Jólakuldi?

Ţegar ţetta er skrifađ (ađ kvöldi laugardags 22. desember) er enn hlýtt á landinu, frostlaust í byggđ og hiti víđa á bilinu 5 til 8 stig um landiđ sunnanvert. En nú fer hćgt kólnandi. Ţađ verđur ţó ađ segjast ađ tölvuspár í dag eru ekki alveg jafngrimmar međ frostiđ eins og ţćr voru í gćr. Kortiđ ađ neđan sýnir hćđ 500 hPa og ţykktina eins og evrópureiknimiđstöđin segir hana verđa kl. 18 á ađfangadagskvöld.

w-blogg231212

Jafnhćđarlínur 500 hPa-flatarins eru svartar en ţykktin er sýnd međ rauđum strikalínum. Allar tölur eru dekametrar (1 dam = 10 metrar). Bláu örvarnar sýna framrás kalda loftsins. Viđ sjáum ađ fyrir vestan land (og sennilega yfir landinu líka) stefnir kuldinn til suđausturs en fyrir norđan er framrásin meira til austurs heldur en í átt til okkar.

Ţađ er 5160 metra jafnţykktarlínan sem ţverar landiđ. Spár fyrir helgi nefndu ţann möguleika ađ 4920 metra jafnţykktarlínan nćđi upp undir landsteina. Svo lítil ţykkt telst mjög óvenjuleg á landsvísu - sérstaklega ef hún nćr allt suđur í háloftaathugun á Keflavíkurflugvelli. Í hádegisspánni í dag nćr 5000 metra línan rétt ađ snerta Melrakkasléttu á annan jóladag. Í sömu spá leggur kuldakastiđ upp laupana strax ađ kvöldi sama dags um leiđ og lćgđ međ suđaustanátt er mćtt á svćđiđ.

Hvort ţessi mynd evrópureiknimiđstöđvarinnar er rétt vitum viđ ekki - en ćtli viđ göngum samt ekki út frá ţví ađ býsna kalt verđi jóladagana.

Ef trúa má bandarísku endurgreiningunni hefur ţykkt yfir Keflavíkurflugvelli ađeins fimm sinnum fariđ niđur fyrir 5000 metra í desember á síđustu 90 árum. Lćgst í kuldakastinu skammvinna og skemmtilega (?) milli jóla og nýjárs 1961, ţá fór hún niđur í 4920 metra yfir Keflavík og í sama kasti fór hún niđur í 4883 metra viđ norđausturströndina.

Eins og áđur hefur komiđ fram hér á hungurdiskum er ţetta ákveđna kuldakast ritstjóranum sérlega minnisstćtt vegna ţess ađ ţá sá hann hungurdiska í fyrsta skipti og sömuleiđis frostreyk. Jók ţađ mjög áhuga hans á veđurfrćđi. Sömuleiđis frétti hann af ţví í fyrsta sinn - og sannreyndi - ađ rosabaugur um tungl í hörđu frosti ađ vetri bođađi hláku. Spekin sú er kannski ekki gegnheil eđa fullmarktćk og aldrei er gildistími spárinnar nefndur. En fyrir tíma evrópureiknimiđstöđvarinnar varđ ađ grípa ţau spámerki sem gáfust og nýta varđ ţau til fullnustu.

Tungl er fullt um jólin og má leita rosabauga í háskýjabreiđum sem reiknimiđstöđin segir ađ fara muni hjá.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Vćntanlega er ţarna innsláttarvilla? ;  "...í sama kasti fór hún niđur í 5883 metra viđ norđausturströndina."

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.12.2012 kl. 04:39

2 Smámynd: Hrólfur Ţ Hraundal

Ţakka ţér fyrir ţetta Trausti sem og margt annađ. Vona ađ mér takist ađ hćtta ađ vinna dag einn svo mér gefist fćri til ađ velta ţessu fyrir mér í nćđi, áđur en líkur og allt ţetta stórkostlega veđur verđur búiđ.

Hrólfur Ţ Hraundal, 23.12.2012 kl. 12:16

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Bestu ţakkir Gunnar.

Trausti Jónsson, 23.12.2012 kl. 13:07

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 680
  • Sl. sólarhring: 794
  • Sl. viku: 2475
  • Frá upphafi: 2413495

Annađ

  • Innlit í dag: 636
  • Innlit sl. viku: 2236
  • Gestir í dag: 625
  • IP-tölur í dag: 609

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband