Tuttugustigasyrpunni lokið

Þar með lauk tuttugustigasyrpunni miklu. Hæsti hiti á landinu í dag (sunnudag) var 19,9 stig - á Brúsastöðum í Vatnsdal. Ekki munaði miklu - og vel er hugsanlegt að hiti merji 20 stigin á morgun og/eða á þriðjudag. En síðan minnka líkur á svo háum hita sé að marka spár. Syrpan varð 23 daga löng - glæsilegt met.

Fyrstu þrjár vikur þessa mánaðar eru býsna hlýjar - ekki langt í hlýjustu ágústmánuði allra tíma. En nú á að kólna. Að undanförnu hefur þykktin löngum verið um og yfir 5550 metrar - en fellur á næstu dögum niður fyrir 5400 og þá kólnar óhjákvæmilega.

Í dag var mikil hitabylgja á norðaustanverðu Grænlandi - þykktin yfir 5580 metrum - en hlýja oftið sópast burt til morguns og við tekur loft úr Norður-Íshafi.

Skammvinn hitabylgja er nú víða í Evrópu, frá Spáni til norðausturs um Þýskaland. Þar er þykktin yfir 5760 metrum - og telst það til fádæma á þeim slóðum. Veðurstofur á svæðinu hafa gefið út hitaaðvaranir. En norðan Miðjarðarhafs/Alpa stendur þetta ekki lengi.

Í dag - sunnudag eiga hungurdiskar tveggja ára afmæli, fyrsti pistill birtist þann 19. ágúst 2010. Í upphafi var ætlunin að reyna að halda úti því sem næst daglegum pistlaskrifum í tvö ár. Það hefur nú tekist - eða nærri því. Eiginleg pistlaskrif hófust þann 23. ágúst.

Þakka verður góðar undirtektir lesenda - sem vonandi hafa fengið eitthvað fyrir sinn snúð. Nú þornar um og uppskera getur orðið ójöfn eða dregist á langinn. En hver veit nema að frjósemistíð renni upp á ný og aftur verði reynt við því sem næst dagleg pistlaskrif. Birtist ný met af einhverju tagi - eða þá óvenjuathyglisverð veður má búast við umsögnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka þér þessa frábæru pistla þína. Það er tæpast hægt að ætlast til að þú skrifir daglega, en ég held að fáir hafi farið hjá garði hjá mér og því er bæði skylt og ljúft að þakka. Ég vona að þú sjáir þér fært að miðla fróðleik þínum áfram, enn um sinn.

Með bestu kveðju.

Gunnar Sæmundsson (IP-tala skráð) 20.8.2012 kl. 07:08

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk! Hef verið "áskrifandi" allan tímann

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.8.2012 kl. 15:18

3 identicon

Takk fyri skrifinn og þá fróðlekinn, vona linni ekki að sinni

Kveðja Sævar Örn

Sævar örn sigurðssi (IP-tala skráð) 20.8.2012 kl. 22:43

4 identicon

Hef lesið nánast hvern einasta pistil og haft bæði gagn og gaman af. Takk fyrir. Að sjálfsögðu vill maður meira, ef hægt er.

Birna Lárusdóttir (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 09:34

5 identicon

Hafðu bestu þakkir fyrir afar fróðlega og skemmtilega pistla - vonandi verður framhald á.

Bestu kveðjur, Baldur Helgi.

Baldur Helgi Benjamínsson (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 21:39

6 identicon

Syrpunni er ekkert lokið þar eð þið gleymduð að námunda bara 19,9 að 20 ;)

Takk fyrir annars og ég hlakka til næstu tveggja ára

Ari (IP-tala skráð) 22.8.2012 kl. 17:43

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér finnst nú súrt í broti að báðir veðurfræðingarnir á Moggablogginu skuli hætta á sama tíma.

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.8.2012 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 129
  • Sl. viku: 2476
  • Frá upphafi: 2434586

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 2200
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband