Heldur öfugsnúiđ

Í dag fór ţykkt viđ strönd Grćnlands norđvestur af Vestfjörđum yfir 5600 metra og hiti í 850 hPa í 12 til 13 stiga hita. Ţetta er heldur öfugsnúiđ en er svo sem í stíl viđ ţađ sem veriđ hefur ađ undanförnu. En viđ skulum líta á ţykktarkort evrópureiknimiđstöđvarinnar sem gilti kl. 18 í dag (föstudaginn 13. júlí).

w-blogg140712

Jafnţykktarlínur eru hér svartar og heildregnar en litafletir sýna hita í 850 hPa fletinum (kvarđi og tölur skýrast mjög sé kortiđ stćkkađ međ smellum). Ţykktin er mćlikvarđi á međalhita í neđri hluta veđrahvolft, ţví meiri sem hún er ţví hlýrra er loftiđ.

Ţví miđur fáum viđ ekki ţennan háa hita til landsins ţví hann liggur viđ stjóra ef svo má segja viđ Grćnland og helst viđ í niđurstreymi austan viđ hábungu jökulsins. Ef ástandiđ varir mun ţykktin yfir Íslandi ţó hćkka eitthvađ ţegar á helgina líđur. En fyrst ţurfa frekar köld lćgđardrög ađ fara suđvestur yfir landiđ úr norđaustri. Furđumikill vindur er nú af norđnorđaustri hátt yfir landinu ţannig ađ lćgđardrögin ber hratt hjá.

Stađan á kortinu er reyndar langt frá öllum metum. Metţykktin viđ Grćnlandsstjórann mun vera hátt í 5700 metrar, meiri heldur en nokkru sinni er vitađ um hér á landi.

Grćnlandsstrendur sjálfar njóta hitans lítt - ţar kćlir hafís og sjór neđstu nokkur hundruđ metra lofthjúpsins. En viđ vitum ekki hvađ gerist langt inni í dularfullum fjörđum landsins mikla. Ritstjórinn man ekki (misminnir ekki einu sinni) hver hćsti hiti er sem mćlst hefur á stöđinni í Scoresbysundi en (mis-)minniđ heldur ţví fram ađ í Ammasalik hafi mćlst um 25 stiga hiti í norđvestanniđurstreymi ţegar vindi hefur tekist ađ draga hlýja loftiđ niđur. Ţrettán stigin í 850 hPa í dag jafngilda um 27 stiga hita viđ jörđ (mćttishitinn er 27 stig).

En hiti fór í 13 stig í Scoresbysundi í dag - harla gott ţar í sveit.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 28
  • Sl. sólarhring: 227
  • Sl. viku: 1344
  • Frá upphafi: 2349813

Annađ

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 1223
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband