Beđiđ tíđinda af syrpunni

Fyrir nokkrum dögum var á ţađ minnst í fréttum ađ 20-stiga syrpan vćri orđin lengri en vitađ er um áđur. Landshámarkshitinn hefur nú náđ 20 stigum á hverjum degi í 18 daga í röđ. Ţetta er lengsta syrpan í ađ minnsta kosti 60 ár.

Ekki hefur veriđ fariđ nákvćmlega í saumana á eldri gögnum nema hvađ vitađ er ađ hámarkshiti á Grímstöđum á Fjöllum mćldist yfir 20 stig í 20 daga í röđ í júlí 1927. Líklegt er ađ hámarkshitamćlirinn hafi veriđ íviđ of hár - ţannig ađ vafamál er ađ gefa út fullnćgjandi heilbrigđisvottorđ fyrir syrpuna ţá. En - viđ viljum samt helst ađ dagarnir nú verđi ađ minnsta kosti 21 - ţannig ađ greinilega sé keyrt fram úr. Nútíminn á ţó auđveldara međ slíkan framúrakstur heldur en fyrri tíđ - ţví stöđvasafniđ er miklu stćrra. En ţetta er athyglisvert engu ađ síđur - og viđ viljum ađ minnsta kosti ţrjá daga í viđbót, ţriđjudag, miđvikudag og fimmtudag.

En međan viđ bíđum eftir ţví getum viđ litiđ á dreifingu hámarkshita ársins frá 1901 til ársins í ár.

w-blogg140812

Hér liggja 112 ár til grundvallar. Lóđrétti ásinn sýnir tíđni í prósentum en sá lárétti sýnir hitabil, ţannig ađ talan 20 stendur fyrir 20,0°C til 20,9°C o.s.frv.

Langalgengast er ađ hámarkshiti ársins sé á bilinu 25,0°C til 26,9°C, samtals 40,1 prósent. Tíđnin fellur til beggja átta, bil 24 og 27 eru ámóta algeng, 13 ár af 112 (11,6 prósent) falla á hvort ţeirra. Talsverđur munur er aftur á móti á bilunum ţar utan viđ, 23 (međ 11 ár) og 28 (međ ađeins 7). Dreifingin er ekki alveg samhverf - halinn til vinstri er lengri en sá til hćgri.

Í efsta flokki eru árin 1939 - sem á íslandsmetiđ 30,5 stig á Teigarhorni - og 1946 en ţá fór hitinn í 30,0 stig á Hallormsstađ. En viđ ćttum ađ hafa í huga ađ oftast var á fyrri tíđ ekki lesiđ međ meiri nákvćmni af hámarksmćlum en á hálfrar gráđu bilum.

Í neđsta flokknum, tuttugu stiga bilinu, eru síđan 1961, en ţá komst hiti á Íslandi hćst í 20,6 stig ţrátt fyrir ađ athugađ hafi veriđ á yfir 60 stöđvum og 1902 međ 20,9 stig. Síđarnefnda sumariđ höfum viđ nú upplýsingar um hćsta hita á 11 stöđvum - en ekki voru hámarksmćlar á ţeim öllum. Telja má fullöruggt ađ hefđu hámarksmćlar veriđ til stađar vćri ársgildiđ eitthvađ hćrra og 1961 vćri ţá einmana í neđsta flokki.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2020
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p
 • ar_1870t
 • w-blogg010820a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (4.8.): 8
 • Sl. sólarhring: 151
 • Sl. viku: 1732
 • Frá upphafi: 1950509

Annađ

 • Innlit í dag: 5
 • Innlit sl. viku: 1504
 • Gestir í dag: 5
 • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband