27.1.2013 | 01:11
Sýndarvor í heiðhvolfinu
Hitabylgjan í heiðhvolfinu er ekki alveg búin - en þar er þó allt að róast og orðið furðu vorlegt að sjá. Fróðlegt verður að fylgjast með framhaldinu. Eftir heiðhvolfsumfjöllunina er smápistill um stöðu dagsins í lægðamálum. Kortið hér að neðan er spá bandarísku veðurstofunnar um hæð og hita í 30 hPa-fletinum og gildir kl. 12 á hádegi á sunnudag (27. janúar).
Daufar útlínur landa á norðurhveli sjást í bakgrunni, Ísland rétt neðan við miðja mynd í litlum hæðarhrygg milli tveggja lægða. Kaldast á kortinu er lítið svæði yfir Bandaríkjunum sunnanverðum þar sem frostið er um -70 stig, en hlýjast um -45 stig yfir Baffinslandi, 25 stiga munur.
Við skulum rifja upp kort sem birtist á hungurdiskum 2. janúar. Þar má sjá eitthvað sem nálgast eðlilegt ástand árstímans. Að vísu er hlýnunin byrjuð yfir Austur-Asíu þar sem hæsti hiti er um -30 stig.
Á fjólubláa svæðinu á þessu korti er frostið meira en -82 stig. Munur á hlýjasta og kaldasta stað er rúmlega 50 stig. Það sem venjulega ræður mestu um hita í heiðhvolfinu er geislunarjafnvægi. Það fer annars vegar eftir sólarhæð og (og lengd dagsins) en síðan ræður ósonmagn miklu. Það grípur geisla sólar. Sólarlaust er á norðurslóðum í skammdeginu og þá kólnar smám saman vegna varmataps út í geiminn. Svo kalt getur orðið að ósonið helst ekki við og eyðing þess verður hraðari en myndun.
Þá myndast mikill kuldapollur - sá sem við sjáum á myndinni frá 2. janúar með gríðarhvössum vindi allt umhverfis. Miðja hans er venjulega í mikilli lægð ekki fjarri norðurskauti svipað og á myndinni. Bylgjubrot í veðrahvolfinu getur borist upp í heiðhvolfið og sett þar allt úr skorðum. Þetta var að gerast í kringum áramótin. Eftir rúma viku komst á jafnvægi að nokkru eftir að lægðin mikla skiptist í tvennt. Nú eru þær lægðir að brotna niður og hæðar- og vindasvið verða flatari, jafnvel þannig að minni á ástandið sem venjulega ríkir í apríl.
Nú er spurningin hvernig fer með þetta. Er of áliðið vetrar til að hringrásin jafni sig? Eða nær hún sér upp aftur? Við gefum því auga á næstu vikum.
Lægðin mikla suður í hafi hegðaði sér að mestu eins og spáð var. Ekki er algjört samkomulag um það hversu djúp hún varð nákvæmlega - en alla vega rétt neðan við 930 hPa - kannski 926. Það tekur svæðið nokkra daga að jafna sig. Við erum réttu megin á svæðinu þannig að hér gerist trúlega ekki mikið - hægt minnkandi vindur og kólnandi veður.
En sprengilægðaflaninu er ekki alveg lokið á suðurjaðri svæðisins. Við lítum á mynd sem fengin er af vef kanadísku veðurstofunnar (Environment Canada).
Við sjáum Ísland gægjast undan textaborðanum efst á myndinni. Nýfundnaland er til vinstri. Hér tákna gulir og brúnir litir mjög köld og háreist ský. Í kringum lægðina miklu suður af landinu eru gríðarlegir skúraflókar - sennilega munu þar myndast nokkrar smálægðir.
Suður af Nýfundnalandi er ný lægð á hraðri leið til austnorðausturs í stefnu á Skotland. Örin bendir á fremur veigalítið hlýtt færiband lægðarinnar. Hausinn, skýjaskjöldurinn norður af lægðarmiðjunni er efnismeiri - en hér þrískiptur.
Klukkan 18 í dag (laugardag) var þrýstingur í lægðarmiðju talinn 994 hPa, á morgun (sunnudag) kl. 18 er honum spáð í 959 hPa. Þetta er 34 hPa dýpkun á sólarhring - að vísu mun minna en ofurlægðirnar þrjár sýndu í liðinni viku - en nær samt að kallast sprengja á ameríska vísu. Til að fá þann merkimiða þurfa lægðir að dýpka um 24 hPa á sólarhring eða meira.
En hiksti á að koma í lægðina þegar hún ekur fram á hringrás þeirrar stóru undir röngu horni. Það verður seint á sunnudagskvöldi.
Evrópureiknimiðstöðin gerir nú ráð fyrir því að búið verði að hreinsa upp hratið sunnan Íslands og vestan Bretlandseyja á fimmtudagskvöld og þá verði nýr stór kuldapollur yfir Kanada tilbúinn til Atlantshafsátaka.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 914
- Sl. sólarhring: 1116
- Sl. viku: 3304
- Frá upphafi: 2426336
Annað
- Innlit í dag: 814
- Innlit sl. viku: 2970
- Gestir í dag: 796
- IP-tölur í dag: 732
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Sæll gamli,vil bara þakka þér fixin,sem þú færir mér við minni veðurfíkn. Key Largo kv Ingvi Hrafn
Ingvi Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 27.1.2013 kl. 23:13
Gott er að fá hlýjar kveðjur, bestu þakkir Ingvi Hrafn.
Trausti Jónsson, 28.1.2013 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.