Suðaustanáttin hvassa

Kortarýnin heldur áfram - erfið fyrir flesta. Í dag er fjallað um tvö 500 hPa hæðar- og þykktarkort af N-Atlantshafi. Það fyrra sýnir ástandið eins og evrópureiknimiðstöðin segir það verða á hádegi á fimmtudag.

w-blogg170113b

Eins og venjulega sýna heildregnu línurnar hæð 500 hPa flatarins í dekametrum (1 dam = 10 metrar). Því þéttari sem þær eru því meiri er vindurinn. Rauðu strikalínurnar sýna þykktina, líka í dekametrum. Því meiri sem hún er því hlýrra er loftið í neðri hluta veðrahvolfs. Það er 5400 metra jafnþykktarlínan sem er rétt sunnan við landið á norðurleið. Þetta eru mikil vetrarhlýindi. Iðan er sýnt í bleikgráu - en við látum hana ekki trufla okkur að sinni.

Vestast á kortinu (lengst til vinstri) er miðja kuldapollsins sem við köllum Stóra-Bola. Lægðin er býsna djúp, í miðju hennar eru aðeins 4670 metrar upp í 500 hPa flötinn. Mesti kuldinn (minnsta þykktin) er þar í grennd, um 4720 metrar. Vetrarlágmarkið gæti orðið lægra en það er þó ekki víst. 

Næsta mynd sýnir hins vegar spá um samspil hæðar- og þykktarflata 18 klukkustundum síðar, klukkan 6 á föstudegi (18. janúar).

w-blogg170113a

Illviðri má flokka eftir samspili þykktar- og hæðarflata. Þetta er gott dæmi um illviðri undir litlum þykktarbratta. Hér nær 5400 metra jafnþykktarlínan í hring - hún myndar hlýjan hól. Í hólnum er þkktin 5450 metrar þar sem mest er. Hlýir hólar eru mjög algengir - en í þeim er vindur oftast hægur. Hér fara hins vegar saman þéttar jafnhæðarlínur og flöt þykkt. Hvað táknar það?

Við sjáum það á síðasta kortinu, en það sýnir hæð 925 hPa-flatarins (hér í um 500 m hæð) auk vinds og hita í fletinum.

Nú - hér fylltist myndakrókur hungurdiska og skrifum því sjálfhætt. Fylgist með spám Veðurstofunnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tja ekki þurfti maður allavega að rýna lengi í þessi til að sjá Frón, ólíkt undanförnum kortum. ;)  Spurning annars hvort möguleiki sé að slá meðalhitamet janúar að þessu sinni (3.6°C frá ´64 sýnist mér?)

Ari (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg020125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.1.): 48
  • Sl. sólarhring: 1136
  • Sl. viku: 2719
  • Frá upphafi: 2426576

Annað

  • Innlit í dag: 46
  • Innlit sl. viku: 2423
  • Gestir í dag: 46
  • IP-tölur í dag: 46

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband