10.7.2012 | 00:38
Hlýjustu júlídagarnir
Við lítum nú á hlýjustu júlídaga á landinu frá og með 1949 til og með 2011. Reiknaður er meðalhiti á öllum stöðvum, búinn til listi og litið á nokkur hæstu gildin. Hæstu landsmeðalhámörk og landsmeðallágmörk fá einnig sína lista. Allar tölur eru í °C.
Fyrst kemur meðalhiti sólarhringsins á öllum mönnuðum veðurstöðvum.
röð | ár | mán | dagur | meðalh. |
1 | 2008 | 7 | 30 | 15,73 |
2 | 1980 | 7 | 31 | 15,21 |
3 | 2008 | 7 | 28 | 15,04 |
4 | 2008 | 7 | 29 | 14,87 |
5 | 1955 | 7 | 24 | 14,74 |
6 | 1991 | 7 | 5 | 14,72 |
7 | 1997 | 7 | 19 | 14,46 |
8 | 1991 | 7 | 7 | 14,39 |
9 | 2009 | 7 | 2 | 14,36 |
10 | 1980 | 7 | 30 | 14,22 |
11 | 2009 | 7 | 1 | 14,09 |
12 | 1949 | 7 | 7 | 14,07 |
13 | 2003 | 7 | 18 | 14,04 |
14 | 1991 | 7 | 4 | 14,03 |
15 | 2004 | 7 | 29 | 13,97 |
Veðurnörd kannast við marga þessara daga. Efstur á lista er 30. júlí 2008 en þann dag mældist hærri hiti en nokkru sinni í Reykjavík, 25,7 stig á kvikasilfursmælinum og hiti fór í 29,7 stig á sjálfvirku stöðinni á Þingvöllum. Litlu mátti muna að landshitametið (30,5 stig) félli. - En það gerðist ekki. Tveir aðrir dagar úr sömu hitabylgju eru í þriðja og fjórða sæti.
En í öðru (og 10. sæti) eru einnig eftirminnilegir dagar í lok júlímánaðar 1980. Þá gerðist sá einstaki atburður að aðfaranótt þess 31. fór hiti í Reykjavík ekki niður fyrir 18,2 stig. Þá nótt var ritstjórinn á vakt á Veðurstofunni og var setið úti á svölum milli vinnutarna.
Í fimmta sæti er 24. júlí 1955 - sumarið er enn kallað rigningasumarið mikla á Suður- og Vesturlandi. Þá voru miklir hitar norðanlands og austan og þar er sumrinu enn hrósað jafnmikið og því er hallmælt syðra. Hiti komst í 27,3 stig í Fagradal í Vopnafirði. Um svipað leyti mældist hæsti hiti júlímánaðar í Þórshöfn í Færeyjum, 22,1 stig (birt án ábyrgðar).
Veðurnörd muna ábyggilega eftir fleiri dögum á listanum, t.d. júlídögunum hlýju 1991, en þá fór hiti í 29,2 stig á Kirkjubæjarklaustri - reyndar þann 2. en þá var þokusælt víða um land og hitinn flaut ofan á. Júlí 2009 á einnig tvo daga á listanum, fyrri daginn komst hiti í 26,3 stig á Torfum í Eyjafirði. Og 7. júlí 1949 komst hiti í 28,3 stig á Hallormsstað - glæsilegt.
Listi yfir hæstu meðalhámörk er svipaður:
röð | ár | mán | dagur | m.hámark |
1 | 2008 | 7 | 30 | 20,83 |
2 | 2008 | 7 | 29 | 20,30 |
3 | 1980 | 7 | 31 | 20,04 |
4 | 2008 | 7 | 31 | 19,31 |
5 | 2003 | 7 | 18 | 19,12 |
6 | 1955 | 7 | 24 | 19,03 |
7 | 1991 | 7 | 7 | 18,88 |
8 | 2008 | 7 | 26 | 18,83 |
9 | 1991 | 7 | 6 | 18,68 |
10 | 1955 | 7 | 25 | 18,54 |
Júlílokin 2008 standa sig enn betur með fjórar tölur af tíu og aðrir dagar kunnuglegir af fyrri lista. Dagurinn hlýi í júlí 2003 á 27,1 stig á sjálfvirku stöðinni á Hallormsstað.
Hæstu meðallágmörkin eru næst. Við getum talað um hlýjustu næturnar (nóttin í nótt - aðfaranótt 10. júlí lítur ekki vel út).
röð | ár | mán | dagur | m.lágmark |
1 | 1991 | 7 | 5 | 12,28 |
2 | 1955 | 7 | 25 | 12,11 |
3 | 1980 | 7 | 31 | 12,06 |
4 | 2000 | 7 | 22 | 11,88 |
5 | 1997 | 7 | 20 | 11,70 |
6 | 2009 | 7 | 2 | 11,63 |
7 | 2008 | 7 | 31 | 11,61 |
8 | 2009 | 7 | 3 | 11,46 |
9 | 1997 | 7 | 19 | 11,45 |
10 | 2000 | 7 | 16 | 11,30 |
Hér breytist röðin aðeins, 5. júlí 1991 nær efsta sæti og 25. júlí 1955 öðru. Síðan koma tvær dagsetningar sem ekki eru á fyrri listum, 22. júlí árið 2000 og 20. júlí árið 1997. Neðar á listanum eru tveir aðrir fulltrúar júlímánaða þessara tveggja ára.
Að lokum skulum við líta á lista yfir mestu þykkt sem kemur fram í júlí við Ísland í endurgreiningunni amerísku - þar má e.t.v. finna skæða eldri keppinauta um hlýjustu júlídaga mælingasögunnar.
röð | ár | mán | dagur | þykkt |
1 | 1939 | 7 | 19 | 5652 |
2 | 1952 | 7 | 23 | 5647 |
3 | 2004 | 7 | 25 | 5647 |
4 | 1955 | 7 | 24 | 5641 |
5 | 1977 | 7 | 9 | 5641 |
6 | 1975 | 7 | 4 | 5638 |
7 | 1911 | 7 | 11 | 5634 |
8 | 1945 | 7 | 28 | 5634 |
9 | 1933 | 7 | 17 | 5633 |
10 | 1941 | 7 | 31 | 5628 |
11 | 1928 | 7 | 21 | 5627 |
Þykktin er hér gefin upp í metrum. Fari þykktin upp fyrir 5580 metra fara met að vera líkleg. - En eins og við vitum mælir þykktin meðalhita í neðri hluta veðrahvolfs. Stundum liggur frekar þunnt lag af köldu sjávarlofti undir og spillir fyrir. Met eru þess vegna líklegust þar sem vindur stendur af landi - gegn hafgolunni. Mjög há þykkt fylgir háloftahæðum og vindur er þá oft mjög hægur og sjávarloft flæðir hindrunarlítið inn á landið - algjört happdrætti. En það getur verið gaman að happdrættum þótt maður vinni sjaldan.
Við sjáum að hér eru dagsetningar eftir 1948 ekki áberandi - og þá flestar aðrar en voru á efri listum. En það er fróðlegt að líta á fáeinar tölur. Dagurinn i fyrsta sæti er bara toppurinn á miklu hitabylgjufjalli síðari hluta júlímánaðar 1939 - hiti var 25 stig í Reykjahlíð við Mývatn og 25,5 í Möðrudal. Aðalhlýindin komu á Suður- og Vesturlandi dagana á eftir. Þetta fræga sumar var sérlega hitabylgjuvænt.
Í öðru sæti er (óvænt) 23. júlí 1952. Sumarið það er frekar þekkt fyrir kulda heldur en hita, en hiti komst samt í 25,7 stig í Möðrudal þennan dag. Það er alvöruhiti.
Í þriðja sæti er 25. júlí 2004 - auðvitað í skugga hitabylgjunnar miklu í ágúst það ár.
Í fjórða sæti er einn daganna hlýju 1955 sem voru á öllum listum hér að ofan, en í því fimmta er óvæntari dagur, 9. júlí 1977 - en gaf vel því daginn eftir fór hiti á Hallormsstað í 25,3 stig.
Sumarið 1975 var eitt af þeim endalausu rigningasumrum sem voru í uppáhaldi hjá veðurbyrgjum þess tíma, en þennan dag náði Akureyri glæsilegum 27,6 stigum.
Við ljúkum yfirferðinni með 11. júlí 1911 - en þá gerði eina af ofurhitabylgjum mælingatímans. Hiti fór i 29,9 stig á Akureyri og verst er hversu hámarksmælar landsins voru fáir um þetta leyti. Sunnlendingar misstu hins vegar af deginum í þokusúldarbrælu.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 25
- Sl. sólarhring: 841
- Sl. viku: 2677
- Frá upphafi: 2435671
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 2434
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.