Austanátt í nokkra daga?

Eftir sunnanátt undanfarinna daga snýst vindur í háloftunum tímabundið til austurs eins og sjá má á norðurhvelskortinu hér að neðan (það skýrist mjög við smellastækkun).

w-blogg-130812a

Kortið sýnir megnið af norðurhveli jarðar norðan við 30. breiddarstig. Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru svartar og heildregnar en þykktin er táknuð með litum. Vindátt og vindhraði fylgir jafnhæðarlínum, því þéttari sem línurnar eru því meiri er vindurinn. Stefna er rangsælis kringum lægðarmiðjur - rétt eins og á venjulegum veðurkortum. Því meiri sem þykktin er því hlýrra er loftið í neðri hluta veðrahvolfs. Kortið gildir kl. 18 á þriðjudag (14. ágúst).

Ísland er sem stendur vel inni í gulu og brúnu litunum (hásumar), en mörkin milli þeirra og grænu litanna er við 5460 metra. Við sjáum að austanátt er ríkjandi í kringum mikla háloftalægð suðvestur af Bretlandseyjum. Svipað ástand á að standa í nokkra daga. Fari svo verður hlýtt hér á landi. Meðan skýjað er verður einnig hlýtt að nóttu, en þegar fer að létta til kólnar smám saman. Þegar þetta er skrifað (laust eftir miðnætti aðfaranótt mánudags 13. ágúst) er 18 stiga hiti á Skrauthólum á Kjalarnesi - og er það harla óvenjulegt.

Við sjáum mjög kröftugan kuldapoll yfir eyjunum miklu norðan Kanada. Í kuldapollinum er hiti svipaður og er í íslenskum nóvember. Þykktin í miðju pollsins er um 5150 metrar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Ágúst 2020
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p
 • ar_1870t
 • w-blogg010820a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (4.8.): 8
 • Sl. sólarhring: 151
 • Sl. viku: 1732
 • Frá upphafi: 1950509

Annað

 • Innlit í dag: 5
 • Innlit sl. viku: 1504
 • Gestir í dag: 5
 • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband