Af ţykkt og hita

Svokölluđ ţykkt er hugleikin ritstjóra hungurdiska og kemur iđulega viđ sögu í pistlum hans. Grunnfrćđslu um hana má finna í viđhengi međ fornum pistli (7. október 2010). Áhugasamir eru hvattir til ađ lesa ţađ eđa rifja ţađ upp hafi ţeir lesiđ ţađ áđur.

En í dag (miđvikudag 8. ágúst) mćldist ţykktin 5590 metrar yfir Egilsstöđum, í háloftathugun sem ţar var gerđ. Ţetta er sennilega ţađ mesta sem sést hefur hér í sumar og hugsanlegt er ađ morgundagurinn geri enn betur. Alla vega sýna spár ţađ og rétt ađ benda á pistil Einars Sveinbjörnssonar um hlýindin - ţar má m.a. sjá ţykktarspákort.

En nú er ţađ svo ađ ţótt ţykktin mćli međalhita í neđri hluta veđrahvolfs mjög vel fréttist misvel af henni í athugunum viđ jörđ. Erfitt er ađ blanda hlýju lofti niđur á viđ ţótt ţađ rísi af sjálfsdáđum sé ţađ hitađ ađ neđan. Oftast vantar ţví talsvert upp á ađ hćsta mögulega hita viđkomandi ţykktar sé náđ hverju sinni. Ef til vill mćtti á ţessum vettvangi fjalla um misheppnuđustu hitabylgjuna - hún reyndist hins vegar torfundnari en fyrst var ćtlađ ţótt eitt dćmi verđi nefnt hér á eftir.

Viđ skulum hins vegar líta á hver hámarkshiti landsins hefur orđiđ mestur á hverju 10 metra ţykktarbili ađ sumarlagi. Myndin er skýr - en samt nokkuđ vandasöm og vonandi ađ lesendur súpi ekki hveljur.

w-blogg090812

Myndin byggir á tveimur listum - annars vegar hćsta hámarkshita landsins (mannađar stöđvar) á hverjum einasta degi í júní til ágúst á árunum 1949 til 2008. Hins vegar er bandaríska endurgreiningin (sem nćr til 2008) notuđ til ađ reikna hćstu ţykkt hvers dags í punktinum 64°N og 22°V. Síđan er hćsti hiti hvers 10 metra (1 dam) bils á ţessu tímabili fundinn og niđurstađan sett á línuritiđ.

Lćgsta ţykkt tímabilsins féll á biliđ 523 til 524 dam (punkturinn lengst til vinstri á myndinni). Forvitnir skulu upplýstir um ađ ţetta var 4. júní 1956. Hćsti hámarkshiti á landinu ţann dag var 11,5 stig - og hann er bara einn á ţessu ţykktarbili.

Eftir ţví sem ţykktin vex fjölgar dögum sem lenda á hverju bili. Í ljós kemur ađ algengasta ţykkt á sumrin er 547 dam. Hćsti hiti sem mćlst hefur viđ ţá ţykkt er 26,8 stig - ótrúlega há tala og sjáum viđ punktinn stinga sér upp úr punktadreifinni. Nćsthćsta gildiđ er ekki nema 23,7 stig. Hér gćti veriđ um villu ađ rćđa - en líka hugsanlegt ađ 64°N, 22°V sé ekki dćmigerđur punktur ţennan dag.

Eftir ţví sem ţykktin er meiri fćkkar dögum aftur og í efsta bilinu, 564 til 565 dam eru ađeins fimm dagar, ţar af ţrír í hitabylgjunni einstöku í ágúst 2004 og sá fjórđi ţremur vikum fyrr sama sumar. Fimmti dagurinn er e.t.v. misheppnađasta hitabylgja allra tíma, 6. ágúst 1970. Ţá mćldist hćsti hámarkshiti landsins ađeins 18,0 stig.

En eitt af ţví sem vekur sérstaka eftirtekt á myndinni er ađ viđ 560 tekur punktadreifin stefnu lárétt til hćgri eins og hún rekist upp undir 30 stiga múr. En ţađ eru ekki nema 30 dagar á tímabilinu öllu sem eru međ ţykktina 562 dam eđa meira.

Flest bendir til ţess ađ ýmsar tilviljanir ráđi ţví hversu vel einstök ţykktarbil hitta í hámarkshita, svosem rétt vindátt, rétt blöndun, réttur tími sólarhrings og auđvitađ rétt skýjahula. Séu dagarnir nćgilega margir er líklegt ađ einhver ţeirra hitti rétt. Á besta degi geta punktar meira ađ segja lent yfir ađfallslínunni (rauđ á myndinni). Stigin 34 eru ţví möguleg, jafnvel viđ óbreytt veđurfar. Í hlýrra veđurfari myndi hins vegar tćkifćrum fjölga.

Margt fleira má um ţetta segja. Línurit fyrir sjálfvirku stöđvarnar eingöngu er nćrri ţví eins og ţetta. Athugiđ ađ óráđ er ađ nota ţetta línurit til ađ spá fyrir um líklegasta landshámarkshita hvers ţykktarbils - ţađ eru mun lćgri tölur. Lćgsti landshámarkshiti hvers ţykktarbils er enn lćgri - slatti af misheppnuđum hitabylgjum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Gaman vćri nú ađ sjá svona línurit yfir líklegasta hámarkshita viđ hvert ţykkarbil og ţá ekki síđur lista yfir misheppnuđustu hitabylgjunar. Alltaf gaman af glötuđum snillingum!

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 9.8.2012 kl. 13:44

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 195
  • Sl. sólarhring: 373
  • Sl. viku: 2020
  • Frá upphafi: 2350756

Annađ

  • Innlit í dag: 178
  • Innlit sl. viku: 1806
  • Gestir í dag: 174
  • IP-tölur í dag: 174

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband