Frétt um fjórða mánuð (lítil og vart lestrartilefni)

Fyrir um það bil tíu dögum fjölluðu hungurdiskar  um það óvenjulega ástand að hlýrra sé vestan við land (30°V) heldur austan við (10°V) í marga mánuði í röð (að meðaltali). Þar var upplýst að þetta ástand hafi verið ríkjandi í apríl, maí og júní á þessu ári og fundust fá eldri dæmi um ámóta. Nú hefur komið í ljós að júlí féll líka í þennan flokk og ástandsmánuðirnir því orðnir fjórir.

Þetta gerðist síðast fyrir aðeins tveimur árum - afbrigðaárið mikla 2010 - en aldrei annars á tíma háloftaathugana en þær hófust um 1950. Endurgreiningin bandaríska segir þetta einnig hafa gerst 1932 - þá urðu mánuðirnir fimm.

Nú hefur norðanátt líka verið ríkjandi í 500 hPa-fletinum í fjóra mánuði í röð. Ef trúa má endurgreiningunni hefur það ekki gerst nema einu sinni áður, í júlí til október 1932. Að þessu sinni hefur norðanáttin hvað eftir annað fært okkur niðurstreymisloft frá Grænlandi, bjart veður og sólskin. Sólin hefur séð um að halda hitanum uppi - þótt þykktin hafi varla farið upp fyrir 5500 metra. Enda hefur ekki enn mælst 25 stiga hiti á landinu í sumar. Nú þegar sól fer að lækka á lofti minnka líkur á að svona norðanáttarástand geti stutt við hlýindi - þótt það færi veðurgæði á flestum árstímum.  

Hvenær skyldu umskiptin koma? Hvernig verða þau? Fáeinum sinnum í sumar hefur breyting virst ætla að verða - en allt gengið í sama far eftir 3 til 4 daga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 400
  • Sl. viku: 1579
  • Frá upphafi: 2350206

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1453
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband