7.11.2012 | 00:34
Tvö stöðvakerfi - samanburður
Þessi pistill er einn af þeim sem hlýtur að vera alveg úti á jaðri áhugasviðs lesenda - sjálfsagt utan við það hjá langflestum. En við látum slag standa. Áhugalitlir geta bara skipt um rás og litið inn síðar.
Í illviðrinu á dögunum var veður á 232 sjálfvirkum veðurstöðvum skráð í gagnagrunn Veðurstofunnar. Stöðvunum er skipt á tvær töflur, aðra getum við kallað almenna (148 stöðvar) en hin er kennd við Vegagerðina (84 stöðvar). Lítilsháttar munur er á töflunum tveimur - hitaútgildi eru ekki skráð á nákvæmlega sama hátt, munur er á skráningu á vindhviðum og sömuleiðis er hæð vindmæla yfir jörðu almennt ekki sú sama. Þetta eru tvö athugunarkerfi. Það hefur komið fyrir að annað þeirra hefur dottið út vegna tölvubilana - en hitt ekki. Mikið öryggi felst því að kerfin skuli vera að einhverju leyti óháð.
En hvað um það, kerfin lentu bæði í illviðrinu í síðustu viku. Hér berum við saman þrjá þætti í vindmælingum kerfanna, meðalvindhraða allra stöðva á klukkustundar fresti, meðalvigurvindátt og áttfestu. Lesið stuttan skýringartexta í viðhenginu ef þið áttið ykkur ekki á því hvað verið er að tala um.
Lítum fyrst á meðalvindhraða beggja kerfa.
Lóðréttu ásarnir sýna meðalvindhraða í metrum á sekúndu. Blái ferillinn er sá sami og birtist í bloggpistli gærdagsins, en sá rauði er meðalvindhraði á vegagerðarstöðvunum. Ferlarnir fylgjast ótrúlega vel að og sýna lágmörk og hámörk nánast á sama tíma. Í áranna rás hafa bæði kerfin þróast. Fyrstu ár almenna kerfisins voru stöðvar á hálendi og við strendur heldur stærri hluti þess heldur en síðar varð. Vegagerðarkerfinu er beinlínis ætlað að vakta þá staði í vegakerfinu þar sem vindar eru hættulega miklir. Nýlegar vegagerðarstöðvar virðast heldur draga vindhraðameðaltöl þeirra niður, ekki má þó hafa það eftir - kerfisbundinn samanburður hefur ekki átt sér stað.
Næsta mynd sýnir meðalvigurvindátt beggja kerfa, vegagerðarkerfið er rautt á myndinni. Vindátt er á lóðréttu ásunum - þannig þó að norður er hér sett við núll og síðan er farið til beggja handa - mínustölur tákna vindátt vestan við norður, -90 = vestur, -180 = suður, +90 = austur. Kerfin tvö fylgjast hér líka nákvæmlega að - þau eru alveg sammála um vindáttina. Að kvöldi þess 30. var vindátt um það bil úr hánorðri en snerist síðan til norðnorðausturs - en mjakaðist svo aftur til norðurs eftir því sem leið á illviðrið. Aðfaranótt þess 4. hrökk vindur til suðvesturs.
Þriðja myndin sýnir áttfestuna. Ef vindátt á öllum stöðvum væri nákvæmlega sú sama teldist áttfestan vera = 1,0. Meðan illviðrið stóð yfir var áttfestan nálægt 0,9. Það sýnir að lítil tilbrigði eru í áttinni - flestar stöðvar eru sammála. Nú mætti reikna út hver stefna þrýstivindsins hefur verið - og í framhaldi af því reikna út hve stöðvameðaltalið víkur frá honum. Er það +30° eða einhver önnur tala? Spurning hvort ofsaveður af þessu tagi myndi annað horn við þrýstisviðið heldur en kaldi eða stinningskaldi? Við svörum því ekki að sinni.
Um leið og lægði datt áttfestan niður. Þá hafa staðbundnir fallvindar af ýmsum áttum væntanlega tekið völdin, en síðan rauk festan upp aftur - þegar þrýstibrattinn ýtti undir suðvestanátt.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:57 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.3.): 4
- Sl. sólarhring: 105
- Sl. viku: 1338
- Frá upphafi: 2455664
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1198
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Hvar er Sandý stödd í dag, og hvenær kemur hún við á Íslandi (ef hún geri það annað borð)? Er búinn að leita enn finn ekkki neitt.
Pálmi Freyr Óskarsson, 7.11.2012 kl. 05:58
Eyddist ekki Sandý sjálf bara smám saman yfir meginlandinu þar sem hún fór yfir Kanada, man bara að Haraldur á rúv sagði að hún myndi senda þessa hlýju gusu á mánudaginn. Sjá 0:30 http://www.ruv.is/sarpurinn/vedurfrettir/03112012-0
Ari (IP-tala skráð) 7.11.2012 kl. 12:41
Frábær lesning, enn og aftur frá Trausta. Hvernig væri nú að taka slaginn Trausti og bera saman hitatölur þessara tveggja íslensku stöðvakerfa? Hvar eru vikmörkin - eru kerfin sammála um hitastig?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 7.11.2012 kl. 15:00
Hlýja loftið í Sandy steig upp til himna (veðrahvarfa) og fór þaðan til austurs þar sem ekki fréttist af því meir. Eitthvað af því fór kannski framhjá langt yfir okkur á mánduaginn. Kalda loftið vestan við lægðina fór sömuleiðis aðallega til austurs en líka til suðurs þar sem það flattist út og bíður að taka við nýjum rakaflaum úr hlýjum sjó Atlantshafs. Samanburður er gerður á athugunarkerfunum báðum og reyndar því þriðja lika, mannaða kerfinu. Þau hafa ekki verið alveg einsleit hvert um sig samanburðarárin 15 - hálendisstöðvar voru t.d. tiltölulega margar í almenna kerfinu í upphafi og vegagerðarstöðvum hefur fjölgað á stöðum þar sem vindaðstæður eru skikkanlegar. Taka þarf tillit til slíkra þátta þegar langtímaraðir eru bornar saman. Ef til vill mun vikið að þessu síðar á hungurdiskum ef ritstjórinn heldur þreki - en ekki að sinni.
Trausti Jónsson, 7.11.2012 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.