Suđvestanátt í nokkra daga?

Ef trúa má spám reiknimiđstöđva stefnir í nokkurra daga suđvestanátt í vikunni. Ekki er samkomulag um hvađ síđan gerist og viđ látum ţađ liggja á milli hluta. En suđvestanáttinni fylgir hlýtt loft um stund og e.t.v. komiđ ađ hlýindum nyrđra og eystra.

w-blogg060812

Kortiđ sýnir stöđuna eins og evrópureiknimiđstöđin telur hana verđa um hádegi á ţriđjudag. Jafnhćđarlínur 500 hPa-flatarins eru svartar og heildregnar, en jafnţykktarlínur eru rauđar (mjóar) strikalínur. Ţykktin sýnir hita í neđri hluta veđrahvolfs - ţví meiri sem hún er ţví hlýrra er loftiđ. Vindur er hins vegar nokkuđ samsíđa jafnhćđarlínunum og er ţví meiri sem ţćr eru ţéttari. Kortiđ skýrist ađ mun viđ smellastćkkun og ţá má sjá merkingarnar betur en hćđar- og jafnţykktarlínur eru merktar í dekametrum (1 dam = 10 metrar).

Svarta, ţykka, strikalínan sýnir legu hćđarhryggjar sem ađ undanförnu hefur ađallega legiđ frá suđri til norđurs fyrir vestan land - en sveigist nú til austurs ţannig ađ stefna hans verđur úr suđvestri til norđausturs. Rauđbrúna, ţykka, strikalínan sýnir ţykktarhrygginn á sama hátt. Ţar er ţykkt lćgri á báđa vegu línunnar.  

Hér er Ísland enn í norđvestanátt - en suđvestanáttin tekur brátt völdin og međ henni hlýja loftiđ. Ţađ er 5640 metra jafnţykktarlínan sem snertir Suđur-Grćnland - hún fer langt međ ađ komast hingađ sé ađ marka spár - en ţó ekki alveg. Kalda loftiđ vestan hryggjar slćr ţykktarhrygginn til suđausturs ţannig ađ skotiđ geigar.

En ţađ verđur spennandi ađ sjá hversu hátt hitinn fer austanlands um miđja viku. Hingađ til er hćsti hiti sumarsins 24,0 stig. Tími er til kominn ađ gera betur ţótt enn sé ekkert víst í ţeim efnum. Sömuleiđis vćri ágćtt ađ fá nokkra rigningardaga á vestanverđu landinu í ţeirri von ađ berjasprettan komist á rétt ról. Jú, ţađ er talsvert af berjum - en ósköp er ađ sjá ţau smá og vćskilsleg á hálfsviđnuđu lyngi. Vonandi kemur rigningin ekki of seint.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 21
  • Sl. sólarhring: 221
  • Sl. viku: 1337
  • Frá upphafi: 2349806

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 1218
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband