1.11.2012 | 01:11
Norðankastið
Það væri hægt að skrifa mikinn langhund um norðankastið sem nú gengur yfir landið - en bitinn er bara svo stór - og svo langur - að nóttin endist vart til að gleypa hann. Við förum frekar að sofa.
En þetta kast er eiginlega þrískipt - hver sólarhringur sinnar gerðar. Spurning hvort þeir sem takast á við það finna einhvern bragðmun á bitunum þremur. Það er óvíst - en lítum á kort sem sýnir bragð dagsins. Það er reyndar bara forréttur sem stóð stutt við - hinir réttirnir taka við - strax í nótt og síðan á föstudaginn.
Kortið sýnir greiningu evrópureiknimiðstöðvarinnar á hita í 500 hPa-fletinum og hæð hans á hádegi í dag (miðvikudag). Kortið er reyndar svo helblátt af kulda að vindörvar sjást ekki mjög vel - betur þó ef kortið er smellastækkað. En jafnhæðarlínurnar eru mjög þéttar yfir landinu vestanverðu og þar er um 30 m/s vindur úr norðaustri. Lægðabeygja er sömuleiðis yfir landinu.
Vindur og vindátt í veðrahvolfi miðju annars vegar og niður undir jörð hins vegar voru sem sagt nokkuð samstíga. En þessu ástandi var lokið nú strax í kvöld, á miðnætti var vindur í 500 hPa yfir Keflavík dottinn niður í 10 m/s - en áttin var enn af norðaustri. Allkröpp háloftalægð er á hraðri leið suður með Grænlandi - fer framhjá okkur, en veldur því að norðaustanáttin uppi gengur niður að miklu leyti. - En illviðrið heldur áfram niðri af sama krafti.
Hér er engu spáð - en breytingar á vindi með hæð breyta stöðugleika og þar með því hvernig loft fer framhjá fyrirstöðum - vindstrengir geta færst til eftir því sem samband efri og neðri vinda þróast, auk þess sem úrkomumyndunarsvæði færast sömuleiðis til. Veður getur því ýmist versnað eða batnað staðbundið af því er virðist tilefnislitlu. Höfum það í huga á ferðalögum.
Ef til vill lítum við á bragð næsta bita á morgun. Kannski stendur hann í ritstjóranum en hann hefur fyrir löngu fengið fylli sína af norðanköstum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:14 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.3.): 46
- Sl. sólarhring: 189
- Sl. viku: 1095
- Frá upphafi: 2456031
Annað
- Innlit í dag: 43
- Innlit sl. viku: 993
- Gestir í dag: 42
- IP-tölur í dag: 42
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
"en hann hefur fyrir löngu fengið fylli sína af norðanköstum."
Og það í vetrarbyrjun,lítur eiginlega ekki nógu vel út með ritstjórann!!!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 1.11.2012 kl. 09:33
Kólnunin er rykkjótt, hér á landi sem annars staðar...
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 1.11.2012 kl. 19:45
Þetta norðankast á sér hliðstæðu ef ég man rétt, þá var Trausti yngri og sneri kassa með veðurkortum og hélt um "veðursprotann" góða, sem eftirminnilega situr sem fastast í minningunni.
Það væri kannski hægt að töfra fram það kort til samanburðar við þetta, svona þegar helgin er yfirstaðin.
Sindri Karl Sigurðsson, 1.11.2012 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.