Köldustu júnídagarnir

Enn er fastur liður á dagskrá: Köldustu og hlýjustu dagarnir í hverjum mánuði á landinu síðustu 60 árin rúm. Komið er að júnímánuði og fyrst lítum við á köldustu dagana. Allar tölur eru í °C.

Þeir eru gríðarkaldir og ekki laust við að manni bregði við að sjá tölurnar. Fyrst er það meðalhitinn:

röðármándagurmeðalh.
11975620,81
21975631,04
31975611,13
41997671,14
51952621,79
61975641,88
719736102,20
81975652,21
91983612,30
101956672,35
111952632,40
121977662,47
1319736112,49
141952612,57
151956662,58

Það er reyndar eitt kuldakast sem er sérlega áberandi, fyrstu fimm dagar júnímánaðar 1975 eru allir á listanum, þar af í fyrsta til þriðja sæti. Svo vildi til að vindur var víðast hægur og fór ekki margt úrskeiðis nema ef telja á sigur Íslendinga á landsliði Austur-Þjóðverja i knattspyrnu á Laugardalsvellinum til úrskeiða.  

Dagurinn í fjórða sæti er frægur fyrir það að hiti var þá ekki nema 3,6 stig klukkan 15 í Reykjavík. Daginn eftir var alhvítt á Eyrarbakka og á fleiri stöðum í lágsveitum Árnessýslu.

Í fimmta sæti er 2. júní 1952 - þá var alhvítt á Stórhöfða í Vestmannaeyjum, snjódýpt 2 cm. Hvítasunnuhretið 1973, þann 10. til 11. júní var eftirminnilegt. Þá (þ. 11.) mældist lægsti hiti sem vitað er um á veðurstöð á landinu í júní, -10,5 stig. Það var í Nýjabæ (á hálendisbrúninni suður af Eyjafirði). Tvennum sögum fór af ánægju með unglingamótið „Vor í Dal“ sem haldið var í Þjórsárdal þessa hvítasunnuhelgi.

Listi yfir lægstu meðallágmörkin er svipaður:

röðármándagurmeðallágm.
1197562-1,88
2195262-1,38
3197564-1,38
4199767-1,17
51973611-0,96
6197563-0,91
7195263-0,74
8197561-0,70
9195261-0,52
10197566-0,26

Þetta eru nærri því sömu dagarnir (sömu hret), röðin hefur hnikast lítillega. Listinn yfir lægsta meðalhámarkshitann er alltaf athyglisverður. Flestir sofa á nóttunni og koma út í kaldan lágmarkshita morgunsársins, en síðan tekur dagurinn allur við. Stundum þegar kalt er að morgni hlýnar vel í sól yfir daginn - en ekki alltaf jafnvel þótt í júní sé. En - við mætum að mestu sömu dögum. Þeir eru kaldastir hvernig sem á málið er litið.

röðármándagurmeðalhám.
11975633,51
21975623,89
31997674,09
41975644,73
51952624,86
619736114,92
719736124,92
81956674,96
91983614,99
101975655,11

En við tökum eftir því að langt er síðan júnídagar hafa verið svona kaldir. Nýjasta dæmið á listunum er frá 1997 - fyrir 15 árum. En einhvern tíma kemur að því að nýsleginn kaldur júnídagur mætir á svæðið og treður sér inn á listana.

Annars skulum við hafa í huga að talsverður munur er á meðalhita fyrstu og síðustu júnídaganna, í Reykjavík er hann t.d. hátt í 2,4 stig. Dagur síðast í mánuðinum sem er álíka langt undir meðallagi og þeir á listunum hér að ofan á litla möguleika á að komast inn - þótt hann sé að tiltölu jafnvel kaldari. Júní síðustu 15 ára er ekki alveg kuldakastalaus.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sæll og þakka þér fyrir svarið. Nú vil ég spyrja um kólnun miðað við vindhraða. Ef ég hjóla á 15,7 km hraða á móti 8 metrum á sekúndu og hitinn er 10°, hver er þá raunhitinn?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 8.6.2012 kl. 20:14

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Vindkæling er alls ekki öll þar sem hún er séð og er meira að segja stórlega einstaklingsbundin auk þess að vera misjöfn eftir fatnaði og bleytu. En búnar hafa verið til almennar vindkælitöflur sem eitthvað gagn má hafa að. Þær eru hins vegar ekki allar eins. Á vef Veðurstofunnar má finna eina - sem þú gætir sett dæmi þitt inn í. Tengillinn virkar vonandi. Ítarlegri pistil er einnig að finna á sama stað, tengill hér. Þar er hins vegar leiðindavilla (á ábyrgð þess sem þetta skrifar) sem ekki hefur verið leiðrétt - efnislega skiptir hún litlu sem engu máli en særir fegurðarskynið.

Trausti Jónsson, 9.6.2012 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg020524b
  • w-blogg020524a
  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 98
  • Sl. sólarhring: 98
  • Sl. viku: 739
  • Frá upphafi: 2351300

Annað

  • Innlit í dag: 74
  • Innlit sl. viku: 648
  • Gestir í dag: 68
  • IP-tölur í dag: 64

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband