15.11.2012 | 00:05
Hlýindakeiðin tvö - skrap
Hungurdiskar hafa að undanförnu fjallað um mismun veðurs áratuganna hlýju, 1931 til 1940 og 2001 til 2010. Fyrst var gerður samanburður á meðalhita á Íslandi á skeiðunum tveimur, annar pistillinn fjallaði aðallega um hitafar á Íslandi borið saman við nágrannalönd og heiminn allan, sá þriðji um snjólag og úrkomu og fjórði um vindáttatíðni og þrýstibratta. Líklegt er að þetta verði síðasti pistillinn í samanburðarsyrpunni - þótt enn fleira mætti tína til.
Munur á ársmeðalloftþrýstingi tímabilanna tveggja er sáralítill. Sama má segja um breytileika hans - munur tímabilanna er enginn. Þrýstingur á sumrin er örlitið hærri á síðara tímabilinu en því fyrra - en ívið lægri á vetrum - varla þó marktækt.
Í ritgerðum um hitabylgjur og kuldaköst (fáanlegar á vef Veðurstofunnar) eru skilgreindar hitabylgju- og kuldakastavísitölur - ekki einhlítar. Þar geta þeir fróðleiksþyrstustu sótt skilgreiningarnar. Munur er á vísitölum tímabilanna - sjá töfluna að neðan.
stiki | m6190 | m0110 | m3140 | mism-hlýskeiða |
kuldakastavísitala | 287,2 | 211,1 | 170,4 | 40,7 |
hitabylgjuvísitala | 65,1 | 104,2 | 122,4 | -18,2 |
Tímabilið 1961 til 1990 er sett inn til samanburðar - flestir vita að það var talsvert kaldara heldur en hlýindaskeiðin. Því hærri sem kuldakastavísitalan er því fleiri eru kuldaköstin. Meðalvísitala áranna 1961 til 1990 er mun hærri heldur en gerðist í hlýindunum - og árin 2001 til 2010 eru hærri heldur en 1931 til 1940. Hitabylgjuvístala áranna 1961 til 1990 er miklu lægri heldur en vísitölur hlýskeiðanna. Gamli tíminn hefur vinninginn yfir þeim nýja - hitabylgjur virðast hafa verið fleiri þá heldur en núna eftir aldamótin. Auðvitað getur verið að þetta sé bara suð í stöðvakerfinu - en þetta eru tölurnar hráar á borðinu.
Síðan koma sólskinsstundirnar í Reykjavík og á Akureyri:
stiki | m6190 | m0110 | m3140 | mism-hlýskeiða |
Sólskinsstundafjöldi - Reykjavík | 1268,5 | 1454,0 | 1265,1 | 188,9 |
Sólskinsstundafjöldi - Akureyri | 1045,0 | 1038,0 | 989,5 | 48,5 |
Sólskinsstundirnar eru miklu fleiri í Reykjavík á tímabilinu 2001 til 2010 heldur en 1931 til 1940 - munar nærri heilum venjulegum sumarmánuði. Sólskinsstundir á fyrra hlýindaskeiðinu eru þar nákvæmlega jafnmargar og á kalda skeiðinu 1961 til 1990. Á Akureyri er tímabilið 1931 til 1940 líka sólskinsrýrara heldur en 2001 til 2010 - sem er þar jafngilt meðaltali áranna 1961 til 1990.
Að lokum er það hafísinn. Hér er notuð vísitala ritstjóra hungurdiska sem hefur þann kost umfram aðrar ísvísitölur að hún nær allt fram á síðustu ár - en hefur marga ónefnda ókosti.
stiki | m6190 | m0110 | m3140 | mism-hlýskeiða |
ísvísitala (mánuðir á ári) | 2,7 | 0,9 | 1,4 | -0,5 |
Hér er mikill munur á 1961 til 1990 annars vegar og hlýskeiðunum hins vegar. Munurinn á hlýskeiðunum tveimur (hálfur mánuður) er trúlega marktækur. Síðasti áratugur hefur verið einn sá íslausasti sem um getur. Reyndar var áratugurinn 1951 til 1960 enn ísrýrari, með meðalvísitöluna 0,4 mánuði. - En það er önnur saga.
Hitabylgjur og hlýir dagar (ritgerð 2003)
Kuldaköst og kaldir dagar (ritgerð 2003)
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 261
- Sl. sólarhring: 325
- Sl. viku: 1949
- Frá upphafi: 2457780
Annað
- Innlit í dag: 246
- Innlit sl. viku: 1765
- Gestir í dag: 232
- IP-tölur í dag: 232
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Sæll Trausti.
Ég þykist vita að þú þekkir til þessarar vefsíðu, Not a Lot of People Know That, enda hefur höfundurinn Paul Homewood oft vitnað til þín. Undanfarið ár eða svo hefur Ísland oft komið við sögu hjá honum, og þá oftast hlýskeiðin tvö sem þú ert að fjalla um. Ég reyndi að skrapa saman krækjum á þessi skrif og vona að þær virki.
Nýjustu skrifin eru efst og þau elstu neðst.
GISS Double Up On Reykjavik Temperatures
GHCN Temperature Adjustments In Iceland–A Closer Look At Stykkisholmur–Part II
LIA In Iceland Coldest Period For 8000 Years
GHCN Temperature Adjustments In Iceland–A Closer Look At Stykkisholmur–Part I
GHCN’s Arctic Adjustments
GISS Adjustments In Iceland
GHCN Adjustments In Iceland
Who Needs Thermometers When You Have Algorithms?
Reykjavik Temperature Adjustments
Reykjavik Temperature Adjustments
GHCN Temperature Adjustments Affect 40% Of The Arctic
Why Do GHCN Adjust Temperatures?
Iceland Adjustments Spread To Norway And Russia
Iceland Temperature Adjustments–GHCN Still Have Not Started Investigating
GHCN Adjustments In Iceland–Still No Explanation From NOAA
Iceland’s “Sea Ice Years” Disappear In GHCN Adjustments
Iceland Met Office Temperatures for Reykjavik
How GISS Has Totally Corrupted Reykjavik’s Temperatures
GISS Make The Past Colder In Reykjavik
OAA Don’t Believe The Iceland Met Office
The Icelandic Saga Continues
Hansen Warming Things Up In Reykjavik
GISS Making Up Fictitious Temperatures In Iceland
Með góðri kveðju,
Ágúst H Bjarnason, 15.11.2012 kl. 07:34
Sæll Trausti,
Ég vona að þú fyrirgefir mér en hvað þýðir orðið hungurdiskar?
kær kveðja,
Ólafur
Ólafur Gylfason (IP-tala skráð) 15.11.2012 kl. 14:21
Þakka þér fyrir Ágúst. Ég hef verið í póstsamskiptum við Paul og sent honum gögn sem hann hefur að eitthvað notað. Ég hef verið að segja honum að ég hafi ekkert sérstakar áhyggjur af endurskoðunardútli þeirra umsjónarmanna GHCN hitasafnsins. Þeir eru að fara yfir hitaraðirnar með einhverjum „nýjum“ hugbúnaði sem trúir ekki á mikinn breytileika í rúmi. Flestir sem vinna við samræmingu mæliraða lenda út í feni á einhverju stigi - þar á meðal ég.
Ólafur. Hungurdiskar er annað nafn yfir íslummur. Lummuís er ákveðið stig hafísmyndunar. Jón Eyþórsson veðurfræðingur tók þetta orð traustataki þegar hann vantaði orð í myndartexta í bók eftir Nansen sem hann þýddi. Það kemur fyrir í kvæði Matthíasar Jochumssonar Hafísinn - en Matthías hefur ekki endilega haft þessa ákveðnu tegund hafíss í huga. Orðið hentar vel í nafn á bloggi vegna þess hversu sjaldséð það er - og er þar að auki ekki með neinum broddstöfum. Auðvelt er því að finna það með leitarvélum án þess að fá yfir sig skriðu óskyldra hluta. En hungurdiskapistlarnir eru orðnir það margir að sennilega er rétt að fara að huga að nýju nafni.
Trausti Jónsson, 16.11.2012 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.