12.7.2012 | 00:50
Staðan í þurrkmálunum
Veðrið heldur áfram að liggja í svipuðu fari. Hægviðri neðra en andar linnulítið af norðri efra. Þessu fylgir þurrkur um mikinn hluta landsins og fyrstu 11 dagana í júlí er hann litlu minni fyrir austan heldur en fyrir vestan. Ekki hafa nema 1,7 mm mælst á Dalatanga það sem af er mánuðinum sem er óvenjulegt og enn óvenjulegri eru 0,8 mm á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Í Reykjavík hafa þó mælst 12 mm, 5,5 mm í Stykkishólmi og 3,6 mm á Akureyri.
Fyrst skulum við bera fyrstu 11 daga júlímánaðar saman við sömu daga annarra ára. Þá kemur í ljós að tíu daga langir kaflar með lítilli úrkomu í júlíbyrjun eru nokkuð algengir - en við skulum samt líta á þetta áður en að merkari hlutum kemur.
Millimetrarnir 12 í Reykjavík þýða að það sem af er júlí er ekkert sérstaklega ofarlega á lista með þurrustu 11 fyrstu dögunum, við erum í 40. sæti af 116 þannig köflum. Þótt ekki hafi mælst nema 5,5 mm í Stykkishólmi það sem af er mánuðinum dugir það ekki nema í 47. sæti af 156. Á Akureyri er þessi kafli í 22. sæti af 85. Staðan í Vestmannaeyjum er merkari því það hefur ekki gerst nema fjórum sinnum áður að fyrstu 11. dagar júlímánaðar hafi verið jafnþurrir og nú - síðast sumarið 1957.
En lítum þvínæst á júní og fyrstu 11 daga júlímánaðar saman.
Í Reykjavík hefur ekki nema fjórum sinnum verið þurrara, síðast reyndar fyrir aðeins fjórum árum, 2008. Þurrastur var þessi sami tími 1971. Skömmu síðar fór að rigna og varð júlí einn sá hinn úrkomusamasti. Allir urðu mjög undrandi þegar uppgjörið kom í júlílok - en svo virðist sem aðallega hafi rignt á nóttunni í miðri viku (eða þannig). Tölur frá árunum 1908 til 1919 vantar í Reykjavík en þá kom að minnsta kosti einn afspyrnuþurr júnímánuður, 1916.
Í Stykkishólmi er 2012 í öðru sæti þurrkalistans, lítillega þurrara var á sama tíma 1991. Þetta er auðvitað mjög glæsilegt og óvenjulegt því árin eru eins og áður sagði 156. Á Akureyri er þessi tími í fimmta sæti eins og í Reykjavík - en af mun færri árum (85). Þurrast var 1950 - en síðan fór að rigna og rigna og rigna - fjórföld meðalúrkoma var þar í ágúst það ár. Vestmannaeyjar lenda nú í sjötta sæti. Þurrkurinn í ár byrjaði þar seinna en á hinum stöðunum.
En hvenær byrjaði þurrkurinn eiginlega í ár? Það er misjafnt eftir landshlutum. Það skipti um veðurlag í aprílbyrjun - en ætli sé samt ekki hóflegt að láta þurrkatímann í Reykjavík hefjast um 20. maí. Lítum á lista:
röð | ár | alls (mm) |
1 | 2008 | 25,2 |
2 | 1891 | 27,0 |
3 | 1890 | 27,6 |
4 | 1907 | 29,3 |
5 | 1924 | 30,5 |
6 | 1931 | 32,2 |
7 | 2012 | 33,6 |
8 | 1980 | 37,2 |
9 | 2007 | 39,5 |
Hér er þetta tímabil (21. maí til 11. júlí) í sjöunda sæti, sami tími árið 2008 var enn þurrari og litlu meiri úrkoma var 2007, en í öðru til fimmta sæti eru nokkuð forn ár - varla muna margir greinilega eftir þurrkinum 1924.
Á Akureyri er þessi tími nú í þriðja sæti - ívíð þurrara var 1990 og 1950. Í Vestmannaeyjum og í Stykkishólmi rigndi nokkuð eftir 20. maí til mánaðamóta þannig að árið í ár er talsvert neðar á lista á þessum stöðvum - keppnin er óskaplega hörð.
Svo er spurningin hvað þetta endist enn - reiknimiðstöðvar spá endrum og sinnum talsverðri úrkomu eftir viku til tíu daga en lítið verður úr. En auðvitað endar þurrkurinn um síðir.
Annars hafa vor og snemmsumur frá og með 2007 flest haft tilhneigingu til þurrka á Vesturlandi. Ef miðað er við tímabilið frá 1. júní til dagsins í dag eru fjögur af síðustu fimm árum á lista yfir 20 þurrustu snemmsumarkaflana. Árið í ár er eins og áður sagði í öðru sæti, 2008 er í 13. sæti, 2010 í 17. sæti og 2009 í því 18. Árið 2011 er skammt undan í 24. sæti.
Við ljúkum þessu með því að líta á einkennilega mynd. Hún er gerð þannig að úrkoma í júní og fyrstu 11 daga júlímánaðar í Stykkishólmi 1857 til 2012 er lögð saman og raðað eftir magni. Hvert ár fær því raðnúmer. Síðan reiknum við fimm ára keðjumeðaltöl raðnúmeranna og eru þau á lóðréttum kvarða myndarinnar.
Hér sést greinilega hvað síðustu fimm ár eru afbrigðileg. Næst því kemst tímabilið 1879 til 1883. Það er engin sérstök ástæða til að búast við framhaldi næstu árin - þá færi ritstjórinn að verða hissa.
Sé sami leikur leikinn fyrir 10 ára keðjumeðaltöl eru síðustu tíu árin ekki alveg búin að ná niður á sama stig og tímabilið 1907 til 1916.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.1.): 122
- Sl. sólarhring: 367
- Sl. viku: 2889
- Frá upphafi: 2427441
Annað
- Innlit í dag: 104
- Innlit sl. viku: 2592
- Gestir í dag: 102
- IP-tölur í dag: 102
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Ekkert framhald næstu árin. Hva, eru þetta ekki gróðurhúsaáhrifn ógurlegu, fyrst hitnar upp úr öllu valdi, svo skrælnar gróður jarðarinnar, svo koma kungursneyðir og plágur yfir mannnkynið! Sannaðu til karl minn! Og gjör iðrun og yfirbót í hverri greirn áður en jörðin forgengur! Skrapp reyndar til Stykkishólms í gær og gjörði nokkkrar veður-og heimsendaathuganir.
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.7.2012 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.