Það stendur til bóta (þótt hægt gangi)

Þegar þetta er skrifað (mánudagskvöldið 21. maí) er mjög kalt við austurströndina, hiti rétt um 1 stig í Neskaupstað. Á Suðvestur- og Vesturlandi var hins vegar besti dagur vorsins til þessa. Hiti fór í 17,7 stig á Þingvöllum og víðar yfir 17 stig.

En næstu daga jafnast gæðin heldur og það hlýnar vonandi fyrir austan. Við lítum á 500 hPa-spákort evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir kl. 18 á þriðjudag (22. maí).

w-blogg220512

Hér eru jafnhæðarlínur gráar og heildregnar, jafnþykktarlínur eru rauðar og strikaðar og iða er sýnd sem misdökkir bleikir flekkir og borðar. Hæð og þykkt eru mæld í dekametrum á kortinu (1 dam = 10 metrar). Rauðu örvarnar gefa til kynna að hlýtt loft sæki fram. Það er 5460 metra jafnþykktarlínan sem er skammt suðaustan við landið á leið norður.

En smálægðin fyrir sunnan land er líka á leið norður og kemur í veg fyrir að enn hlýrra loft berist til landsins. Vindur stendur enn af hafi á Austfjörðum þegar kortið gildir og hlýindin fá ekki að njóta sín eystra fyrr en hann snýst meira til suðvesturs í kjölfar smálægðarinnar, vonandi á miðvikudag. Norðurland liggur betur við strax á þriðjudag.

En síðan er mikil óvissa í spám.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 129
  • Sl. viku: 2477
  • Frá upphafi: 2434587

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 2201
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband