Enn ein gerð árstíðasveiflu

Árstíðasveifla hita á sér margar hliðar. Á hungurdiskum hefur áður verið fjallað um árstíðabundinn mun á hita í einstökum landshlutum. Hér er sjálfstætt framhald á þeirri umfjöllun.

Fyrsta myndin sýnir mismun mánaðarmeðalhita í Reykjavík og í Bolungarvík. Einföld mynd, það er að meðaltali ívið hlýrra í Reykjavík en vestra.

w-blogg211112

Munurinn er áberandi minnstur í nóvember en mestur í maí þegar munar meir en tveimur stigum á meðalhita staðanna. Það vorar seinna fyrir vestan heldur en í Reykjavík - en haustið kemur á svipuðum tíma. Kannski er þetta vegna þess að mikil orka fer í að bræða ís fyrir norðan sem er hins vegar notuð beint í að hækka sjávarhita syðra.

Nóvember er sem sagt hlýjasti mánuður vestur á Fjörðum miðað við Reykjavík - en hvar stendur Bolungarvík miðað við landið allt? Kortið hér að neðan leitast við að svara þessu. Þórður Arason bjó til grunn kortsins.

w-blogg211112b

Við sjáum að talan 11 stendur við Bolungarvík - það táknar að þar sé nóvember hlýjasti mánuður ársins miðað við landsmeðalhita. Nóvembersvæðið nær reyndar suður á Snæfellsnes um Strandir og austur á Skaga - með þeirri undantekningu að í Kvígindisdal og á Keflavíkurflugvelli tekur desember sætið. Í útsveitum austar á Norðurlandi suður með Austfjörðum er það janúar sem er tiltölulega hlýjastur. Febrúar í Mýrdal, Vestmannaeyjum og á Reykjanesvita. Mars í Austur-Skaftafellssýslu. Á þessum stöðum er veturinn tiltölulega mildastur - úthafsloftslag í essinu sínu.

Síðan kemur vorið og færist inn á land. Í Vestur-Skaftafellssýslu er það apríl sem er hlýjastur, sömuleiðis Reykjavík og Sámsstaðir - maí er á svipuðum slóðum (enginn snjór að bræða). Júní er tiltölulega hlýjastur inn til landsins á Vestur- og Norðurlandi en júlí inni í landi - júlí frekar en júní vegna þess að snjóbræðsla seinkar vorinu. Ágúst, september og október eiga ekki fulltrúa á kortinu.

Ámóta kort er til fyrir kuldann - en við látum það bíða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér finnst sérlega gaman að aka "suðurleiðina" seinni hluta apríl og í byrjun maí, frá Reyðarfirði til Reykjavíkur. Það er eins og maður ferðist milli árstíða í einni svipan. Þegar ég kemur úr gulri sinunni, ef hún sést þá á annað borð fyrir gömlum snjósköflum vetrarins (stundum nýjum), í fagurgrænan nýgræðingin undir Eyjafjöllum, þá finnst mér ég skilja beljurnar svo vel þegar þær stökkva með rassaköstum út eftir vetrardvöl í fjósinu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.11.2012 kl. 01:27

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hvaða tölur eru þetta þá við Blönduós og í Hrútafirði ef ág. og sept. eiga ekki fulltrúa á kortinu?

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.11.2012 kl. 14:27

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Sjónin hjá ritstjóranum er eitthvað farin að gefa sig Sigurður - tafla sem kortið er byggt á er eins og þú segir - Hlaðhamar og Blönduós grípa september og ágúst.

Trausti Jónsson, 22.11.2012 kl. 18:50

4 Smámynd: Trausti Jónsson

Gunnar: Þetta gerist líka á norðurleiðinni frá Reyðarfirði - nema hvað aðeins síðar á vorin. Þar munar oft miklu við Holtavörðuheiði og svo aftur við Hafnarfjall og að lokum á Kjalarnesi.

Trausti Jónsson, 22.11.2012 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband