Enn um hálflćsta stöđu

Fyrir viku fjölluđu hungurdiskar um ţráláta stöđu veđurkerfa ađ undanförnu. Síđustu viku hefur lítiđ sem ekkert breyst í ţeim efnum - en viđ skulum samt líta á nýja gerđ kortsins sem ţá var sýnt.

w-blogg250612a

Myndirnar eru sem fyrr fengnar úr síendurgreiningarsafni bandarísku veđurstofunnar. Sú hér ađ ofan sýnir međalhćđ 500 hPa-flatarins fyrstu 22 dagana í júní. Hún er mjög lík korti sem sýndi stöđuna fyrri helming mánađarins og birtist hér fyrir viku. Hinn framhallandi hryggur yfir Grćnlandi hefur heldur styrkst ef eitthvađ er - og enn er lćgđasvćđi fyrir sunnan land sem beinir úrkomu og jafnvel leiđindaveđri inn yfir norđanverđa Evrópu.

Örvarnar ţrjár sem stefna til Íslands úr norđri tákna sem fyrr hćđarbeygjuna (rauđgul) - í henni er léttskýjađ og ţar sem vindur stendur ekki af landi er sólríkt og hlýtt ađ deginum. Dökkbláa örin táknar lćgđarbeygju (eđa alla smákuldapollana sem rúllađ hafa yfir okkur) og er köld og jafnvel ţungbúin. Miđörin táknar eitthvađ ţar á milli. Fimmhundruđ hPa-flöturinn stendur hćrra en ađ međallagi ţannig ađ ţar uppi er út af fyrir sig hlýtt.

En ţetta ástand hefur í raun stađiđ lengur - og fer hvađ úr hverju ađ verđa óvenjulegt. Umskiptin urđu um mánađamótin mars-apríl. Lítum ţví á međalkort fyrir allt tímabiliđ frá 1. apríl til 22. júní.

w-blogg250612b

Hér eru jafnhćđarlínur heldur mýkri - en viđ sjáum hćđarhrygginn (grćn punktalína) mjög vel og sömuleiđis lćgđardrag yfir Bretlandseyjum. Gulbrúna örin sýnir ríkjandi vindátt yfir Íslandi á ţessu tímabili - norđvestanátt međ hćđarbeygju vestan viđ, en lćgđarbeygju fyrir austan land. Flest allt sem kemur beint frá Grćnlandi er afskaplega ţurrbrjósta. Hér sést ţví hin stöđulega ástćđa ţurrkanna. Hvađ svo veldur ţeirri stöđu er annađ mál og erfiđara viđfangs.

Međalvindátt í 500 hPa í apríl til júní er merkt sem svört ör á kortiđ. Vestsuđvestanátt er ríkjandi eins og oftast hér á landi. Hún á sér reyndar fleiri en eina birtingarmynd.

Nú virđist sem ţessi stađa hćđarhryggs í vestri og lćgđar yfir Bretlandseyjum muni í ađalatriđum halda sér út mánuđinn (júní) og fer - eins og áđur sagđi ađ verđa óvenjuleg. Ađ vísu hefur eitthvađ svipađ oft veriđ viđlođandi vor og snemmsumar síđustu ára. Eftir ađ júnímánuđur hefur veriđ gerđur upp má reyna ađ leita ađ einhverju ámóta í fortíđinni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Hérna í Danmörku er frekar kalt, og úrkomusamt ţessar vikuna allavegna. Lítiđ hefur boriđ á hitastigi yfir 20 til 25 gráđum. Eins og sjá má á veđurspá dönsku veđurstofunar hérna.

Jón Frímann Jónsson, 25.6.2012 kl. 01:34

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Já Jón, Danmörk hefur legiđ í lćgđabraut. Mér finnst ţó ađ danska veđurstofan sé ekki enn farin ađ kvarta ađ ráđi ţannig ađ ţetta hlýtur ađ vera nokkuđ algengt.

Trausti Jónsson, 26.6.2012 kl. 01:17

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 31
  • Sl. sólarhring: 128
  • Sl. viku: 2478
  • Frá upphafi: 2434588

Annađ

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 2202
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband