Þrýstivik frá 1. apríl til 14. desember í ár

Mikil umskipti urðu í veðurlagi um mánaðamótin mars-apríl á þessu ári. Gengu þá stórgerðir umhleypingar niður og við tóku norðlægar og austlægar áttir sem ríkt hafa síðan. Að vísu hefur ríki þeirra ekki verið alveg friðsamt allan þennan tíma - en vestanáttardagar hafa verið harla fáir og máttlitlir.

Við skulum nú líta á loftþrýstivik þessa tímabils eins og það kemur fram í reikningum bandarísku veðurstofunnar.

w-blogg171212

Myndin sýnir hluta norðurhvels, frá 30 gráðum til 85 gráða norðurbreiddar og frá 70 gráðum vestur austur á 30 gráður austurlengdar. Hér eru vik í metrum - sýna hversu mikið 1000 hPa-flöturinn hefur vikið frá meðaltalinu 1981 til 2010.

Þrýstingur hefur verið hærri en að meðaltali vestan við landið - en neðan við það fyrir suðaustan land. Þarna er fullt af jafnþykktarlínum en kortið er sjálfkvarðað sem heitir og gerir kvörðunin vikin eins áberandi og hægt er. Línurnar eru dregnar á 5 metra bili, hæsta jafnvikalínan er 30 metrar - en sú lægsta -30. Hér munar 60 metrum í umframbratta 1000 hPa-flatarins. Nú eru 8 metrar í einu hPa og því er talan 60 jafngild um það bil 8 hPa.

Við skulum þó ekki smjatta mikið á þessum tölum - en lítum betur á þær þegar árinu er lokið og berum þá saman við meðaltöl. Mest spennandi verður að sjá hvort 2012 nái því að verða norðanáttarár í háloftunum eins og árið 2010 - en það er eina norðanáttarárið frá því að háloftaathuganir hófust. Norðanátt var að meðaltali í öllum mánuðum frá apríl til nóvember sem er einstaklega þrálátt. Um desember vitum við ekki enn - en fyrri hluti mánaðarins er nokkuð efnilegur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Slide16
  • Slide15
  • Slide14
  • Slide13
  • Slide12

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.3.): 46
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 1727
  • Frá upphafi: 2452604

Annað

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 1595
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband