Suðvestanátt í nokkra daga?

Ef trúa má spám reiknimiðstöðva stefnir í nokkurra daga suðvestanátt í vikunni. Ekki er samkomulag um hvað síðan gerist og við látum það liggja á milli hluta. En suðvestanáttinni fylgir hlýtt loft um stund og e.t.v. komið að hlýindum nyrðra og eystra.

w-blogg060812

Kortið sýnir stöðuna eins og evrópureiknimiðstöðin telur hana verða um hádegi á þriðjudag. Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru svartar og heildregnar, en jafnþykktarlínur eru rauðar (mjóar) strikalínur. Þykktin sýnir hita í neðri hluta veðrahvolfs - því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Vindur er hins vegar nokkuð samsíða jafnhæðarlínunum og er því meiri sem þær eru þéttari. Kortið skýrist að mun við smellastækkun og þá má sjá merkingarnar betur en hæðar- og jafnþykktarlínur eru merktar í dekametrum (1 dam = 10 metrar).

Svarta, þykka, strikalínan sýnir legu hæðarhryggjar sem að undanförnu hefur aðallega legið frá suðri til norðurs fyrir vestan land - en sveigist nú til austurs þannig að stefna hans verður úr suðvestri til norðausturs. Rauðbrúna, þykka, strikalínan sýnir þykktarhrygginn á sama hátt. Þar er þykkt lægri á báða vegu línunnar.  

Hér er Ísland enn í norðvestanátt - en suðvestanáttin tekur brátt völdin og með henni hlýja loftið. Það er 5640 metra jafnþykktarlínan sem snertir Suður-Grænland - hún fer langt með að komast hingað sé að marka spár - en þó ekki alveg. Kalda loftið vestan hryggjar slær þykktarhrygginn til suðausturs þannig að skotið geigar.

En það verður spennandi að sjá hversu hátt hitinn fer austanlands um miðja viku. Hingað til er hæsti hiti sumarsins 24,0 stig. Tími er til kominn að gera betur þótt enn sé ekkert víst í þeim efnum. Sömuleiðis væri ágætt að fá nokkra rigningardaga á vestanverðu landinu í þeirri von að berjasprettan komist á rétt ról. Jú, það er talsvert af berjum - en ósköp er að sjá þau smá og væskilsleg á hálfsviðnuðu lyngi. Vonandi kemur rigningin ekki of seint.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Slide16
  • Slide15
  • Slide14
  • Slide13
  • Slide12

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.3.): 9
  • Sl. sólarhring: 118
  • Sl. viku: 1571
  • Frá upphafi: 2452677

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 1451
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband