9.11.2012 | 00:13
Litið inn á efri hæðina (ekki þó risið)
Hungurdiskar hafa endrum og sinnum sýnt kort af ástandinu í heiðhvolfinu - ofan á veðrahvolfinu - veðrahvörfin eru þar á milli. Þrýstingur fellur með hæð - gróflega helmingast hann á hverjum 5 km upp á við. Kortið að neðan sýnir hæð og hita í 30 hPa-fletinum - í um 23 km hæð. Þrýstingur er aðeins 3 prósent af þrýstingi við yfirborð - en þó fjórum sinnum meiri heldur en er á yfirborði plánetunnar Mars.
Uppi í þessari hæð verður mjög merkilegur viðsnúningur á vindum haust og vor. Að sumarlagi blása austlægir vindar í kringum hæð sem situr í námunda við norðurskautið. Hún var sýnd á mynd sem birtist í pistli 16. júní í sumar og óhætt er að rifja upp. Þegar líður á sumarið minnkar hæðin og hverfur oftast alveg í september. Þá fer lægð að myndast, væg í fyrstu en færist síðan mjög í aukana og er orðin mjög gerðarleg þegar komið er fram í byrjun nóvember (sjá kortið að neðan).
Á kortinu er norðurskautið ekki fjarri miðju myndar, Ísland er ekki langt þar fyrir neðan inni í græna svæðinu. Litirnir sýna hita, bláir litir byrja við -70 stiga frost, sjá má hitatölur á stangli - þær sjást miklu betur sé kortið smellistækkað (tvisvar). Jafnhæðarlínur 30 hPa-flatarins eru svartar. Því þéttari sem þær eru því meiri er vindurinn.
Sem stendur sýnir innsta línan í kringum lægðina 2250 dekametra (= 22500 metra = 22,5 km). Línurnar eru dregnar með 10 dam bili. Orðalagið sem stendur má taka alveg bókstaflega því lægðin dýpkar svo ört þessa dagana að nýr hringur með 10 dam lægra gildi birtist nú á um það bil 2 daga fresti.
Það sem fyrst og fremst veldur því að lægðin myndast á haustin er kólnun lofthjúpsins neðar. Eftir því sem kuldinn vex minnkar fyrirferð loftsins og styttra og styttra verður upp í 30 hPa. Loftið í þessari hæð kólnar einnig en einkum þó þannig að flatarmál innan -70 stiga jafnhitalínunnar stækkar. Kortið er úr bandaríska gfs-líkaninu sem spáir því að eftir um það bil viku fari frostið í fletinum í -80 stig þar sem lægst verður. Þá byrjar glitskýjatíminn.
Yfir Asíu er mikill sveigur með hlýrra lofti - minnst er frostið á myndinni -47 stig. Ástæða hitamunarins er einkum sú að heimskautavindröstin togar loft niður norðan við skotvinda rastarinnar. Í niðurstreyminu hlýnar loftið. Röstin er mun eindregnari yfir Austur-Asíu og Kyrrahafi heldur en yfir Atlantshafi. Yfir háveturinn eru háreistar bylgjur í vestanvindabeltinu sjaldgæfari eystra heldur en hér. Það mun vera afstaða meginlanda, hafa og fjallgarða sem mestu ræður um þetta fyrirkomulag.
Þrjár meginvindrastir koma við sögu á norðurhveli að vetrarlagi. Mestu máli fyrir okkur skiptir heimskautaröstin (polar jet stream) sem hefur mestan styrk við veðrahvörfin - hér í um 7 til 10 km hæð að vetrarlagi. Hún skýtur kryppum sínum stundum norður fyrir Ísland - en er þó oftar sunnan við land yfir háveturinn. Önnur röst kemur ekki við sögu hér á landi, við köllum hana hvarfbaugsröst (sub-tropical jet stream) hún er öflugust rastanna og bylgjast yfir hlýtempraða beltinu, oftast mun hærra en heimskautaröstin. Á vetrum stelur hún heimskautaröstinni yfir Austur-Asíu og í sameiningu sjá rastirnar um niðurdráttinn í heiðhvolfinu sem við sjáum sem hlýja sveiginn á kortinu og minnst var á að ofan.
Sá möguleiki er hugsanlegur að meiri samvinna geti verið á milli rastanna tveggja á Atlantshafi rétt eins og nú er við Austur-Asíu. Slíkt ástand gæti t.d. hafa ríkt á ísöld - með þeim afleiðingum að engar hlýjar bylgjur að sunnan hafi komist norður til okkar á vetrum - nærri því aldrei. Þetta hefði m.a. í för með sér að vestanvindabeltið á Atlantshafi færðist lítillega sunnar en nú er. Þá myndi skerpast á Golfstraumnum en hann jafnframt hliðrast til suðurs. Skerping á straumnum gæti líka raskað varmaflutningi hans og árstíðasveifla breyst.
Þriðja höfuðröst norðurhvels er kennd við skammdegið - skammdegisnæturröstin (polar night jet). Hún nær sér á strik sem mikil vestanátt í 25 til 30 km hæð í nóvember til desember og er þá tiltölulega stöðug - en tekur stundum þátt í furðulegum sveiflum sem verða á vindum og hita í heiðhvolfinu þegar kemur fram í febrúar (við bíðum þess tíma).
Allar þessar rastir - ásamt staðvindum og vestanvindabeltinu við jörð - auk hafstrauma taka þátt í jafnvægisdansi sem virðist vera furðustöðugur - en er jafnframt þannig að hugsanlegt er að tiltölulega litlar breytingar á dansinum geti komið fram í miklum kúnstum í veðurfari. Það er ein af mörgum gildum ástæðum þess að menn hafa áhyggjur af hnattrænni hlýnun af völdum aukinna gróðurhúsaáhrifa.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 122
- Sl. sólarhring: 223
- Sl. viku: 1654
- Frá upphafi: 2457209
Annað
- Innlit í dag: 101
- Innlit sl. viku: 1505
- Gestir í dag: 93
- IP-tölur í dag: 91
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Þakkir einu sinni sem oftar fyrir fróðleg skrif Trausti. "Það er ein af mörgum gildum ástæðum þess að menn hafa áhyggjur af hnattrænni hlýnun af völdum aukinna gróðurhúsaáhrifa" ritar þú. Má skilja þessi orð þín sem svo að þú sért í hópi þeirra sem "hafa áhyggjur af hnattrænni hlýnun af völdum aukinna gróðurhúsaáhrifa" og ef svo er hvaða samhengi telur þú þig sjá á milli "aukinna gróðurhúsaáhrifa" og "hnattrænnar hlýnunar"?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 9.11.2012 kl. 01:49
Þakka áhugann Hilmar. Áhyggjur mínar eða áhyggjuleysi eru ekki til umræðu því hungurdiskar eru ekki pólítískt blogg. Hér eru engar tillögur um mótvægisaðgerðir gegn loftslagsbreytinum né mat á þörf eða þarfleysi slíkra aðgerða. Skrifi ég einhvern tíma um slíkt verður það ekki á þessum vettvangi. Það hefur hlýnað á jörðinni (alla vega á norðurhveli) síðustu 100 til 150 árin - á því blasir ein eindöld skýring við - breyting á efnasamsetningu andrúmsloftsins og þar með geislunarbúskap þess. Svo vill til að skýringin er þar að auki studd með góðum eðlisfræðilegum rökum. Ég hlýt að samþykkja þessa skýringu svo lengi sem önnur einfaldari kemur ekki til sögunnar. Epli fellur til jarðar - líklega er þyngdaraflið að verki - það er samt ekki alveg víst er það?
Trausti Jónsson, 10.11.2012 kl. 01:46
Þakka gott svar Trausti. Svo vill reyndar til að eðlisfræðingar deila um hversu góð eðlisfræðilegu rökin (aukin gróðurhúsaáhrif) eru í reynd. Mér virðast "loftslagsvísindamenn" hafa gengið heldur frjálslega í smiðju vísindalegrar hugarleikfimi eðlisfræðinga til að "sanna" hið ósannanlega - í þágu peninga og pólitíkur. Hvernig rímar það annars við eplið þitt að meint hnatthlýnun virðist hafa stöðvast fyrir 16 árum ef aukið CO2 í andrúmslofti af mannavöldum (sem reyndar telur tæpt 1% af heildarmagni CO2) er sagt fara stigvaxandi?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 10.11.2012 kl. 02:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.