Jólakuldinn (enn ţusađ um háloftin)

Jú, jólin verđa köld, en samt sleppum viđ betur en á horfđist um tíma. Fyrir ţví eru ađ minnsta kosti tvćr ástćđur. Önnur er sú ađ spárnar virđast almennt vanmeta hlýnun heimskautalofts yfir sjó eđa gisnum hafís ađ vetrarlagi sé spáđ fimm daga eđa meir fram í tímann. Spárnar hafa ţví heldur mildast eftir ţví sem nćr hefur dregiđ jólum.

En viđ fjöllum um hina ástćđuna í pistlinum hér ađ neđan. Til skýringar fylgir kort - ekki alveg auđvelt ásýndar - og eru ţeir lesendur sem sjaldan líta inn á hungurdiskum beđnir velvirđingar. Kortiđ er úr líkani evrópureiknimiđstöđvarinnar og gildir kl. 18 á jóladag.

w-blogg241212

Hér má sjá hćđ 500 hPa-flatarins (heildregnar línur), ţykktina (rauđar strikalínur) og iđu (bleikgrá svćđi - en viđ skulum ekki gefa henni gaum ađ sinni). Auk ţess eru nokkrar örvar og tölur á kortinu - viđ skýrum ţćr hér ađ neđan. Ţykktin mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfsins, ţví meiri sem hún er - ţví hlýrra er loftiđ.

Fimmhundruđ hPa-flöturinn er um ţađ bil miđju veđrahvolfinu. Jafnhćđarlínurnar (svartar) eru dregnar á 6 dekametra bili, ţađ er 510 dam línan sem sker Norđausturland og 516 dam jafnhćđarlínan liggur rétt suđvestan viđ land. Ţykktin er einnig mćld í dekametrum, 510 dekametra línan ţverar landiđ, en 504 snertir norđanverđa Vestfirđi.

Kuldapollurinn viđ Austur-Grćnland er allsvakalegur, viđ sjáum 4860 metra jafnţykktarlínuna hringa sig utan um hann. Ekki er vitađ til ţess ađ ţykktin hafi nokkru sinni orđiđ svo lág á Íslandi.

Örvarnar sýna hvernig ţykktarlínurnar fćrast til. Ţćr bláu sýna ađstreymi af köldu lofti, en ţćr rauđu hlýtt ađstreymi. Viđ sjáum ađ kuldaađstreymiđ er meira til austurs heldur en til suđurs. Kalda ađstreymiđ er ekki sérlega mikiđ yfir Íslandi og ekki er langt í hlýtt ađstreymi yfir Grćnlandshafi.

Ţađ sem virđist ćtla ađ bjarga okkur frá beittasta kuldanum er lćgđin yfir Vestur-Grćnlandi. Hún sést ekki á kortinu sem viđ litum á í pistli gćrdagsins - enda myndast hún ekki fyrr en á jólanótt, í norđanstrengnum frá norđurpólnum. Hún kippir öflugasta strengnum til vesturs fyrir sig og byrjar ađ dćla hlýrra lofti norđur á Grćnlandshaf (rauđu örvarnar). Ţar međ stíflast kuldaađstreymiđ ađ norđan.

En kalda loftiđ fer svosem ekki neitt - ţađ fylgir lćgđinni ekki í gegnum Grćnland ţótt eitthvađ sleppi yfir. En ţađ mun smám saman hlýna, jafnvel ţar sem ţađ er. Sjálfsagt er hörkugangur í hafísmyndun á svćđinu.

En rćtist ţessi spá reiknimiđstöđvarinnar fylgir hlýja ađstreyminu háskýjabakki á Grćnlandshafi, blika eđa cirrostratus (Ci). Hann ćtti ađ vera sjáanlegur strax á jóladag og ef menn rýna í hann má sjá skýin berast til austurs í háloftavestanáttinni. Skömmu síđar eiga ađ verđa til tvćr litlar lćgđir međ allmiklum éljabökkum sem síđan bíđa ţess ađ háloftalćgđin snúi til baka eftir ađ hafa tekiđ langa lykkju til suđurs. Ferđin sú er merkt međ gráum örvum og dagsetningum. 

Hér greinir síđan á um framhaldiđ - reiknimiđstöđin er mjög krassandi - lćgđ um 950 hPa viđ Suđausturland á föstudaginn.  Bandaríska veđurstofan er ekki eins afgerandi. Lítiđ er ađ marka ţessar framtíđarspár, en ţegar gerđarlegum kuldapolli úr norđri er sleppt út yfir hlýtt Atlantshafiđ er vissara ađ hafa augu á ástandinu.  

Ég óska lesendum hungurdiska gleđilegra jóla. Pistlagerđ er óljós jóladagana.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bestu ţakkir fyrir skrifin. Gleđileg jól.

Kveđja

Gunnar Sćmundsson (IP-tala skráđ) 24.12.2012 kl. 11:39

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gleđileg jól og takk fyrir pistlana

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.12.2012 kl. 14:27

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir fróđleikinn á árinu - Gleđileg jól og vonandi munum viđ upplifa farsćlt ár međ fróđlegum skrifum hér á Hungurdiskunum.

Sveinn Atli Gunnarsson, 25.12.2012 kl. 18:42

4 Smámynd: Trausti Jónsson

Ţakka vinsamlegar kveđjur góđir félagar.

Trausti Jónsson, 26.12.2012 kl. 00:51

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Feb. 2024
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29    

Nýjustu myndir

 • w-1949-iskort
 • Slide19
 • Slide18
 • Slide17
 • Slide16

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (28.2.): 1
 • Sl. sólarhring: 87
 • Sl. viku: 1183
 • Frá upphafi: 2336692

Annađ

 • Innlit í dag: 1
 • Innlit sl. viku: 1060
 • Gestir í dag: 1
 • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband