2.11.2012 | 00:38
Norðankastið enn á matseðlinum
Norðanáttin er nú með öðru bragði heldur en var fyrir sólarhring. Við lítum á 500 hPa spákort frá evrópureiknimiðstöðinni - í sama gervi og í gær. Heildregnar línur sýna hæð 500 hPa flatarins í dekametrum (1 dam = 10 metrar), litafletir gefa hitann til kynna og hefðbundnar vindörvar greina frá vindstyrk og stefnu. Kortið gildir kl. 6 að morgni föstudags 2. nóvember.
Í gær var fleygur af mjög köldu lofti sem lá til suðurs yfir landið og hafið vestur af. Nú er þessi fleygur (dökkblái liturinn) kominn langt vestur af en hlýtt loft úr austri breiðist vestur yfir landið. Vindörvarnar sýna um 20 hnúta (10 m/s) vind af norðaustri yfir Vesturlandi en yfir Austurlandi er heldur sterkari austanátt. Mikill hitabratti er yfir landinu frá vestri til austurs.
Í grófum dráttum má segja að kalda loftið hrannist upp undan ásókn þess hlýja, við lendum í átökunum miðjum. Hlýja loftinu gengur vesturferðin mun betur í 5 km hæð heldur en neðar. Einnig má taka eftir miklum háloftavindstreng úr norðri yfir Grænlandi. Hæðarhryggurinn vestan við hann á að fara yfir landið á mánudag - þannig að segja má að sótt sé að kalda fleygnum úr báðum áttum - og hann þrjóskast við svo lengi sem loft getur streymt til suðurs frá Norðaustur-Grænlandi.
Við sjáum fleyginn betur á næsta korti, en það sýnir hæð, hita og vind í 925 hPa-fletinum á sama tíma og kortið að ofan.
Tölurnar við svörtu jafnhæðarlínurnar eru enn dekametrar, með stækkun má sjá að flöturinn er í um 340 metra hæð í lægðarmiðjunni, en 660 metra línan bylgjast um Vestfirði. Hér eru mörkin milli hlýja og kalda loftsins enn skarpari og jafnhæðarlínur mjög þéttar. Hálendi landsins nær upp fyrir þennan flöt og vindörvar yfir hálendinu eru lítt marktækar.
Hitamunurinn mikli býr til veðrið ef svo má segja, í gær var aftur á móti miklu meiri samsvörun á milli ástands í háloftunum og niður undir jörð. Brattinn í hæðarflatalandslaginu var miklu líkari í 500 og 5000 metra hæð heldur en er í dag. Í þrívídd er veðrið sem þetta kort sýnir því mjög ólíkt veðrinu í gær. Á aðfaranótt laugardags verður staðan enn breytt og vindáttir aftur orðnar meira samstíga.
Með hlýja loftinu fylgir trúlega meiri úrkoma áveðurs á landinu en verið hefur. Þótt þetta hlýja loft fljóti að mestu yfir það kalda mun samt eitthvað blandast niður og hiti því hækka - kannski breytist úrkoma á láglendi í slyddu eða rigningu norðaustanlands. Ekki er það þó víst því mjög mikil úrkoma kælir loftið sem hún fellur niður í úr myndunarhæð.
Við höfum stundum á hungurdiskum litið á mættishita í 850 hPa-fletinum. Nú er sú fremur óvænta staða uppi að sunnan Vatnajökuls og Mýrdalsjökuls fer hitinn sá í 16 til 17 stig á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardags. Varla er nokkur von til þess að sú ofurhlýja norðanátt nái til jarðar - en það væri þá eina skemmtiatriði þessa afleita norðankasts.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 122
- Sl. sólarhring: 223
- Sl. viku: 1654
- Frá upphafi: 2457209
Annað
- Innlit í dag: 101
- Innlit sl. viku: 1505
- Gestir í dag: 93
- IP-tölur í dag: 91
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Það er skelfilegt um að litast hér á Reyðarfirði, í þessum skrifuðum orðum. Skólahaldi grunnskólans aflýst í fyrsta skipti í mörg herrans ár. Mikill snjór og blind bylur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.11.2012 kl. 08:32
Var að sjá vindathuganir frá Geldinganesi http://www.vedur.is/vedur/athuganir/kort/hofudborgarsvaedid/#station=1480. Er þetta bilaður mælir eða getur þetta staðist (36 m/s) ?
Mbk.
Davíð Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.11.2012 kl. 09:29
Þakka fróðleikinn Trausti. Hvernig væri nú að Veðurstofan mannaði sig upp í að vara höfuðborgarbúa við þeim hvelli sem fyrirsjáanlegur er um niðnættið í kvöld? Atburðarrás dagsins virðist bara vera vægt uppspil fyrir það mannskaðaveður sem er í vændum. Á vef Veðurstofunnar sýnir spákortið norðan 7m/sek, en á WeatherSpark er spáð 23,1m/sek af norðri! Er Veðurstofan enn og aftur steinsofandi líkt og í fjárskaðaveðrinu í september?
Talandi um norðankast þá virðast höfuðborgarbúar vera að fá annað norðankast um næstu helgi með mun meira frosti!
Hnatthlýnun hvað?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 2.11.2012 kl. 16:07
Davíð. Nei ekki er annað vitað en að Geldinganesmælirinn sé í lagi. Til stendur hins vegar að leggja stöðina niður - nú æpir örvæntingarfullt á miskunn. Mér dettur ekki í hug að verja staðarspár Veðurstofunnar í þessu samhengi. Illa hefur gengið að fá notendur til að átta sig á gagni þeirra (oft verulegt) og takmörkunum (stundum ískyggileg) - vantúlkun (frekar en mistúlkun) getur þó varla verið notendunum að kenna.
Trausti Jónsson, 3.11.2012 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.