Gott skyggni í Grænlandssundi

Í dag (sunnudaginn 15. júlí) sást Grænlandssund milli Vestfjarða og Grænlands óvenju vel úr gervihnetti frá NASA. Því var skyggni til hafíssins með besta móti. Við skulum líta á modis-mynd sem tekin var um kl. 14:30 í dag. Hún er fengin af modis-síðu Veðurstofunnar - en athugið að þar standa myndir ekki við nema í nokkra daga. Besta eintak myndanirnar er fáanlegt á heimasíðu modis-tunglanna Aqua og Terra.

w-blogg160712a

Ísland er að mestu hulið skýjum en þó má auðveldlega sjá nyrsta hluta Vestfjarða og fleira ef vel er að gáð. Mjög vel sést til snæviþakinnar Grænlandsstrandar. Ísinn í Grænlandssundi er mjög gisinn en liggur eins og oftast í óralöngum spöngum sem hlykkjast á marga vegu. Langur spangakuðlungur teygir sig langt til austurs norður af Húnaflóa.

Ritstjórinn veit auðvitað ekkert um hvítabirni eða lifnaðarhætti þeirra - og lætur öðrum um að velta sér upp úr slíku - gjörið svo vel.

Grænlandssund er oft alveg (eða nær) íslaust á haustin og ekki hefur það haft áhrif á ísbjarnakomur til landsins.

En lítum á stækkun út úr myndinni og sýnir hún ístotuna norður af Húnaflóa.

w-blogg160712b


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • w-blogg120425b
  • w-blogg120425a
  • w-blogg080425b
  • w-blogg080425a
  • w-blogg060425b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 132
  • Sl. viku: 993
  • Frá upphafi: 2461096

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 866
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband