Mikill munur á hćsta hámarki og lćgsta lágmarki dagsins (28. nóvember)

Á vef Veđurstofunnar má á hverjum degi sjá yfirlit yfir hćsta hámarkshita og lćgsta lágmarkshita sem mćlst hefur á sjálfvirkum stöđvum á landinu ţann dag. Sömuleiđis síđasta klukkutímann.

Skipt er um sólarhringa eftir athugun kl. 24 og byrjađ ađ telja upp á nýtt. Athugunin kl. 24 er talin sú síđasta á sólarhringnum en ekki merkt kl. 00 ţann nćsta. Ástćđur eru tvćr - önnur er sú ađ athugunin kl. 24 nćr strangt tekiđ yfir tímann 23:50 til 24:00 - en hin er sögulegs eđlis. Mikiđ er ţrýst á ađ ţessu verđi breytt, 24 í dag verđi kl. 00 á morgun - alţjóđavćđingin í öllu sínu veldi - sókn í átt til framtíđar (1 sekúnda). Sjálfsagt verđum viđ einn daginn búin ađ samţykkja ţessa breytingu án ţess ađ vita af ţví. Er ţađ í stíl viđ reglugerđahríđina sem stöđugt stendur ađ utan og virđist lítiđ viđ ađ gera. Tugabrotakomman mun fljótlega fara sömu leiđ og hinn alţjóđlegi (les: ameríski) punktur taka viđ - okkur er sagt ađ skiptin séu skynsamleg - svo hlýtur ţví ađ vera. En hćttum ţessu fjasi og lítum á tölur.

Í dag (28. nóvember) mćldist hćsti hámarkshiti dagsins viđ Blikdalsá (eđa Blikadalsá), 10,5 stig, en lćgsta lágmarkiđ í Möđrudal -15,7 stiga frost. Munurinn er 26,2 stig. Hćsti hiti á almennri sjálfvirkri stöđ mćldist 9,0 stig á Lambavatni á Rauđasandi og í Hvammi undir Eyjafjöllum, 24,7 stigum ofan viđ lágmarkshitann í Möđrudal.

Einhvern veginn er tilfinningin sú ađ ţetta sé óvenju mikiđ. En er ţađ svo? Talning var gerđ á tilvikum sem ţessum síđustu 12 árin og í ljós kom ađ munur á lćgsta lágmarki og hćsta hámarki hefur 506 sinnum mćlst meiri en 24 stig, rúmlega 40 sinnum á ári ađ međaltali, tíunda hvern dag (gróflega).

Algengast er ţetta ađ vetrinum og fram eftir vori. Ţađ er apríl sem á flest tilvikin síđustu 12 árin, 76 talsins (rúmlega 8 sinnum á ári ađ jafnađi). Ţađ hefur hins vegar ađeins einu sinni gerst í ágúst á ţessu tímabili ađ munađ hafi meira en 24 stigum á hćsta hámarki og lćgsta lágmarki dagsins.

Ef til vill gefst tćkifćri til ţess síđar ađ gera betri grein fyrir árstíđasveiflu og fleiru varđandi mun á hćsta hámarki og lćgsta lágmarki. Hér skal ţó upplýst ađ munurinn var ađeins 6 sinnum minni en 12 stig og aldrei minni en 10 á tímabilinu 2001 til 2012 og 23 sinnum meiri en 32 stig. Taka skal fram ađ ţessar tölur eru allar án heilbrigđisvottorđs. Ţađ hefur frést frá nágrannalöndum ađ nú taki meiri tíma ađ gefa út heilbrigđisvottorđ veđurathugana heldur en ađ vinna úr ţeim ađ öđru leyti. - Jćja - ţetta eru e.t.v. dálitlar ýkjur en samt var forstjóri norsku veđurstofunnar ađ kvarta í opnu bréfi á vef hennar fyrir um ţađ bil viku eđa svo. Taldi hann vottunarćđi vera fariđ ađ koma niđur á gćđum veđurspáa ţar í landi. Excelbólgan (excelitis) lćtur ekki ađ sér hćđa en hún er hćgfara, ćvirkur, framsćkinn sjúkdómur og virđist engin lćkning vera til - ţví miđur.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hárrétt niđurstađa Trausti: "Excelbólgan (excelitis) lćtur ekki ađ sér hćđa en hún er hćgfara, ćvirkur, framsćkinn sjúkdómur og virđist engin lćkning vera til - ţví miđur." Helstu Excelveđurfarssnillingarnir virđast eiga auđvelt međ ađ reikna sig niđur á hnatthlýnun á tímum 16 ára stöđnunar.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráđ) 29.11.2012 kl. 13:10

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2020
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p
 • ar_1870t
 • w-blogg010820a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (7.8.): 83
 • Sl. sólarhring: 119
 • Sl. viku: 1341
 • Frá upphafi: 1951026

Annađ

 • Innlit í dag: 74
 • Innlit sl. viku: 1133
 • Gestir í dag: 63
 • IP-tölur í dag: 63

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband