24.6.2012 | 01:34
Óbreytt ástand (samt svalara)
Hæðarhryggurinn yfir Grænlandi og hafinu þar suður af virðist ætla að verða þrálátur. Helsta tilbreytingin er sú hversu nálægt hryggjarmiðjan hefur verið hverju sinni. Þegar hún er nærri ríkir hæðarbeygja á vindi en henni fylgir oftast niðurstreymi og þar með er bjartviðri ríkjandi um talsverðan hluta landsins. Síðan koma stöku dagar þegar hryggjarmiðjan þokast fjær og lægðardrög ganga hjá. Þeim fylgir lægðarbeygja, þyngri skýjahula og meiri líkur á skúrum. Í dag (laugardag) gera allar fáanlegar spár ráð fyrir því að þetta ástand haldi áfram eins langt og séð verður. Sumir fagna því sjálfsagt - en öðrum þykir miður.
Í dag (laugardag) vorum við í hæðarbeygjuástandi - veikur þverhryggur lá úr vestri yfir Ísland. Sólin gat því skinið baki brotnu og víða varð hlýtt inn til landsins - einn besti dagur sumarsins segja margir. En næsta lægðardrag fer hjá á sunnudag og mánudag. Því fylgir heldur kaldara loft úr norðri og skýjabakki. Hann er kominn inn yfir Vesturland þegar þetta er skrifað. Úrkoma gæti fallið - en reikningar gera heldur lítið úr henni. En lítum á 500 hPa spá sem gildir kl. 12 á sunnudag.
Jafnhæðarlínur eru svartar og heildregnar og sýna hæð 500 hPa-flatarins í dekametrum (1 dam = 10 metrar). Línurnar eru hvergi þéttar nema yfir sunnanverðum Bretlandseyjum og Niðurlöndum - trúlega með leiðindaveðri. Að vanda teygir hæðarhryggurinn sig frá Nýfundnalandi og norður yfir Grænland. Austan í hryggnum er lægðardrag sunnudagsins og hreyfist suðsuðaustur. Því fylgir dálítill kuldapollur.
Það sjáum við af jafnþykktarlínunum en þær eru rauðar og strikaðar - sömuleiðis í dekametrum. Því meiri sem þykktin er því hlýrra er í neðri hluta veðrahvolfs. Í dag (laugardag) var þykktin yfir landinu um 5480 metrar þannig að kólnunin sem fylgir lægðardraginu er ekki mikil - en ef skýjað verður munar mestu um sólarleysið. Ekki skal um það spáð á þessum vettvangi.
En eftir að lægðardragið fer hjá nálgast hryggjarmiðjan aftur með heldur hlýrra lofti og hæðarbeygju - þar til næsta lægðardrag kemur úr norðri um eða eftir miðja viku. Spurning hvað síðdegisskúrir Suðurlands gera þessa daga.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 20
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 985
- Frá upphafi: 2420869
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Ég held að ástandið hér um slóðir (Hrútafirði ) sé að verða eitt það alvarlegasta sem menn muna. Þurkurinn endalaus, ekki dropi úr lofti. Þurlend tún orðin mórauð af bruna og annað þurlendi illa farið. Þetta ásatnd mun vera víðar. Í gær var 18 til 20 stiga hiti og sól hér innst í firðinum. Við horfum á veðurfréttir og heyrum veðurfræðinga stundum segja um sum svæði landsins "hætt við skúrum". Með bestu kveðju og þakklæti fyrir allan fróðleikin.
Gunnar Sæmundsson (IP-tala skráð) 24.6.2012 kl. 08:33
Já, það er rétt ábending Gunnar, ég lærði þetta í rigningasumrunum endalausu hér fyrr á árum að tala um „að hætt væri við“ skúrum og missi það auðvitað út úr mér enn. En aftur á móti var maður þá skammaður fyrir að segja að „von væri á“ skúrum eða rigningu - því hin raunverulega jákvæða von var falin í þurrkinum. Það er flest á haus í heiminum. En ég þakka hlýleg orð í garð hungurdiska.
Trausti Jónsson, 25.6.2012 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.