3.11.2012 | 00:40
Máltíðinni lokið?
Nú fer að styttast í máltíðarlok - og eftirrétturinn e.t.v. ekki borinn alveg jafn hreinlega fram eins og fyrri réttirnir tveir. Við skulum samt gera tilraun til þess að kyngja honum á korti.
Þegar þetta er skrifað virðist vera farið að hægja - varla enn hægt að segja að hann sé að lægja. Þegar vindhraðinn í dag (föstudag) var borinn saman við metaskrár kom í ljós að það voru ekki margar stöðvar af þeim sem hafa athugað lengur en tvö til þrjú ár sem náðu meti. Fyrirspurnin var gerð í gagnagrunninn kl. 19 en hámarksvindhraða var ekki náð á öllum stöðvum fyrr en eftir þann tíma. Við lítum e.t.v. á endanlegar tölur eftir helgina.
En fáein merkileg vindhraðamet voru þó sett. Þar á meðal eru ný met á Móum á Kjalarnesi (Kjalarnes, frá 1998) og Hraunsmúla í Staðarsveit (frá 1999). Met var að minnsta kosti jafnað á Bláfeldi í Staðarsveit. Sömuleiðis var sett met á Geldinganesi í nágrenni Reykjavíkur. Veðurharkan þar kom mjög á óvart. Þar var vindur við fárviðrisstyrk í nærri 10 klukkustundir, fárviðri var enn lengur á Kjalarnesi og í Staðarsveitinni. Þetta er mjög óvenjulegt.
Mesti vindhraði sem enn hefur frést af í veðrinu mældist 40,6 m/s í Hamarsfirði rétt fyrir miðnætti á miðvikudagskvöld (1. nóv.). Þar hefur hins vegar aðeins verið mælt í tvö ár - við vitum því ekki enn hversu merkilegt það er á þessum stað. Vindhviða sem þar mældist á sama tíma, 70,5 m/s, er hins vegar mjög merkileg á landsvísu - í fljótu bragði snarpasta vindhviða sem nokkru sinni hefur mælst á Vegagerðarstöð. Smámunur er á hviðumælingu almennra sjálfvirkra stöðva og vegagerðarstöðvanna sem hleypir óvissu í samanburðinn. Ræða má það síðar.
Eins og algengt er með veður af þessu tagi - hvassast er þar sem loft steypist niður af fjöllum - var hvassviðrinu mjög misskipt. Þéttbýliskjarnar á sunnanverðum Vestfjörðum virðast hafa sloppið vel að þessu sinni. Það á t.d. við um Patreksfjörð, Tálknafjörð og Bíldudal. Fárviðri var aftur á móti í Æðey við Ísafjarðardjúp - en norðaustanillviðri eru margfræg þar um slóðir. Sunnan megin í Djúpinu, á Ögri, varð aðeins allhvasst þegar mest var.
Samanburður við önnur veður og eldri verður að bíða betri tíma, en við lítum á eitt 500 hPa-kortið í viðbót - til að ljúka máltíðinni. Myndmálið er það sama, svartar línur sýna hæð 500 hPa-flatarins, en lituð svæði sýna hita í fletinum. Vindörvar eru hefðbundnar.
Ef menn bera saman þetta kort saman við kort úr sama fleti sem birtust í næstu tveimur pistlum hungurdiska á undan sést mikill munur. Kaldast er nú langt fyrir suðaustan land en hlýjast vestur við Grænland - alveg öfugt við það sem var fyrir tveimur dögum. Staðan þessa tvo daga á það þó sameiginlegt að vindur uppi og niðri er nokkurn veginn samstefna - allt öðru vísi en var í gær. Því hafa dagarnir þrír boðið upp á þrenns konar þrívítt ástand - en þó haldið uppi miklu og nær samfelldu illviðri alla dagana.
Á kortinu eru tvær gulbrúnar örvar. Sú sem er lengra til hægri á myndinni sýnir vindröstina yfir landinu - hún er ekki alveg búin að ljúka sér af þegar kortið gildir, kl. 9 á laugardagsmorgun. Vestari röstin er á austurleið í átt til landsins og verður komin austur á það sólarhring eftir að þetta kort gildir - snemma á sunnudagsmorgni. En tekur hvassviðrið sig þá upp? Nei, þessi strengur að vestan nær ekki til jarðar - ekkert dularfullt við það. Enn eitt þrívíddarástandið. Um það hefur áður verið fjallað á hungurdiskum - enginn man eftir því.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:41 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 201
- Sl. sólarhring: 275
- Sl. viku: 1313
- Frá upphafi: 2464265
Annað
- Innlit í dag: 183
- Innlit sl. viku: 1133
- Gestir í dag: 178
- IP-tölur í dag: 172
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Samkvæmt frétt Mbl. kl. 15:13 í dag virðist veðrið lítið vera að batna á Norður- og Austurlandi og þar er ofankoma, kóf og takmarkað skyggni. Á Austurlandi er mesti snjór í manna minnum og búið að vera ófært til Seyðisfjarðar í þrjá daga!
Heilagsandahopparar kolefniskirkjunnar þurfa því væntanlega að fara að leggjast á bæn...
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.11.2012 kl. 15:35
Sæll Trausti,
takk fyrir gott blogg, ég var að velta fyrir mér veðurmetunum, þ.e. hámarks vindstyrk. Þann 30. des. 2007 gerði aftaka veður á Langjökli þar sem björgunarsveitirnar OK og Heiðar sóttu ferðafólk sem snjóaði í kaf í bílum sínum.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2007/12/30/unnid_vid_erfidar_adstaedur/
Við þetta tækifæri mældist vindstyrkurinn enn meiri en gefið var upp í fréttum. Farið var varlega í yfirlýsingar því menn trúðu hreinlega ekki þeim tölum sem veðurstöðin var að sýna, þó svo vindstyrkur væri meiri en menn hefðu upplifað áður. Stöðin var síðan send til umboðsaðilans http://www.eico.is/ sem mældi hana og úrskurðaði í fullkomnu lagi. Hún hafði verið að sýna vindstyrk uppá 80-90 metra og allt að 120 metra hviður.
Er ástæða til að taka svona upplýsingar með þegar teknar eru saman upplýsingar um veðurhæð?
Gunnar Sigurfinnsson (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 11:50
Langjökull er mjög líklegur staður til vindhraðameta - en til að hægt sé að tala um met verður að mæla með stöðluðum mælitækjum við staðalaðstæður. En allar upplýsingar eru að sjálfsögðu vel þegnar.
Trausti Jónsson, 6.11.2012 kl. 00:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.