26.10.2012 | 01:18
Hæðin mikla þokast vestur á bóginn
Háloftahæðin mikla fyrir sunnan land virðist nú ætla að taka smástökk vestur á bóginn. Það þýðir að meginvindátt í veðrahvolfinu snýst meira til norðvesturs yfir Íslandi en verið hefur. Það er hins vegar erfið vindátt og óstöðug vegna truflana Grænlands. Í efri lögum fara bylgjur yfir lítt truflaðar en aflagast hins vegar vegna niðurstreymis neðar austan við það. Áður en áreiðanlegar tölvuspár komu til sögunnar var mjög erfitt að ráða í hvort eitthvað yrði úr þessum bylgjum eða ekki.
En staðan var þó mun erfiðari fyrir veðurspámenn fortíðar sem á engu gátu byggt nema eigin hyggjuviti og mati. Almennt er atburðarásin þannig að á undan bylgjunni er annað hvort hægviðri eða vestanátt - mikil eða lítil eftir atvikum. Síðan snýst vindur nokkuð snögglega til norðurs, stundum er norðanáttin hæg - en stundum skella á ofsaveður. Hvernig á að meta það án tölvureikninga eða jafnvel án veðurskeyta? Í birtunni á vorin getur skýjafar hjálpað til - en í skammdeginu er fátt til ráða.
En lítum á 500 hPa spákort evrópureiknimiðstöðvarinnar. Það gildir um hádegi á laugardag. Svartar línur sýna hæð flatarins í dekametrum, litir sýna hita (að þessu sinni ekki þykkt) og vindur er sýndur með hefðbundnum vindörvum.
Litakvarðinn er til hægri á myndinni og sé hún smellastækkuð er hægt að lesa bæði hann og einstakar örsmáar hitatölur. Dekksti brúni liturinn er settur á bilið -12 til -16 stig. Það eru mikil hlýindi í meir en 5 km hæð. Kaldast á kortinu er austur yfir Noregi - nærri -40 stiga frost. Talsvert snjóaði víða í Noregi í gær og í dag.
Mikil sveigja er á jafnhæðarlínunum við Ísland. Þar er nokkuð snarpt háloftalægðardrag á leið til suðausturs. Norðanáttin á eftir því verður þó skammvinn því næsta drag vestan við sem á kortinu er við Baffinsland ryðst líka til austurs og síðan suðausturs. Það er efnismeira heldur en laugardagsdragið. Í kjölfar þess er svo spáð alvöru norðankasti - en við tökum ekki afstöðu til þess að sinni.
Fellibylurinn Sandy er nú við Bahamaeyjar (sem oftast eru nú kallaðar ónefninu Bahamas á Íslensku - hvenær skyldi Ísland detta úr stjórnarskránni og Iceland koma í staðinn?) Þetta er óvenjulegur fellibylur vegna þess að hann mun næstu daga leika miklar jafnvægislistir á milli fellibylseðlis annars vegar og eðlis vestanvindalægðar hins vegar. Vindsniði ofan á bylnum er nú það mikill að augað á erfitt uppdráttar - en þó er vindhraði sem í annars stigs fellibyl. Fellibyljamiðstöðin er enn frekar hógvær - en er greinilega farin að óróast. Bloggheimar eru enn órólegri - eins og venjulega.
Ofurveðurbloggarinn Jeff Masters, en hann hefur áratugareynslu í fellibyljaspám, neitar að trúa spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um 935 hPa við Virginíu á aðfaranótt þriðjudags. Því er ekki að neita að þessi tala er ansi krassandi - og alveg ótrúleg.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.1.): 44
- Sl. sólarhring: 1133
- Sl. viku: 2715
- Frá upphafi: 2426572
Annað
- Innlit í dag: 42
- Innlit sl. viku: 2419
- Gestir í dag: 42
- IP-tölur í dag: 42
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Sammála þér með Bahamaeyjar. Þetta er eins með Munchen...nú fara allir til Munich.
Gunnar (IP-tala skráð) 26.10.2012 kl. 07:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.