19.12.2012 | 00:43
Hláka í nokkra daga
Fyrirsögn þessa pistils átti eiginlega að vera hlýindi í nokkra daga en ýmsum aðilum á ritstjórninni þótti það full mikið í lagt. Í dag (þriðjudag) var frost um nær allt land - en á morgun, miðvikudag er spáð góðri hláku.
Lítum á þykktarspá frá evrópureiknimiðstöðinni sem gildir kl. 18 miðvikudaginn 19. desember.
Jafnþykktarlínur eru svartar og heildregnar, en litafletirnir sýna hita í 850 hPa-fletinum en hann verður á gildistíma kortsins í um 1300 metra hæð yfir Reykjavík. Það er þess virði að líta betur á línukraðakið yfir Íslandi (í lærdómsskyni). Við skulum byrja við gulleita blettinn milli Færeyja og Íslands. Það er 5380 metra jafnþykktarlínan sem sker hann norðanverðan. Athugið að kortið skýrist mjög við stækkun.
Við höldum nú til norðvesturs. Fyrst verður fyrir lægri þykkt, hringur sem umlykur örlítið svæði þar sem hún er undir 5360 metrum. Síðan förum við fljótt inn fyrir 5380 metra aftur, sú lína hringar sig í kringum mestallt landið vestan Vatnajökuls, en þar inni í eru þrír smáir hringir sem hver um sig markar 5400 metra. Inni í hringnum vestan Langjökuls er einn enn minni, 5420 metra jafnþykktarlínan. Hún er sú hæsta yfir landinu.
Við sjáum líka að austanvert landið er undir bláum lit í 850 hPa en gulur litur hylur landið vestanvert. Allt mynstrið yfir landinu sýnir ýmist uppstreymi (lág þykkt, blár litur) eða niðurstreymi (há þykkt, gulleitur litur). Nú er það svo að líkanið bregst við eigin landslagi - en ekki því raunverulega. Við þurfum talsvert nákvæmara líkan til að nálgast lögun hins raunverulega landslags. Hin raunverulega hámarksþykkt yfir landinu á gildistíma kortsins getur því verðið önnur en þessi spá sýnir - jafnvel þótt hún yrði rétt. [Ef staglast er nógu lengi á orðinu raunverulegur fer maður að trúa að það sé raunverulegt].
En mynstur af þessu tagi er algengt yfir landinu og fer auðvitað mikið eftir vindátt hverju sinni.
Þykktin síðdegis á miðvikudag verður trúlega á bilinu 5380 til 5400 metrar. Hversu hlýtt er það? Á vetrum hefur hámarkshiti á landinu farið í 13 til 15 stig við þessi þykktargildi. Heldur er það ólíklegt að þessu sinni. Við sjáum á kortinu að hæsta talan í 850 hPa er 5 stig - yfir Norðurlandi. Til gamans skulum við því líta á mættishitaspá í 850 hPa.
Þetta dæilega rauða kort sýnir hversu hlýtt loftið í 850 hPa yrði eftir niðurstreymi að sjávarmáli (strangt tekið niður í 1000 hPa). Jafnþrýstilínur við sjávarmál eru svartar og heildregnar. Sé kortið stækkað og rýnt í það má sjá töluna 17,9 við Siglufjörð.
Hver skyldi svo hámarkshiti miðvikudagsins verða? Ætli hann nái 8 stigum, 10, 12 eða meiru?
En við vitum alla vega að þegar vind lægir aftur og það léttir til er búið með öll hlýindi - jafnvel þótt þau séu rétt fyrir ofan. Í desember þarf alltaf vindkrækjur upp í hlýindin og teppi gegn útgeislun. Sólin hjálpar nákvæmlega ekkert til.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 6
- Sl. sólarhring: 912
- Sl. viku: 2328
- Frá upphafi: 2413762
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 2147
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Hvenær fer sólin að skipta nokkru máli hér hvað varðar bráðnun? Segjum við ca. frostmark 0-1°C í logni og léttskýjuðu? Mars? 20° á lofti í hádegisstöðu?
Ari (IP-tala skráð) 20.12.2012 kl. 14:56
Á láréttum fleti eins og t.d. vegi eða bílastæði fer sólskin að skipta máli um það leyti sem sólarhæð á hádegi nær 15 gráðum. Það gerist að mig minnir undir lok febrúar og fer þá að sjást greinilegur munur.
Trausti Jónsson, 21.12.2012 kl. 01:58
Takk f. svarið. Já einmitt það passar, kringum 20 febrúar sé ég hér http://www.timeanddate.com/worldclock/astronomy.html?n=211&month=2&year=2013&obj=sun&afl=-11&day=1
Svo fann ég með gúggli þessa ágætu grein http://www.visir.is/daginn-lengt-um-eina-og-halfa-klukkustund/article/2012120129488
Ari (IP-tala skráð) 21.12.2012 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.