3.8.2012 | 00:26
Júlíhitinn í Vestmannaeyjum
Eins og fram hefur komiđ í fréttum var nýliđinn júlímánuđur sá hlýjasti sem mćlst hefur á Stórhöfđa í Vestmannaeyjum. Ţótt lítiđ mark sé takandi á tveimur aukastöfum í međalhita skulum viđ samt nota ţá í ţví sem hér fer á eftir. Júlíhitinn núna var 11,89 stig, nćsthlýjast var í júlí fyrir tveimur árum, 2010, 11,75 stig og júlí 1933 er í ţriđja sćti međ 11,66 stig.
En danska veđurstofan setti upp stöđ í Vestmannaeyjakaupstađ í júní 1877 og ţar var linnulaust mćlt í 44 ár eđa fram í september 1921 ađ flutt var til Stórhöfđa. Flutningurinn var skyndilegur ef kalla má svo - engar samanburđarmćlingar fóru fram sem gćtu gefiđ til kynna hversu mikillar breytingar var ađ vćnta. Rúmlega 100 metra hćđarmunur er á stöđvunum tveimur ţannig ađ búast má viđ kerfisbundnum hitamun.
Ţegar giskađ er á breytingu hita međ hćđ hér á landi er oftast gripiđ til talna á bilinu 0,6 til 0,7 stig á hverja hundrađ metra hćkkun. Ţegar ţćr tölur sem verđa notađar i línuritinu hér ađ neđan voru reiknađar var ákveđiđ ađ kerfisbundinn munur, 0,75 stig vćri á stöđunum tveimur ţannig ađ hlýrra var í Kaupstađnum. Til ađ fá samfellda röđ var hitinn í kaupstađnum 1877 til 1921 lćkkađur um ţessa tölu, jafnt í öllum mánuđum ársins.
Eftir ađ ţetta var gert var fariđ ađ mćla hita á sjálfvirkum stöđvum bćđi á Stórhöfđa og í kaupstađnum. Ţetta gerir ađ verkum ađ viđ vitum nú miklu meira um raunverulegan mun stađanna tveggja heldur en áđur. Í ljós kom ađ hann er ađeins minni yfir áriđ heldur en taliđ var (0,55 stig) og á sér ađ auki dálitla árstíđasveiflu. Hann er mestur á vorin og fram á sumar (um 0,7 stig) en minnstur í janúar (um 0,3 stig). Hćgt er ađ giska á ástćđu. Líklega myndast á vetrum mjög grunnstćđ hitahvörf viđ stöđina í kaupstađnum sem vinna á móti hitamun stađanna ţegar vindur er hćgur.
Sömuleiđis gefa sjálfvirku athuganirnar í kaupstađnum góđar upplýsingar um hegđan dćgursveiflunnar ţar miđađ viđ Stórhöfđa. En ţessar nýju upplýsingar hafa ekki enn veriđ notađar viđ endurútreikning gamalla međaltala. Svo vill til ađ í júlímánuđi er munur á nýrri og gamalli hćđarleiđréttingu ómarktćkur (0,07 stig) - en svo virđist sem viđbótarupplýsingarnar um dćgursveifluna lćkki gamla kaupstađarhitann um 0,1 stig eđa svo frá ţví sem síđast var reiknađ. Ţessir tveir ţćttir gćtu ţví jafnađ hvorn annan út ađ mestu.
Međalhiti í júlí 1880 í kaupstađnum var 12,66 stig sem reiknađist niđur í 11,91 stig á Stórhöfđa. Júlíhitinn nú var eins og áđur sagđi 11,89 stig. Reikniađferđ dönsku veđurstofunnar gaf 12,8 stig í kaupstađnum - en ţá var dćgursveiflan ekki nćrri ţví eins vel ţekkt og nú er.
Á árunum 1869 til 1880 var athugađ á prestsetrinu Ofanleiti. Ţessar mćlingar voru ekki eins stađlađar og veđurstofumćlingarnar dönsku (ekkert skýli) en vegna ţess ađ mćlt var samtímis á stöđunum í ţrjú og hálft ár er unnt ađ giska á kaupstađar- og ţar međ Stórhöfđahitann allt aftur til 1869.
En lítum ađ lokum á línurit sem sýnir međalhita á Stórhöfđa í júlí 1869 til 2012.
Lárétti ásinn markar árin, en sá lóđrétti sýnir međalhita júlímánađar. Nćrri fjórum stigum munar á hlýjasta og kaldasta mánuđi á línuritinu. Kaldastur varđ júlí sumariđ endemisfrćga, 1983. Viđ sjáum ađ varla er hćgt ađ velja 30 ára tímabil sem er öllu kaldara en ţađ sem nú er notađ til viđmiđunar, 1961 til 1990. Klasar af mjög köldum júlímánuđum komu á árunum 1874 til 1876 og sömuleiđis 1885 til 1888. Nú hafa komiđ 13 júlímánuđir í röđ međ yfir 10 stiga međalhita.
Tímabiliđ sýnir litla leitni hitans. Sjávarhiti rćđur talsverđu um sumarhita í Vestmannaeyjum og veldur ţví t.d. ađ talsverđ fylgni er á milli hita einstakra mánađa ađ sumarlagi. Líkur á hlýjum ágúst á eftir hlýjum júlí eru ţannig meiri heldur en ađ kaldur ágúst fylgi hlýjum júlí. Rétt er ţó ađ taka slíka spádóma ekki of alvarlega.
Flokkur: Vísindi og frćđi | Facebook
Um bloggiđ
Hungurdiskar
Fćrsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.3.): 41
- Sl. sólarhring: 71
- Sl. viku: 1722
- Frá upphafi: 2452599
Annađ
- Innlit í dag: 37
- Innlit sl. viku: 1590
- Gestir í dag: 35
- IP-tölur í dag: 34
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri fćrslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.