fyrir norðaustan land eins og verið hefur lengst af í vetur. Ef þær spár rætast verða umhleypingarnir ekki mjög beittir - miðað við árstíma. En munum að spár halda ekki alltaf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir þinn fróðleik Trausti, nú sem endranær.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.2.2013 kl. 01:27

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Norðmenn tala um fínt veður á næstunni hjá sér, þ.e. kalt (meira en 10 stiga frost) en sólríkt.

Hér eru stillur hins vegar slæmar en rok og rigning (með hita) af hinu góða.

Merkilegur munur!

Torfi Kristján Stefánsson, 8.2.2013 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 225
  • Sl. sólarhring: 235
  • Sl. viku: 2050
  • Frá upphafi: 2350786

Annað

  • Innlit í dag: 207
  • Innlit sl. viku: 1835
  • Gestir í dag: 201
  • IP-tölur í dag: 200

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband