Óvenjumikið frost

Mikið frost mældist víða á aðfaranótt sunnudags (26. ágúst). Mest fór það í -5,3 stig á Brúsastöðum í Vatnsdal. Mun þetta vera mesta frost sem mælst hefur á landinu í ágúst síðan 1982 en þá fór frostið í -5,6 stig á Staðarhóli í Aðaldal aðfaranótt þess 28.

Það er sárasjaldan sem meira frost hefur mælst í ágústmánuði hér á landi. Opinbert lágmark er -7,5 stig en þau mældust í Sandbúðum á Sprengisandsleið í ágúst 1975. Byggðarmetið er -6,1 stig sett á Barkarstöðum í Miðfirði aðfaranótt 27. ágúst 1956.

Ágústnóttin kalda 1956 var sérlega köld um mestallt land - miklu kaldari víðast hvar, t.d. í Reykjavík. Nú er spurning hvað gerist næstu daga. Kuldinn sem nú er fyrir norðan land er sá mesti á norðurhveli öllu. Þykktin er ekki nema 5230 metrar í miðju kuldapollsins. Hann verður til leiðinda næstu daga og segir evrópureiknimiðstöðin að hann slái halanum inn á landið á þriðjudag/miðvikudag og að þykktin yfir Norðausturlandi fari þá niður fyrir 5260 metra. Það er þó ekki met. En spurning er hvort næturfrostið verður þá enn meira en þegar hefur orðið. Það fer mjög eftir vindi og skýjahulu.

Þetta er athyglisvert eftir öll hlýindin að undanförnu.

Hungurdiskar munu enn halda sér til hlés á næstunni en hafa ekki verið lagðir af. Ástæða hléa og hiksta eru auðvitað veraldlegar annir ritstjórans. Hann þarf stundum að stíga út úr skýi sínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Einhvers staðar lét ég uppi þann beyg að þetta sumar myndi enda með ósköpum. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.8.2012 kl. 15:04

2 identicon

í Kverkfjöllum mældist -7.6 °C í nótt:

http://vedur2.mogt.is/harbor/?action=Stations&harborid=13

Björn (IP-tala skráð) 28.8.2012 kl. 08:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 135
  • Sl. sólarhring: 314
  • Sl. viku: 1451
  • Frá upphafi: 2349920

Annað

  • Innlit í dag: 114
  • Innlit sl. viku: 1317
  • Gestir í dag: 113
  • IP-tölur í dag: 109

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband