Heldur öfugsnúið

Í dag fór þykkt við strönd Grænlands norðvestur af Vestfjörðum yfir 5600 metra og hiti í 850 hPa í 12 til 13 stiga hita. Þetta er heldur öfugsnúið en er svo sem í stíl við það sem verið hefur að undanförnu. En við skulum líta á þykktarkort evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gilti kl. 18 í dag (föstudaginn 13. júlí).

w-blogg140712

Jafnþykktarlínur eru hér svartar og heildregnar en litafletir sýna hita í 850 hPa fletinum (kvarði og tölur skýrast mjög sé kortið stækkað með smellum). Þykktin er mælikvarði á meðalhita í neðri hluta veðrahvolft, því meiri sem hún er því hlýrra er loftið.

Því miður fáum við ekki þennan háa hita til landsins því hann liggur við stjóra ef svo má segja við Grænland og helst við í niðurstreymi austan við hábungu jökulsins. Ef ástandið varir mun þykktin yfir Íslandi þó hækka eitthvað þegar á helgina líður. En fyrst þurfa frekar köld lægðardrög að fara suðvestur yfir landið úr norðaustri. Furðumikill vindur er nú af norðnorðaustri hátt yfir landinu þannig að lægðardrögin ber hratt hjá.

Staðan á kortinu er reyndar langt frá öllum metum. Metþykktin við Grænlandsstjórann mun vera hátt í 5700 metrar, meiri heldur en nokkru sinni er vitað um hér á landi.

Grænlandsstrendur sjálfar njóta hitans lítt - þar kælir hafís og sjór neðstu nokkur hundruð metra lofthjúpsins. En við vitum ekki hvað gerist langt inni í dularfullum fjörðum landsins mikla. Ritstjórinn man ekki (misminnir ekki einu sinni) hver hæsti hiti er sem mælst hefur á stöðinni í Scoresbysundi en (mis-)minnið heldur því fram að í Ammasalik hafi mælst um 25 stiga hiti í norðvestanniðurstreymi þegar vindi hefur tekist að draga hlýja loftið niður. Þrettán stigin í 850 hPa í dag jafngilda um 27 stiga hita við jörð (mættishitinn er 27 stig).

En hiti fór í 13 stig í Scoresbysundi í dag - harla gott þar í sveit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (21.5.): 322
 • Sl. sólarhring: 333
 • Sl. viku: 1868
 • Frá upphafi: 2355715

Annað

 • Innlit í dag: 299
 • Innlit sl. viku: 1723
 • Gestir í dag: 282
 • IP-tölur í dag: 281

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband