Snjókomudagafjöldi - í 165 ár (eđa ţar um bil)

Viđ lítum nú til gamans á árlegan fjölda snjókomudaga í Stykkishólmi frá upphafi athugana ţar haustiđ 1845. Hugsanlegt er ađ snjókomudagur hafi ekki veriđ skilgreindur á nákvćmlega sama hátt allt tímabiliđ. Ţó er ljóst ađ engin krafa hefur veriđ gerđ um ađ snjóinn festi til ađ dagur komist á blađ sem snjókomudagur. Sömuleiđis getur veriđ talsverđur munur á snjókomudagafjölda eftir ţví hversu vel athugunarmađurinn fylgist međ veđri sólarhringsins. Auđvelt er t.d. ađ missa af lítilsháttar snjókomu ađ nóttu. Snjókomudagafjöldarađir (já) frá einni veđurstöđ verđa ţví ađ teljast heldur óáreiđanlegar.

Röđin frá Stykkishólmi og sýnd er á myndinni hér ađ neđan er ţess vegna ekki sérlega áreiđanleg - en sýnir samt í heild eindregna drćtti sem gćtu vel veriđ réttir.

w-blogg141112

Lóđrétti ásinn sýnir fjölda snjókomudaga á ári hverju en sá lárétti árin frá 1846 til 2011 (áriđ í ár er ekki búiđ). Hlýindaskeiđiđ svonefnda um og fyrir miđja 20. öld sker sig úr hvađ fátćkt snjókomudaga varđar. Mikil og skyndileg aukning varđ hins vegar um 1980 og á mörkunum ađ ástandiđ hafi „jafnađ sig“ síđan. Fyrstu 25 ár línuritsins skera sig einnig úr - en ţá í miklum fjölda snjókomudaga. Hámarksáriđ er 1854 - á síđari tímum er 1983 međ flesta snjókomudagana í Stykkishólmi. Áriđ 1941 var bćđi hlýtt og ţurrt - snjókomudagarnir voru ţá sérlega fáir. Einnig voru mjög fáir snjókomudagar áriđ 1960.

Viđ skulum vara okkur á ţví ađ draga miklar ályktanir af línuritinu varđandi langtímabreytingar á veđurfari. Stöđin er hér einmana og athugunarmenn fjölmargir á tímabilinu. En myndin er skemmtileg engu ađ síđur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţakkir fyrir samantektina Trausti. Bendi í ţessu sambandi á frétt í mbl. frá 8. nóv. sl.:

"Októbermánuđur telst fremur hagstćđur og hćgviđrasamur. Lítill snjór var á láglendi. Hiti var nćrri međalagi um landiđ vestanvert, en annars lítillega undir ţví, mest rúmt eitt stig á Austurlandi.

Ţetta kemur fram í yfirliti frá Veđurstofunni um veđur í október. Í heild var međalhiti mánađarins í međallagi, rétt undir ţví ţó um landiđ norđaustan- og austanvert. Međalhiti í Reykjavík var 4,4 stig og er ţađ í međallagi áranna 1961 til 1990. Á Akureyri var međalhitinn 2,0 stig og er ţađ 0,9 stigum undir međallagi. Á Egilsstöđum var hiti 1,2 stigum undir međallagi og 0,3 á Hveravöllum."

Er ekki örugglega ađ kólna á Íslandi Trausti?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráđ) 14.11.2012 kl. 17:32

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Hilmar farđu nú ađ hćtta ţessu, ef ţú vilt vera umrćđuhćfur ţá ţarftu ađ ţekkja muninn á veđri og loftslagi.

Höskuldur Búi Jónsson, 14.11.2012 kl. 23:12

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Til allrar hamingju sveiflast pendúllinn ennţá. En nú stefnir ţó í 17. hlýja áriđ í röđ hér á landi. - En spilliár mun koma fyrr eđa síđar hvađ sem almennri hlýnum líđur - sé enn eitthvađ vit í veđurfarinu. Viđ bíđum spennt eftir ţví.

Trausti Jónsson, 15.11.2012 kl. 00:14

4 identicon

Flokkast eđlileg kuldaskeiđ undir "spilliár" í handbókum heimsendaspámanna Trausti minn? Hvađ kalliđ ţiđ ţá ísaldirnar?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráđ) 15.11.2012 kl. 14:24

5 Smámynd: Trausti Jónsson

Hilmar. Spilliár hefur ekkert međ hita eđa kulda ađ gera - forskeytiđ spilli- táknar hér ađ einhverri óslitinni röđ sé spillt. Hlýtt ár sem kemur ofan í röđ mikilla og langvinnra kulda vćri líka spilliár. Ţegar knattspyrnufélag hefur unniđ 12 leiki í röđ bíđa menn spenntir eftir spillileiknum - og verđa ţví spenntari eftir ţví sem röđin lengist - verđur met slegiđ?

Trausti Jónsson, 16.11.2012 kl. 00:32

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 50
  • Sl. sólarhring: 102
  • Sl. viku: 1541
  • Frá upphafi: 2348786

Annađ

  • Innlit í dag: 46
  • Innlit sl. viku: 1344
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 42

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband