Smávegis hitabylgumetingur

Ekki hefur mikiđ boriđ á mjög hlýjum dögum ţađ sem af er júní og víst ađ mánuđurinn fer varla ađ skora hátt á hitabylgjulistum úr ţessu. Hvađ verđur síđar í sumar vitum viđ ekki.

Hér á landi eru ekki gerđar miklar kröfur til veđurs svo fariđ sé ađ tala um hitabylgju. Fyrir níu árum (2003) gerđi ritstjórinn samantekt um hitabylgjur og hlýja daga og fór ţar ađ telja um leiđ og hámarkshiti á einhverri veđurstöđ landsins fór í 20 stig. Ţeir sem vilja geta sótt allan skilgreiningarfróđleikinn í ţessa ritgerđ, en hún er ađgengileg á vef Veđurstofunnar. Ţar eru birtir margskonar listar og annar óţarfur fróđleikur. En síđan ţetta var hafa hitabylgjur leikiđ lausum hala og gott ađ líta á toppsćtin eins og ţau eru nú.

En fyrst skulum viđ líta á mynd sem sýnir tíđni 20 stiga hámarkshita á landinu frá ári til árs 1949 til 2011. Reiknađ daglegt hlutfall ţeirra skeytastöđva á landinu öllu sem ná 20 stigum í lestri kl. 18 - af heildarfjölda. Síđan eru hlutföll allra daga mánađarins lögđ saman. Hćsta hugsanlega tala vćri ţví 3100 (31x100) í júlí og ágúst, en 3000 í júní. Á línuritinu eru tölurnar miklu lćgri og óralangt í „mettun“ ţessarar mćlitölu.

w-blogg260612

Lóđrétti ásinn sýnir mćlitöluna. Ţví hćrri sem hún er ţví gćfara hefur áriđ veriđ á 20 stigin. Lárétti ásinn nćr yfir tímabiliđ 1949 til 2011. Viđ sjáum ađ sumariđ í fyrra var óskaplega hitabylgjurýrt miđađ viđ ţađ sem annars hefur veriđ frá miđjum tíunda áratug 20. aldar. Reyndar var sumariđ 2001 enn rýrara. Ţađ vekur einnig eftirtekt hversu miklu meira hefur veriđ af 20 stiga hita á síđari hluta línuritsins miđađ viđ fyrri hlutann. Ţetta er ótrúleg breyting.

En lítum nú á toppdagana. Hér rćđur hámarkshiti kl. 18 rćđur - hlutfall allra skeytastöđva. Ţetta eru ţeir 15 dagar sem hćst skora.

röđármándagurhlutf
1200481161,9
2200873057,6
3194962050,0
4198073146,3
5200872945,5
6194962243,8
7200481240,5
8200481340,5
9200481038,1
10194961937,5
11194962137,5
12200872836,4
13195572436,0
1419497735,3
15198662834,9

Tvćr nýlegar hitabylgjur eru hér mjög áberandi, ágústbylgjan 2004 og júlíbylgjan 2008. Ţetta eru áreiđanlega í raun og veru mestu hitabylgjur síđustu 60 ára - og hugsanlega yfir enn lengra tímabil. Hér skorar hitabylgjan mikla í júní 1949 einnig mjög glćsilega. Hinn einstaki 31. júlí 1980 er mjög ofarlega á lista.

Lengri gerđ (topp 100) er í viđhenginu.

Erfiđara er ađ fara lengra aftur í tímann - ţađ verđur ţó vonandi gert á nćstu árum. En ţangađ til látum viđ okkur nćgja ađ sjá hvađa mánuđir ţađ eru sem skora best á hlutfallslista (sjá ritgerđina). Taliđ er saman hversu margar stöđvar á landinu hafa náđ 20 stigum í ákveđnum mánuđi boriđ saman viđ heildarfjölda stöđva. Sá listi nćr til 1924.

röđármán hlutf
12004890,7
21939789,3
32008787,8
41944784,6
51947783,3
61929775,0
71939675,0
81991774,3
92002671,2
101949671,0
112005768,9
121946768,0
131939864,3
141934663,2
151980761,8

Hér er ágúst 2004 á toppnum, en júlí 1939 og 2008 eru skammt undan. Júní 1939 er í sjöunda sćti og ágúst sama árs í ţví 13. Ţetta ár virđist eiga samanlagt flestar hitabylgjur. Önnur sumur hafa hitabylgjur ţćr sem komiđ hafa yfirleitt einskorđast viđ einn mánuđ. Viđ sjáum ađ hitabylgjur í júlí 1944 og 1947 eru mjög ofarlega.

Uppgröftur á eldri heimildum er enn styttra kominn, en ţó má til gamans birta lista yfir ţá mánuđi á tímabilinu 1874 til 1923 sem e.t.v. kćmust á mánađaskrána hér ađ ofan.

röđármanh-hlutfall
11908776,2
21894775,0
31911775,0
41876875,0
51919773,3
61914861,1

Ţetta tímabil hefur greinilega átt sín góđu augnablik. Júlí 1908 á toppnum. Athugiđ ađ taka ber listana hóflega alvarlega - mćlikvarđar eru ekki einhlítir. 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Athyglisverđur ţessi 99. dagur á hitabylgjulistanum! Engir listar eru óţarfur fróđleikur.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 27.6.2012 kl. 12:24

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Ţađ er gott ađ einn athylisverđur dagur fannst á listanum - hann er ţá ekki tekinn saman til einskis. Reyndar er hann allur 1012 daga langur - um 4,4% allra daga á tímabilinu öllu.

Trausti Jónsson, 28.6.2012 kl. 01:19

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Mars 2021
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

 • ar_1844t
 • w-blogg020321b
 • w-blogg020321a
 • w-blogg020321c
 • lievog jardskjalftar 1789

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (7.3.): 39
 • Sl. sólarhring: 89
 • Sl. viku: 2062
 • Frá upphafi: 2010884

Annađ

 • Innlit í dag: 27
 • Innlit sl. viku: 1782
 • Gestir í dag: 26
 • IP-tölur í dag: 24

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband