Smávegis hitabylgumetingur

Ekki hefur mikið borið á mjög hlýjum dögum það sem af er júní og víst að mánuðurinn fer varla að skora hátt á hitabylgjulistum úr þessu. Hvað verður síðar í sumar vitum við ekki.

Hér á landi eru ekki gerðar miklar kröfur til veðurs svo farið sé að tala um hitabylgju. Fyrir níu árum (2003) gerði ritstjórinn samantekt um hitabylgjur og hlýja daga og fór þar að telja um leið og hámarkshiti á einhverri veðurstöð landsins fór í 20 stig. Þeir sem vilja geta sótt allan skilgreiningarfróðleikinn í þessa ritgerð, en hún er aðgengileg á vef Veðurstofunnar. Þar eru birtir margskonar listar og annar óþarfur fróðleikur. En síðan þetta var hafa hitabylgjur leikið lausum hala og gott að líta á toppsætin eins og þau eru nú.

En fyrst skulum við líta á mynd sem sýnir tíðni 20 stiga hámarkshita á landinu frá ári til árs 1949 til 2011. Reiknað daglegt hlutfall þeirra skeytastöðva á landinu öllu sem ná 20 stigum í lestri kl. 18 - af heildarfjölda. Síðan eru hlutföll allra daga mánaðarins lögð saman. Hæsta hugsanlega tala væri því 3100 (31x100) í júlí og ágúst, en 3000 í júní. Á línuritinu eru tölurnar miklu lægri og óralangt í „mettun“ þessarar mælitölu.

w-blogg260612

Lóðrétti ásinn sýnir mælitöluna. Því hærri sem hún er því gæfara hefur árið verið á 20 stigin. Lárétti ásinn nær yfir tímabilið 1949 til 2011. Við sjáum að sumarið í fyrra var óskaplega hitabylgjurýrt miðað við það sem annars hefur verið frá miðjum tíunda áratug 20. aldar. Reyndar var sumarið 2001 enn rýrara. Það vekur einnig eftirtekt hversu miklu meira hefur verið af 20 stiga hita á síðari hluta línuritsins miðað við fyrri hlutann. Þetta er ótrúleg breyting.

En lítum nú á toppdagana. Hér ræður hámarkshiti kl. 18 ræður - hlutfall allra skeytastöðva. Þetta eru þeir 15 dagar sem hæst skora.

röðármándagurhlutf
1200481161,9
2200873057,6
3194962050,0
4198073146,3
5200872945,5
6194962243,8
7200481240,5
8200481340,5
9200481038,1
10194961937,5
11194962137,5
12200872836,4
13195572436,0
1419497735,3
15198662834,9

Tvær nýlegar hitabylgjur eru hér mjög áberandi, ágústbylgjan 2004 og júlíbylgjan 2008. Þetta eru áreiðanlega í raun og veru mestu hitabylgjur síðustu 60 ára - og hugsanlega yfir enn lengra tímabil. Hér skorar hitabylgjan mikla í júní 1949 einnig mjög glæsilega. Hinn einstaki 31. júlí 1980 er mjög ofarlega á lista.

Lengri gerð (topp 100) er í viðhenginu.

Erfiðara er að fara lengra aftur í tímann - það verður þó vonandi gert á næstu árum. En þangað til látum við okkur nægja að sjá hvaða mánuðir það eru sem skora best á hlutfallslista (sjá ritgerðina). Talið er saman hversu margar stöðvar á landinu hafa náð 20 stigum í ákveðnum mánuði borið saman við heildarfjölda stöðva. Sá listi nær til 1924.

röðármán hlutf
12004890,7
21939789,3
32008787,8
41944784,6
51947783,3
61929775,0
71939675,0
81991774,3
92002671,2
101949671,0
112005768,9
121946768,0
131939864,3
141934663,2
151980761,8

Hér er ágúst 2004 á toppnum, en júlí 1939 og 2008 eru skammt undan. Júní 1939 er í sjöunda sæti og ágúst sama árs í því 13. Þetta ár virðist eiga samanlagt flestar hitabylgjur. Önnur sumur hafa hitabylgjur þær sem komið hafa yfirleitt einskorðast við einn mánuð. Við sjáum að hitabylgjur í júlí 1944 og 1947 eru mjög ofarlega.

Uppgröftur á eldri heimildum er enn styttra kominn, en þó má til gamans birta lista yfir þá mánuði á tímabilinu 1874 til 1923 sem e.t.v. kæmust á mánaðaskrána hér að ofan.

röðármanh-hlutfall
11908776,2
21894775,0
31911775,0
41876875,0
51919773,3
61914861,1

Þetta tímabil hefur greinilega átt sín góðu augnablik. Júlí 1908 á toppnum. Athugið að taka ber listana hóflega alvarlega - mælikvarðar eru ekki einhlítir. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Athyglisverður þessi 99. dagur á hitabylgjulistanum! Engir listar eru óþarfur fróðleikur.

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.6.2012 kl. 12:24

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Það er gott að einn athylisverður dagur fannst á listanum - hann er þá ekki tekinn saman til einskis. Reyndar er hann allur 1012 daga langur - um 4,4% allra daga á tímabilinu öllu.

Trausti Jónsson, 28.6.2012 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5
 • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.4.): 227
 • Sl. sólarhring: 466
 • Sl. viku: 1991
 • Frá upphafi: 2349504

Annað

 • Innlit í dag: 212
 • Innlit sl. viku: 1804
 • Gestir í dag: 210
 • IP-tölur í dag: 206

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband