5.7.2012 | 00:23
Litið á þrjá norðurhvelsglugga
Við lítum á þrjá búta úr hefðbundnu norðurhvelsspákorti. Þeir sýna Norður-Ameríku, Evrópu og að lokum norðurslóðir.
Táknmál kortanna er það sama og venjulega. Jafnhæðarlínur eru svartar og heildregnar en þykktin er sýnd sem litaðir fletir með 60 metra bili. Mörkin á milli grænu og gulu litanna eru við 5460 metra. Á sumrin viljum við ekki vera á grænu svæði - en erum það samt oft.
Kortið að ofan sýnir hluta Norður-Ameríku frá Mexíkó í suðri til Alaska í norðvestri. Þykktin er mjög há yfir Bandaríkjunum. Dekksti liturinn sýnir svæði þar sem hún er meiri heldur en 5820 metrar. Svo há þykkt skapar vandræði þar sem hún liggur yfir - nema í suðvesturríkjunum þar sem menn eru vanastir hitunum.
Þykktin er meiri en 5520 metrar yfir öllum Bandaríkjunum nema Alaska en þar er ansi kröftugur kuldapollur. En alaskamenn láta sér fátt um finnast. Júní hve hafa verið óvenjuúrkomusamur á þeim slóðum.
Að sögn fróðra manna vestra mun hitabylgjan að undanförnu hafa verið einhver hin mesta sem vitað er um og 5820 metra þykktin á að ná allt til Atlantshafsstrandar á laugardag. Þá gæti hiti farið í 40 stig í New York (vonandi þó minna). Evrópureiknimiðstöðin gerir hins vegar ráð fyrir því að heldur kólni þarna eftir helgina.
Ástandið er mun skárra í Evrópu. Að vísu er þaulsetinn kuldapollur yfir Frakklandi vestanverðu væntanlega með tilheyrandi þrumuveðrum. Það er eins og Bretland losni ekki við kuldapolla í sumar - þeir skjótast úr norðri framhjá Íslandi og setjast síðan að við strendur Vestur-Evrópu.
Danmörk er á mörkum þess að komast inn fyrir 5640 metra línuna - það er hlýtt - en er ekki til neinna vandræða ef ekki fylgja þrumuveður. Það er 5760 metra jafnþykktarlínan sem liggur austur um við Suður-Spán og Sikiley. Ef hún fer norður fyrir Miðjarðarhaf fylgja oftast stórvandræði með hita. Það má taka eftir því að vandræðin byrja við lægri þykkt í Evrópu heldur en vestra - þar er þjóðfélagið viðbúið hærri hita á sumrin.
Mjög dökkt svæði er yfir Persaflóa. Þar er þykktin yfir 5880 metrum. En þar eru menn vanir því á þessum tíma árs. Sú þykkt veldur hins vegar gríðarlegum vandræðum víðast hvar.
Síðasta kort dagsins sýnir norðurslóðir. Þar er annar og svalari svipur á hlutunum. Lægsta þykkt norðurhvels liggur fyrir stjóra við Danmarkshavn á Norðaustur-Grænlandi, þar er 5220 metra jafnþykktarlínan innst. Það skiptir svosem ekki miklu máli hver þykktin er yfir hafíssvæðinu svo lengi sem hún er hærri en um 5200 því hiti í hafísloftinu er um frostmark hvað sem gengur á nema vindur blási af landi. En í kuldapolli af þessu tagi dugar heldur ekki að vindur blási af landi.
Eins og margoft hefur verið minnst á áður á hungurdiskum er þetta óþægileg staða fyrir okkur þótt út af fyrir sig sé í lagi að pollurinn sé þarna svo lengi sem hann fer ekki að hreyfa sig í átt til okkar.
Spurning stöðunnar í dag er hvort hæðarhryggurinn fyrir vestan okkur haldi þaulsetunni áfram. Það er svipað með hann og breska kuldapollinn - þótt þessi kerfi gefi sig í tvo til þrjá daga er eins og þau rísi sífellt upp aftur eins og ekkert hafi í skorist.
Það er stöðu hæðarhryggjarins að þakka að meðalskýjahula landsins alls hefur ekki verið svo lág í tvo mánuði í röð síðan í febrúar og mars 1947 (þegar Heklugosið hófst). Ekkert eldra mánaðapar er heldur lægra - með fullri vissu. Þótt meðalskýjahula hafi verið reiknuð aftur til 1874 er ekki víst að meðaltölin séu sambærileg fyrstu 50 til 60 árin. Ef við ímyndum okkur að svo sé þurfum við að fara aftur til maí og júní 1891 til að finna sambærilegar tölur á sama árstíma. Þá var talað um þurrt og næðingasamt vor en mikið gæðasumar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 127
- Sl. sólarhring: 361
- Sl. viku: 2506
- Frá upphafi: 2434948
Annað
- Innlit í dag: 115
- Innlit sl. viku: 2225
- Gestir í dag: 112
- IP-tölur í dag: 110
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Það er búið að gefa út flóðviðvaranir hérna í Danmörku. Núna í dag og á morgun, en á morgun er spáð allt að 15mm rigningu yfir daginn. Þessu munu ekki fylgja neinar eldingar eins og spáin er núna í dag. Þó útiloka ég það samt ekki.
Jón Frímann Jónsson, 5.7.2012 kl. 07:10
Þetta endar allt með ósköpum, bæði austanhafs og vestan!
Sigurður Þór Guðjónsson, 6.7.2012 kl. 00:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.