Norđurhvel í júlílok

Nú er sumar í hámarki á norđurhveli og héđan í frá fer ađ halla til hausts. Hafiđ er ţó enn ađ hlýna og ís mun bráđna í Norđuríshafi í nokkrar vikur til viđbótar. Víđast hvar hér á landi er međalhiti hćstur síđustu vikuna júlí en lćtur lítiđ á sjá fyrr en um ţađ bil tíu dagar eru liđnir af ágústmánuđi. Lítillega er fariđ ađ kólna í heiđhvolfinu en sumarhćđin mikla sem nćr um allt norđurhvel sýnir enn enga veikleika.

En lítum nú á spá dagsins. Hún er úr safni evrópureiknimiđstöđvarinnar og sýnir hćđ 500 hPa-flatarins á norđurhveli suđur undir hitabelti á hádegi ţriđjudaginn 31. júlí. Jafnhćđarlínur eru svartar og heildregnar og merktar í dekametrum (1 dam = 10 metrar). Ţykktin er mörkuđ međ litaflötum. Hún er einnig tilfćrđ í dekametrum og mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs. Ţví hćrri sem hitinn er ţví meiri er ţykktin. Mörkin á milli grćnu og gulbrúnu litanna liggja viđ 5460 metra. Viđ viljum helst vera ofan viđ ţessi mörk ađ sumarlagi.

w-blogg300712

Norđurskaut er rétt ofan viđ miđja mynd en Ísland rétt neđan miđjunnar viđ 20°V en sá baugur er lóđréttur á myndinni. Kortiđ batnar mjög viđ smellastćkkun og verđur kvarđinn mun skýrari. Enginn blár litur sést nú á kortinu - í fyrsta sinn í sumar. Ţykktin er hvergi minni en 5280 metrar. En kuldapollarnir eru samt nógu krassandi.

Hćđarhryggurinn mikli viđ Grćnland hefur hér tengst öđrum yfir Norđur-Noregi og lokar inni kuldapoll sem á kortinu er međ miđju norđur af Skotlandi en teygir sig til vesturs fyrir sunnan land. Svona eđa svipuđ verđur stađan nćstu daga. Ţađ er auđvitađ leiđinlegt ađ ţykktin hér á landi sé ekki meiri en ţrátt fyrir allt er ekki langt í hlýja loftiđ og vel má vera ađ molar af ţví berist á borđ okkar nćstu daga. Hér ríkir alla vega hásumar - vonandi sem lengst.

Bláa örin bendir á ţann kuldapoll sem gćti helst raskađ stöđunni hér viđ land - en spár greinir enn á um leiđ hans. Sú reikniruna evrópureiknimiđstöđvarinnar sem ţetta kort er úr sýnir hann rúlla alla leiđ til Íslands - en vonandi verđur sá möguleiki horfinn í nćstu runu.

Viđ skulum líka líta á kort sem sýnir hćđ 30 hPa-flatarins í rúmlega 24 km hćđ. Eins og nefnt var ađ ofan ríkir ţar hćđ um allt hveliđ og austlćgar áttir eru ríkjandi. Á nćstu vikum fer hćđin ađ falla saman og mun um síđir breytast í miklu meiri lćgđ. Áhugasamir lesendur mega gjarnan leggja stöđuna á minniđ. Kortiđ er úr safni bandarísku veđurstofunnar. Jafnhćđarlínur eru svartar og heildregnar - merktar í dekametrum. Línan nćst hćđarmiđju sýnir 2450 dam (= 24,5 km). Litafletirnir sýna hita, kvarđinn verđur greinilegri sé myndin smellastćkkuđ.

w-blogg300712b


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 973
  • Sl. sólarhring: 1106
  • Sl. viku: 3363
  • Frá upphafi: 2426395

Annađ

  • Innlit í dag: 868
  • Innlit sl. viku: 3024
  • Gestir í dag: 848
  • IP-tölur í dag: 782

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband