6.2.2013 | 01:16
Skýjauppsláttur
Því var tíst að ritstjóranum einhvern daginn að hann mætti gjarnan rifja upp hvernig skýjafar fylgir á undan skilasvæðum. Það skal nú gert - en rétt að hafa í huga að staðhættir nær og fjær móta mjög skýjafar - og því meira eftir því sem skýin liggja lægra.
Í dag (sem er miðvikudagur 6. febrúar hjá flestum lesendum) nálgast einmitt skýjasvæði úr vestri og suðvestri. Fyrsta myndin sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar kl. 6 á miðvikudagsmorgni.
Umrædd skil eru í úrkomusvæðinu á Grænlandshafi. Þar má ef vel er skoðað sjá skilabrot (skarpt horn) í þrýstisviðinu. Sömuleiðis má ráða af vindörvum að vindur snúist þegar skilin fara yfir, úr suðaustlægri átt yfir í vestur og þar á eftir í suðvestur. Fjólubláa strikalínan sýnir hvar hiti í 850 hPa-fletinum er -5 stig. Við þá tölu er gjarnan miðað þegar áætla á hvort um snjókomu eða rigningu sé að ræða. Við sjáum að megnið af úrkomusvæðinu er hlýja megin við þessa línu - allt stefnir því í rigningu. - En miklu styttra er í fjólubláu línuna handan skilanna heldur en framan við þau.
Lítum næst á skýjaspá reiknimiðstöðvarinnar fyrir sama tíma.
Myndin sýnir heldur stærra svæði en sú fyrri. Þrýstilínur eru dregnar þéttari en þrýstisviðið er samt það sama. Til auðkenningar hafa skilin verið sett inn sem hvít punktalína. Litafletir sýna ský í mismunandi hæð. Greint er á milli þriggja hæðarbila, háský eru blágræn, miðský rauðbrún og lágský eru blá. Hér flækir málið að hærri ský geta skyggt á lægri. En ef vel er að gáð má átta sig á því.
Fyrir vestan Ísland er fyrst mikil háskýjabreiða - hún nær alla leið til skilanna. Dekkra svæði er skammt vestur af landinu. Þar er mikil miðskýjabreiða á ferð. Inni í henni eru enn dekkri blettir - þar eru bæði miðský og lágský undir háskýjabreiðunni. Allar samsetningarnar koma inn yfir landið í röð og skilin líka - sé að marka spána.
En lítum nú á staðalskilin - myndin er úr hinni ágætu - en höfundalausu - bók Elementary Meteorology sem eyðublaðastofa hennar hátignar bretadrottningar gaf út fyrir um 50 árum. Gagnast hún veðurnördum betur en aðrar byrjendabækur jafnvel enn þann dag í dag.
Ekki alveg einföld mynd við fyrstu sýn - en samt sú besta í boði. Lóðrétti ás myndarinnar sýnir hæð yfir sjávarmáli - nokkurn veginn upp í 10 km hæð. Sá lárétti sýnir fjarlægð, núll er sett þar sem skilin eru við jörð. Stórgerð ör sýnir hreyfistefnu skilanna. Bleiklitaði borðinn sýnir hvernig skilaflöturinn hækkar fram á við (hlýrra loft liggur ofan á kaldara). Af samanburði ásanna sést að halli skilaflatarins er gríðarlega ýktur. Á nútíma vegagerðarmáli er hann aðeins um 1 prósent.
Veðrahvörfin liggja ofan á öllu eins og þak mörkuð sem rauð lína á myndinni. Sjá má að í kringum skilin er bratti þeirra á litlu svæði mun meiri en annars - þar er loft að ryðja sér leið í þröngri stöðu fram á við. Þótt uppstreymið sé býsna öflugt ræður það engan veginn við þann múr sem veðrahvörfin eru.
Frostmark er markað með blárri strikalínu. Að vetrarlagi er það lengstum við jörð í kalda loftinu hægra megin á myndinni en hækkar smám saman og að mun í skilunum. - Þetta eru hitaskil, gætu líka verið svokölluð hlý samskil (æ). Skilin á kortunum að ofan eru merkt sem slík á hefðbundnum veðurkortum.
En þá er komið að skýjategundasyrpunni. Tegundir eru merktar með alþjóðlegum skammstöfunum meginskýjaætta- en þær eru tíu. Af þessum tíu eru átta nefndar á myndinni. Þær tvær sem afgangs eru gætu líka verið þar (klakkaský (cb) og netjuský (ac)). Gúggla má erlendu heitin og birtast þá tenglar á ótal myndir.
Lengst til vinstri er cu (cumulus = bólstrar). Sá bólstri sem lengst er til hægri gæti verið klakkur (cb) - því efri endi hans nær vel upp fyrir frostmarkið.
Síðan bælast bólstrarnir niður í flákaský (sc = stratocumulus). Þau eru að jafnaði mun flatari heldur en bólstraskýin. Hærra á lofti eru klósigar (ci = cirrus). Þeir eru fyrstu merki þess að nú nálgist úrkomusvæði athugunarstað. Klósigar eru erfiður skýjaflokkur - mismunandi merkingar - en hér merkingin nokkuð skýr því skammt á eftir fylgir blika (cs = cirrostratus). Hún er eins og klósigarnir úr ískristöllum - þunn og hvít að sjá. Sól og tungl sjást í gegnum hana og oft fylgja aukasólir og rosabaugar.
Þánæst kemur gráblikan (as = altostratus), gráleit eins og nafnið bendir til. Hún er úr vatnsdropum og sér móta fyrir sól í gegnum hana (engir rosabaugar). Um leið og úrkoma byrjar skiptir gráblikan um nafn og svo lengi sem rignir eða snjóar heitir hún regnþykkni (ns = nimbostratus). Mjög algengt er að undir regnþykkninu séu skýjahrafnar á ferð (st fra = stratus fractus), tætt ský sem berast hratt um himininn í vaxandi vindi.
Hvað er bakvið skilin er misjafnt. Sé um hitaskil að ræða eins og á teikningunni eru þar oft þokuský (st = stratus) eða flákaský (sc). Hátt á lofti má stundum sjá blikuhnoðra (cc = cirrocumulus) af ýmsum gerðum.
En sérhver skil sem nálgast hlíta engum stöðlum - sérstaklega þar sem vindur mótast af fjöllum.
Bólgin hitaskil - í andstöðu við bæld. Í sumum hitaskilum eru nefnilega engin háský og jafnvel ekki miðský heldur. Sumir veðurfræðingar fussa við þessari skiptingu - en einhvern veginn hefur reynst erfitt að drepa hana með öllu. Á erlendum málum heita bólgnu skilin anafront, en hin bælda katafront (reynið að gúggla þau og sjá hvað birtist). Íslensku nöfnin eru bráðabirgðaleppar og detta út um leið og betri birtast. Við höfum samt auga með bældum skilum og sýni sig nægilega gott dæmi má eyða nokkrum örðum í þetta fyrirbrigði.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.1.): 452
- Sl. sólarhring: 549
- Sl. viku: 3614
- Frá upphafi: 2428336
Annað
- Innlit í dag: 408
- Innlit sl. viku: 3252
- Gestir í dag: 391
- IP-tölur í dag: 375
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.