12.6.2012 | 01:02
Fer að verða óvenjulegt
Lítið hefur rignt um landið suðvestan- og vestanvert í maí og það sem af er júní. Þetta eru mikil viðbrigði eftir alla úrkomuna í vetur. Við minnumst þess t.d. að í febrúar var aðeins einn dagur úrkomulaus í Reykjavík.
Meðalúrkoma í maí og fyrstu tíu dagana í júní er í kringum 60 mm í Reykjavík, en nú hafa aðeins um 20 mm fallið á sama tíma, þar af aðeins 0,9 mm í júní. Þetta er að jafnaði þurrasti tími ársins og enn vantar upp á að um metþurrk sé að ræða. En vert er að fara að gefa þessu gaum.
Síðustu árin hefur oft verið einkennilega þurrt seint á vorin og nokkuð fram eftir sumri, sérstaklega um landið vestanvert.
Spár sem ná viku til tíu daga fram í tímann eru aldrei sammála um úrkomumagn en lítið er að hafa í þeim flestum um þessar mundir. Evrópureiknimiðstöðin setur þó skúraveður inn á sunnanvert landið næstu dagana - en er mjög þurrbrjósta gagnvart Vesturlandi. Bandaríska langtímaspáin er með 3 til 4 mm í Reykjavík næstu tíu daga.
En heldur kaldara - og óstöðugra loft leitar nú til landsins og þá aukast líkur á skúraveðri - en engar afgerandi lægðir eru í nánd. En hér er engu spáð - en lesendum bent á vef Veðurstofunnar.
Svo í framhjáhlaupi:
RÚV bauð upp á óvænta endursýningu að afloknum fréttatíma kl. 22 í kvöld (mánudag 11. júní). Þá fengum við að sjá - í heilu lagi - veðurfréttir frá 23. ágúst 2011. Hversu margir tóku eftir þessu? Er hugsanlegt að fréttatíminn hafi verið jafngamall líka? Voru þetta allt gamlar fréttir? Væri hægt að sýna gamlan fréttatíma (eða fótboltaleik) án þess að nokkur taki eftir því? Reika gráðugar gamlar veðurfréttir um í kerfinu tilbúnar að stökkva fram og gleypa þær nýju með húð og hári.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:09 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 51
- Sl. sólarhring: 145
- Sl. viku: 1972
- Frá upphafi: 2412636
Annað
- Innlit í dag: 51
- Innlit sl. viku: 1725
- Gestir í dag: 50
- IP-tölur í dag: 49
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Við opnuðum ekki sjónvarpstæki í gærkvöldi. Höfum hvorugt áhuga á fótbolta. Þegar svona samfellt íþróttasumar gengur yfir, eins og horfur eru á nú á þessu ári, þá opnar maður helst ekki sjónvarpstæki. Því gæti RÚV notað sömu frétta- og veðurfregnatíma dag eftir dag þessvegna án þess að maður tæki eftir því.
Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 05:15
Já, þurkurinn er að verða alvarlegur. Þurlend tún hér í Hrútafirðinum eru farin að brenna. Lækir að þorna og mjög lítið vatn í ánum. Þetta ástand er að verða nánast árlega á þessum tíma. Núna var líka sú sérstaða að klaki í jörð eftir veturinn var nánast enginn.
Gunnar Sæmundsson (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 06:48
http://www.ruv.is/sarpurinn/vedurfrettir/11062012
Pálmi Freyr Óskarsson, 12.6.2012 kl. 06:57
http://www.ruv.is/sarpurinn/vedurfrettir/11062012
Pálmi Freyr Óskarsson, 12.6.2012 kl. 06:59
Að sjálfsögðu trúir maður því að veðurfréttatíminn sé réttur þótt spáin geti verið vitlaus. Mér fannst ýmislegt atyglisvert í veðurkortunum en það var ekki fyrr en kom að fellibylnum Irene sem það runnu á mig tvær grímur.
Emil Hannes Valgeirsson, 12.6.2012 kl. 08:37
Það væri kannski til bóta í þessari þurrkatíð að birta eldgamlar veðurfrettir um slagveðursrigningu! Og vita hvort þær rætist ekki!
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.6.2012 kl. 13:10
Skondið ;)
En hefur áhrif á veðurfréttir í Ríkissjónvarpinu verið kannað sérstaklega ? Veit það einhver og þá hversu margir horfa . t.d. í samanburði við kvöldfréttir þeirra eða fótboltann ?
Svo held ég að fólk treysti þeim almennt það vel að það tekur því gott og gilt sem þar kemur fram. Svo það má líta á þetta sem hrós og traust að enginn hafi kvartað, amk ekki veður-leikmenn ;))
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 12.6.2012 kl. 16:18
Það yrði ekkert uppþot þótt RÚV tæki upp á að flytja gamlar fréttir. Eftir að fréttastofum útvarps og sjónvarps var slengt saman eru 10 fréttir lítið annað en upphitaðar 7 fréttir. Hins vegar hefðu símalínur RÚV líklega brunnið yfir ef frétt ykkar í fyrradag hefði verið frá því í desember.
Ragnhildur Kolka, 12.6.2012 kl. 17:04
Hef gefist upp á RUFINU, er því engu upplýstari en Þorkell Guðbrandsson um fótbolta og gamlar veðurfréttir.
Hrólfur Þ Hraundal, 12.6.2012 kl. 20:38
Tæknipúkinn var líka eitthvað að stríða Veðurstofunni 8.Júní, þá var veðurspáin á heimasíðu Veðurstofunar 2-3 stiga frost fyrir helgina. Þessu var síðar breytt. Hvort þetta var gömul spá eða rangt út reiknað veit ég ekki.
Kristjón Jónsson (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 20:38
Í þessu tilviki varð veðurfréttaruglingurinn aðallega að skemmtiatriði - veðrið var í öllu falli skaðalítið. Svona lagað kemur fyrir á bestu bæjum - menn eru misvelvakandi. Hjá ríkisútvarpinu má stöku sinnum heyra klúður í næturútvarpinu. Það er eins og enginn fylgist með því hvað þar kemur eða kemur ekki. Alltaf spennandi. Eins og Kristjón bendir réttilega á gerist þetta líka á Veðurstofunni - hraðvirkur sjálfvirkur búnaður dettur stundum fram fyrir sig í matreiðslunni. Atvikið sem hann minnist á kom upp vegna hiksta í matreiðslubúnaði eftir hugbúnaðaruppfærslu. Í því tilviki var mjög mikið kvartað - fjölmargir áttuðu sig á að viðbrunnið meðlæti hefði sloppið út úr eldhúsinu.
Trausti Jónsson, 13.6.2012 kl. 01:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.