Þrálát háloftanorðanátt

Ritstjóri hungurdiska fylgist reglulega með ástandinu í háloftunum í nágrenni landsins, m.a. reiknar hann mánaðarlega út meðalvigurvindáttir í 500 hPa-fletinum. Þeir reikningar sýna að vigurvindurinn hefur nú verið úr norðri sjö mánuði samfellt. Norðanáttin var að vísu slöpp í september - en samt þess megin garðs. Öruggar heimildir ná um það bil 60 ár aftur í tímann og ekki er að sjá að kerfisbundin villa sé í vindáttum í reikningum sem ná nokkra áratugi til viðbótar aftur í tímann. Reiknað hefur verið alveg aftur til 1871 - og engin sjö mánaða samfelld norðanáttartímabil birtast.

Þetta er sérlega skemmtilegt (frá nördasjónarhóli) fyrir það að þetta norðanáttartímabil fylgir beint í kjölfarið á óvenju öflugri sunnanátt mestallt árið 2011 og fyrstu þrjá mánuði ársins í ár. Árið 2010 var hins vegar einnig norðanáttarár - nánast einstakt fram að þeim tíma. Óhætt er því að segja að við höfum hrokkið öfganna á milli á síðustu þremur árum. Mikið los hefur verið á hefðbundnu bylgjumynstri háloftanna á okkar slóðum - og er það hluti af óvenjulegu veðurlagi víða um lönd á sama tíma. Ekkert er vitað um ástæður þessa ástands. Því hefur þó verið haldið fram að takturinn í árstíðaskiptum á norðurhveli hafi ruglast í Norður-Íshafi austanverðu og þaðan berist nú önnur taktboð en venjulega á haustin. Sem kunnugt er hefur ís þar verið miklu minni á síðustu árum heldur en áður hefur þekkst. Uppástungan er góðra gjalda verð - en óvarlegt er að halda því fram að nú fari einfaldlega nýir tímar í hönd. Slíku hefur verið haldið fram svo oft áður.  

Það hlýtur að vekja sérstaka athygli veðurnörda á Íslandi að þrátt fyrir alla þessa norðanátt hefur lengst af alls ekki verið kalt. En veðrið kemur sífellt á óvart og mun væntanlega halda því áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 111
  • Sl. viku: 1496
  • Frá upphafi: 2348741

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1302
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband