Um háan næturhita

Þótt enn sé safnað í 20-stiga sarpinn er mesti broddurinn úr hitabylgjunni sem náði hámarki með 28 stiga hita á Eskifirði á dögunum. Erlendir veðuráhugamenn fylgjast greinilega með gangi mála því þeir tóku eftir bæði hámörkum dagsins og næturhitanum. Í leitinni miklu að auknum gróðurhúsaáhrifum hafa menn sýnt næturhitum vaxandi áhuga og í pípunum er listi um hæsta lágmarkshita hvers lands í heiminum.

Mikill eljumaður, Maximmilliano Herrera, vinnur að þessu ásamt fleiri veðurnördum. Herrera heldur úti (heldur subbulegri) heimasíðu með hitaútgildum allra heimsins landa. Hann fullyrðir þar að síðan sú sé öruggasta heimild um hitamet í heiminum- og er engin sérstök ástæða til að efa það. Hann er í góðum tengslum við annað þekkt veðurnörd, Christopher Burt, sem skrifar reglulega um veðurmet á bloggi sínuá wunderground.com og birtir oft fréttir af nýjasta herfangi Herrera.

En þetta með næturhitann. Ísland er norðarlega á hnettinum. Dægursveifla hita er þó mikil hér á landi og yfirgnæfir oftast hitasveiflur sem eiga sér aðrar ástæður. En - samspil vinds, fjalla og ákafs aðstreymis af hlýju lofti getur stöku sinnum valtað yfir dægursveifluna.

Eftir því sem næst verður komist er hæsti hiti sem lesinn hefur verið af lágmarksmæli hér á landi kl. 9 að morgni 20,4 stig. Þetta var á Seyðisfirði 22. júlí árið 2000. Næsta mæling á undan var kl. 21 daginn áður. Þetta er hæsta næturlágmark landsins.

En lágmarkshiti beggja daganna 21. og 22. júlí var lægri en þetta - hitabylgjan stóð ekki nægilega lengi og hitti ekki nægilega vel í daginn til þess að gera þetta að hæsta lágmarkshita sólarhrings á landinu. Hvað á eiginlega að gera í svona máli?

Hæsta sólarhringslágmarkið sem enn hefur fundist mældist á Vatnsskarðshólum í hitabylgjunni frægu 11. ágúst 2004, 19,5 stig. Á sjálfvirku stöðinni á sama stað var lágmarkshitinn 19,8 stig. Hvor talan á að teljast Íslandsmetið (með greini)?

Hungurdiskar hafa oft minnst á hæsta lágmarkshita Reykjavíkur, 18,2 stig sem mældust 31. júlí 1980. Hlýjasta nóttin á dögunum bar með sér ný met á nokkrum veðurstöðvum - rétt eins og hámarkshitinn - en við skulum bíða með að gera grein fyrir því þar til hitakaflinn nú er alveg liðinn hjá.  

En höfum þó í huga að ekki hefur verið farið í saumana á öllum lágmarks- og hámarksmælingum einstakra daga á árunum fyrir 1949. Það er vonandi að íslensk veðurnörd reyni að standa sig í því seinlega verki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Á heimasíðu loftslag.is má lesa stutta útskýringu á háan næturhita og þýðingu hans í sambandi við hin auknu gróðurhúsaáhrif (sjá  Fingraför mannkyns #4 Nætur hlýna meira en dagar)

http://www.loftslag.is/wp-content/uploads/2011/10/14-n%C3%A6tur-dagar.jpg

Þessi mynd er unnin upp úr grein Alexander o.fl. 2006: Global observed changes in daily climate extremes of temperature and precipitation.

Höskuldur Búi Jónsson, 15.8.2012 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 28
  • Sl. sólarhring: 132
  • Sl. viku: 2475
  • Frá upphafi: 2434585

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 2199
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband