26.1.2013 | 01:40
Nærri því - en ekki alveg
Lægðin mikla suður í hafi heldur sínu rosastriki. Spár segja enn (seint á föstudagskvöldi 25. janúar) að miðjuþrýstingur hennar fari niður fyrir 930 hPa. Sjálf lægðarmiðjan kemst aldrei nærri Íslandi en kerfið hreinsar til í kringum sig og gefur kalda loftinu við Norðaustur-Grænland tækifæri til að sýna sig eftir að vinsamlegar fyrirstöðuhæðir hafa haldið því í skefjum um skeið. Við lítum á spá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir á hádegi á laugardag.
Kortið sýnir sjávarmálsþrýsting, úrkomu og loks hita í 850 hPa. Erfitt er að sjá hvort það er talan 926 eða 928 sem færð er inn við lægðarmiðjuna - en kortið batnar mjög við stækkun. Þarna er lægðin varla byrjuð að hafa bein áhrif hér á landi, hins vegar eru tveir nokkuð snarpir vindstrengir við landið.
Annar þeirra (merktur með rauðri tölu, 1) er á milli Vestfjarða og Grænlands. Hann hefur enga beina tengingu við lægðina - en þarna er suðurjaðar kalda loftsins á ferð. Þarna eru 15 til 20 m/s og jafnvel meira á stóru svæði. Vestan við Ísland er vindur mun hægari en annar vindstrengur heldur mjóslegnari (merktur sem 2) er við Suðurland. Þar fór smálægð til vesturs á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardags og olli snjókomu.
Þar fyrir sunnan er vindur aftur mun hægari þar til komið er í mikla austanátt á undan skilum lægðarinnar miklu (merkt sem 3). Þessi vindstrengur er búinn að slíta sig frá kreppuhringnum óða umhverfis lægðarmiðjuna. Það þýðir að lægðin hefur náð fullum styrk - gæti orðið eitthvað lítillega dýpri en hún fer síðan að grynnast.
Það sem gerist næst er að vindstrengur þrjú fer til norðurs í átt til landsins - við sleppum ekki alveg við lægðina. Væri kalda loftið ekki að þvælast fyrir myndi strengurinn fara norður fyrir land og afskaplega blíð austlæg átt fylgdi í kjölfarið hér um slóðir. En kalda loftið gefur sig lítið - þannig að vindstrengirnir þrír sameinast í einn breiðan (sem Ísland teygir eitthvað til).
Næsta kort gildir á hádegi á sunnudag - sólarhring síðar en kortið að ofan.
Hér hefur lægðin grynnst upp í 938 hPa. Kreppuhringurinn er enn býsna öflugur en töluvert bil er á milli hans og Íslands. Nú er spurning hvernig vindstrengurinn sem sjá má yfir Íslandi (þrýstilínurnar eru þéttar) kemur til með að leggja sig. Ekki skal um það fjallað hér.
Sömuleiðis er ekki ljóst hver hitinn verður - þykktin spáir frostleysu um mestallt land. En kalda loftið norðurundan er býsna öflugt og gæti blandast suður yfir mestallt landið í neðri lögum. Ef úrkoma er að ráði kælir hún líka niður að frostmarki. En það á auðvitað að fylgjast með spám Veðurstofunnar í þeim efnum.
Á kortinu má sjá illilega lægð austur af Nýfundnalandi. Hún verður ekki nærri því eins djúp og sú fyrri en miðar mjög ógnandi á Bretlandseyjar. Aðrar tvær eiga að fylgja á eftir síðar í vikunni.
Við lítum að lokum á 500 hPa hæðar- og þykktargreiningu reiknimiðstöðvarinnar á hádegi í dag (föstudag).
Heildregnu línurnar sýna hæð 500 hPa-flatarins en litirnir þykktina. Kortið batnar mjög við stækkun. Við höfum að undanförnu fylgst með kuldapollinum Stóra-Bola í líki mikillar fjólublárrar klessu yfir Kanada. Nú er sá litur horfinn. Kaldasta loftið hefur sturtast út yfir Atlantshaf undanfarna viku og orðið að með afbrigðum góðu fóðri fyrir þrjár hraðvaxandi ofurlægðir. Kalda loftið sem eftir er er enn að streyma til austurs og fóðrar Bretlandsógnirnar þrjár. Rauða örin bendir á riðabylgju stóru lægðarinnar í dag.
Á kortinu er hringrásarmiðja kuldapollsins komin út yfir Atlantshaf austur af Labrador. Hún mun grynnast og þokast til austurs og verndar þar með okkur fyrir árásum úr suðvestri - nýjar lægðir ganga ekki þvert í gegnum kuldapolla heldur til hliðar við þá. Bretlandsógnirnar draga ellimóðan Stóra-Bola með sér - smáspöl hver þeirra uns hann hverfur í eina bylgjuna.
Nýr kuldapollur sem líka heitir Stóri Boli er á kortinu að plaga norðurströnd Alaska og slóðir Vilhjálms Stefánssonar á Banks-eyju. Hann mun síðar breiða úr sér og taka sæti þess fyrra - þó gerir evrópureiknimiðstöðin ekki ráð fyrir því að hann verði jafnöflugur það sem séð verður (7 til 10 dagar). En við bíðum í spennu - eins og venjulega.
Takið eftir því að kuldapollurinn yfir Síberíu (Síberíu-Blesi) hefur einnig misst fjólubláa litinn að mestu. Er veturinn eitthvað að tapa sér?
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 904
- Sl. sólarhring: 1116
- Sl. viku: 3294
- Frá upphafi: 2426326
Annað
- Innlit í dag: 804
- Innlit sl. viku: 2960
- Gestir í dag: 786
- IP-tölur í dag: 723
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
... og svo þykjast veðurfræðingar vera þess umkomnir að upplýsa almenning um hvernig veðrið verður eftir tæpa öld! :)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 08:57
http://www.wetterzentrale.de/pics/Rtavn1441.html
Er eitthvað til í svona spám?
Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 18:32
Veðurfræðingar telja sig ekki geta upplýst um veður eftir tæpa öld...hvað þá ár...þetta er einhver misskilningur í Hilmari. En það er þó algengt að fólk blandi saman veðri og loftslagi - sem ekki er það sama. Reyndar er engin sem telur sig vita nákvæmlega hvernig loftslagið verður (sem Hilmar er væntanlega að vísa til) en þó eru vísbendingar um að hitastigið muni hækka verulega vegna aukina gróðurhúsaáhrifa...þó erfitt sé að segja um hver útkoman verður eftir tæpa öld.
Sveinn Atli Gunnarsson, 26.1.2013 kl. 21:52
Þorkell. Já, stundum er eitthvað til í 5 til 7 daga spám - en alls ekki alltaf. Kanadíska veðurstofan var með svipaða mynd og þú tengir á - og evrópureiknimiðstöðin er með sömu lægðina en talsvert grynnri. Í næstu spásyrpu amerísku veðurstofunna á eftir þeirri sem þú tengir á er lægðin orðin líkari lægð reiknimiðstöðvarinnar. Miðstöðin er þó enn að hringla - munar 30 til 35 hPa frá einni syrpu til annarar þannig að óvissan verður enn að teljast mjög mikil.
Trausti Jónsson, 27.1.2013 kl. 01:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.