Enn af ofviðrametingi

Þótt veðurlag hafi lengst af verið allgott í vetur hefur líka gert nokkur illviðri sem tekið var eftir. Við skulum nú láta þau metast. Hér er aðeins litið á einn mælikvarða - meðalvindhraða á öllum sjálfvirkum veðurstöðvum landsins.

Punktur er settur á línuritið á klukkustundarfresti alla daga frá og með 1. október til og með 30. janúar.

w-blogg310113

Landsmeðalvindhraði er á lóðrétta ásnum, en tíminn á þeim lárétta. Lóðréttu strikalínurnar marka viku - auk þess eru mánaðamótin þrenn mörkuð á sama hátt. Hér telst veður því verra eftir því sem það nær hærri meðalvindhraða. Nú verður að taka fram að illviðrið undanfarna daga hefur ekki verið villuhreinsað - fáeinir vindhraðamælar gengu af vitinu og gætu hafa hækkað gildin lítillega - en það kemur í ljós síðar. 

Veðrið í byrjun nóvember er það versta á tímabilinu. Það stóð lengi. Veðrið síðustu daga nær líka hátt og stóð líka lengi. Hríðarveðrið mikla rétt fyrir áramótin skorar einnig hátt en þess gætti aðeins á hluta landsins.

Annar mælikvarði sem ritstjórinn notar gjarnan er hversu hátt hlutfall stöðva mælir meir en 17 m/s sömu klukkustundina. Línurit sem sýnir það er furðusvipað (ekki sýnt hér). Myndin að neðan ber þessa tvo mælikvarða saman.

w-blogg310113b

Hér sýnir lárétti ásinn meðalvindhraðann, en sá lóðrétti stöðvahlutfallið. Efstu punktarnir sýna tæplega 18 m/s meðalvindhraða og um 60% hlutfall. Sjá má að nánast er sama hvor metingsaðferðin er notuð - röð verstu veðra verður svipuð. Eftir því sem landsmeðalvindhraðinn vex því líklegra er það að einhvers staðar verði svo hvasst að tjón eigi sér stað.

Nú geta áhugasamir borið meðalvindhraðamyndina hér að ofan saman við ámóta mynd sem birtist í pistli á vef Veðurstofunnar í febrúar 2008  og átti við mánuðina næst þar á undan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)

Sæll. Þegar ég var ungur gerði oft stórhríð fyrir norðan og þá komust hvorki Bensi Kristjáns né Sérvólett kaupfélagsstjórans lönd né strönd. Það fannst engum tiltökumál og var ekki kallað náttúruhamfarir. Núna virðist hvergi mega snjóa án þess að uppi verði fótur og fit. Hefur veður versnað sl. sextíu ár? Hefur bílaeign landsmanna versnað sl. sextíu ár? Hefur eitthvað breyst sl. sextíu ár sem ætti að koma okkur á óvart hvað veðurfar og færð snertir?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 31.1.2013 kl. 22:31

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er nokkuð til í þesu sem Ben. Ax. segir. Og ekki bara um snjó og ófærð heldur um óveður almennt sem eru blásin upp af fjölmiðlum og búið til írafár, skólum lokað t.d. Ekki man ég eftir að skólum hafi nokkru sinni verið lokað þegar ég var í skóla. Og allir krakkar fóru labbandi hvernig sem veðrið var.

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.2.2013 kl. 00:36

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Nei, veður hefur ekkert versnað hvað þetta varðar síðustu 60 ár. Þetta er eitthvað í þjóðfélagsgerðinni og tíðarandanum - og þarmeð líka hjá manni sjálfum.

Trausti Jónsson, 1.2.2013 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg230424
 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.4.): 257
 • Sl. sólarhring: 411
 • Sl. viku: 1573
 • Frá upphafi: 2350042

Annað

 • Innlit í dag: 229
 • Innlit sl. viku: 1432
 • Gestir í dag: 226
 • IP-tölur í dag: 219

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband